Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 08:00 Mótmælendur og lögregluþjónar í Los Angeles. AP/Ringo H.W. Chiu Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga eftir að myndbönd birtust á samfélagsmiðlum sem sýna lögregluþjón setja hné sitt á háls Floyd á meðan hann kvartaði yfir því að geta ekki andað. Lögregluþjónninn hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð. Hann og þrír aðrir hafa verið reknir. Það virðist þó ekki hafa dregið úr reiði mótmælenda og kom víða til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna í nótt. Stór mótmæli hafa átt sér stað í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna. Þau snúa ekki eingöngu að dauða Floyd heldur einnig því hve oft svartir menn eru skotnir til bana af lögregluþjónum í Bandaríkjunum eða deyja af öðrum völdum í haldi lögreglu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað til víða um Bandaríkin þar sem mótmæli hafa breyst í óeirðir. Þá hefur þjóðvarðlið verið sett í viðbragðsstöðu í Washington DC þar sem einhverjir mótmælendur hafa reynt að komast í gegnum tálma lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna. Íbúar Minneapolis reyna að slökkva eld í bíl.AP/Richard Tsong-Taatarii Í Atlanta í Georgíu kom til óeirða við höfuðstöðvar CNN í borginni, þar sem lögreglustöð er einnig í húsinu. Lögreglan þar segir minnst þrjá lögregluþjóna vera særða eftir að mótmælendur brutu rúður og köstuðu múrsteinum, flöskum og jafnvel hnífum. Í New York kom til átaka þar sem þúsundir manna mótmæltu á götum borgarinnar. Einhverjir köstuðu flöskum og rusli að lögregluþjónum sem svöruðu með piparúða. New York Times segir skemmdir hafa verið unnar á lögreglubílum og kveikt hafi verið í minnst einum þeirra. Þrátt fyrir útgöngubann í Minneapolis, þar sem Floyd dó, hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Reuters segir um 500 mótmælendur hafa hunsað útgöngubannið og mótmælt við brunarústir lögreglustöðvar sem kveikt var í á dögunum. Lögregluþjónar skutu táragasi og plastkúlum að mótmælendum til að dreifa þeim. Mótmælendur komu einnig saman við aðra lögreglustöð í borginni þar til þeim var einnig dreift með táragasi og plastkúlum. Kveikt var í nærliggjandi banka og pósthúsi. Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, hvatti fólk til að fara heim í morgun, bæði á Twitter og á blaðamannafundi. Hann sagði ástandið vera orðið hættulegt og ekki væri hægt að búa við það lengur. You need to go home. Minnesota Gov. Tim Walz delivers a late night address to his state as protests over the death of George Floyd continue in Minneapolis and around the country.Follow live updates: https://t.co/SYSCXPMlDC pic.twitter.com/2WwCYF4qLZ— CNN (@CNN) May 30, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga eftir að myndbönd birtust á samfélagsmiðlum sem sýna lögregluþjón setja hné sitt á háls Floyd á meðan hann kvartaði yfir því að geta ekki andað. Lögregluþjónninn hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð. Hann og þrír aðrir hafa verið reknir. Það virðist þó ekki hafa dregið úr reiði mótmælenda og kom víða til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna í nótt. Stór mótmæli hafa átt sér stað í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna. Þau snúa ekki eingöngu að dauða Floyd heldur einnig því hve oft svartir menn eru skotnir til bana af lögregluþjónum í Bandaríkjunum eða deyja af öðrum völdum í haldi lögreglu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað til víða um Bandaríkin þar sem mótmæli hafa breyst í óeirðir. Þá hefur þjóðvarðlið verið sett í viðbragðsstöðu í Washington DC þar sem einhverjir mótmælendur hafa reynt að komast í gegnum tálma lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna. Íbúar Minneapolis reyna að slökkva eld í bíl.AP/Richard Tsong-Taatarii Í Atlanta í Georgíu kom til óeirða við höfuðstöðvar CNN í borginni, þar sem lögreglustöð er einnig í húsinu. Lögreglan þar segir minnst þrjá lögregluþjóna vera særða eftir að mótmælendur brutu rúður og köstuðu múrsteinum, flöskum og jafnvel hnífum. Í New York kom til átaka þar sem þúsundir manna mótmæltu á götum borgarinnar. Einhverjir köstuðu flöskum og rusli að lögregluþjónum sem svöruðu með piparúða. New York Times segir skemmdir hafa verið unnar á lögreglubílum og kveikt hafi verið í minnst einum þeirra. Þrátt fyrir útgöngubann í Minneapolis, þar sem Floyd dó, hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Reuters segir um 500 mótmælendur hafa hunsað útgöngubannið og mótmælt við brunarústir lögreglustöðvar sem kveikt var í á dögunum. Lögregluþjónar skutu táragasi og plastkúlum að mótmælendum til að dreifa þeim. Mótmælendur komu einnig saman við aðra lögreglustöð í borginni þar til þeim var einnig dreift með táragasi og plastkúlum. Kveikt var í nærliggjandi banka og pósthúsi. Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, hvatti fólk til að fara heim í morgun, bæði á Twitter og á blaðamannafundi. Hann sagði ástandið vera orðið hættulegt og ekki væri hægt að búa við það lengur. You need to go home. Minnesota Gov. Tim Walz delivers a late night address to his state as protests over the death of George Floyd continue in Minneapolis and around the country.Follow live updates: https://t.co/SYSCXPMlDC pic.twitter.com/2WwCYF4qLZ— CNN (@CNN) May 30, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira