Gunnar Skúlason, Harpa Guðrún Hreinsdóttir og Arnar Leifsson hafa verið ráðin sérfræðingar til ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus.
Í tilkynningu kemur fram að Gunnar hafi starfað við viðskiptagreind undanfarin átta ár, þar af frá 2014 hjá Skeljungi.
„Hann er með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Aðgerðarrannsóknum frá DTU í Danmörku. Gunnar mun sinna ráðgjöf til fyrirtækja og aðstoða þau að umbreyta gögnum í upplýsingar.
Harpa Guðrún Hreinsdóttir og Arnar Leifsson munu sinna þróun á exMon, hugbúnaðarlausn Expectus.
„Harpa er með B.Sc. í Hugbúnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík en með námi starfaði hún hjá Íslenskri Erfðagreiningu.
Arnar er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed. í kennslufræðum frá Háskóla Íslands. Arnar starfaði sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík með og eftir námi ásamt kennslu við tölvunarfræðideild skólans,“ segir í tilkynningunni.