Perlur Íslands: „Ekkert annað í kring en svartur vikursandur og þögnin“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júní 2020 14:30 Telma Lucinda Tómasson við Háafoss í Þjórsárdal. Mynd/Tomáš Míček „Þjórsárdalur á sér sérstakan stað í hjarta mínu fyrir margra hluta sakir,“ segir Telma Lucinda Tómasson. Telma starfar bæði í fjölmiðlum og hestamennsku svo það kemur ekki á óvart að hennar uppáhalds ferðamannastaður tengist hestum á einhvern hátt. „Í og í kringum dalinn er gríðarleg náttúrufegurð, en hún er á köflum hrjúf, með miklum vikurbreiðum. Þarna hef ég farið um á hestum, gangandi og keyrandi, næst tek ég fjallahjólið með. Ferð í Þjórsárdalinn getur verið góður dagstúr, sé ekið úr höfuðstaðnum, áfangastaður fyrir fleiri daga eða hluti af lengra ferðalagi, enda er þar nóg að upplifa.“ Nefnir hún þar sérstaklega stórkostlegu fossana í dalnum, sem eru nokkrir. „Háifoss, sem er næsthæsti foss Íslands, og Hjálparfoss. Bæði heillandi og falleg vatnsföll. Þá er það Gjáarfoss, en hann er í Gjánni, sem er nokkurs konar vin í eyðimörkinni. Í Þjórsárdalnum eru einnig merkilegar fornleifar. Byggð var blómleg þar á öldum áður en lagðist af og eru menn ekki sammála um hvort það voru eldgos, kaldara tíðarfar eða farsóttir sem höfðu þar mest um að segja. Fornleifafræðingar hafa fundið nokkurn fjölda rústa undir öskulögum en þekktasti bærinn er Stöng, og eru fornleifarnar yfirbyggðar. Þangað er gaman að koma og hverfa aftur í tímann og ímynda sér lífið á Íslandi á miðöldum. Þjóðveldisbærinn tekur svo við gestum sem hafa áhuga á að vita meira um forfeðurna og tilveru þeirra.“ Ljósmyndarinn fékk Telmu og Dúnu Davíðson, hjá hestaleigunni Landi og hestum, til þess að sitja fyrir á hestbaki fyrir þessa fallegu töku við Hjálparfoss. Telma bendir á að öryggishjálmurinn hafi aðeins verið tekinn af fyrir myndatökuna, svo hafi hann auðvitað farið strax aftur.Mynd/Tomáš Míček Telma var sem unglingur vinnukona á bænum Vestra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi og kynnist þá fyrst þessari náttúrperlu. „Á bænum var unnið myrkrana á milli, eins og tíðkaðist í þá daga, en ég kunni því vel enda var þarna rekinn reiðskóli á sumrin og hestastelpa kunni að meta sveitalífið. Stundum var farið inn í Þjórsárdal, þá fáu frídaga sem við fengum, í sund, berjamó eða riðið á móti fjársafninu á réttardegi á haustin. Það var hápunkturinn. Síðan þá hef ég oft farið þarna um og alltaf séð eitthvað nýtt. Og svo er stutt þaðan upp á hálendið.“ Uppáhalds staður Telmu í Þjórsárdalnum, gamla sundlaugin, hefur þó verið lokuð í mörg ár sem henni þykir afar miður. „Vonandi ganga áætlanir eftir um nýjan baðstað á svæðinu með laugasvæði fyrir almenning, veitingastað og gistiaðstöðu. Gamla laugin var mjög sérstök, engir bakkar heldur skáhallir veggir á alla vegu. Það var furðulegt hvernig henni hafði verið komið fyrir þarna í auðninni, en mér var sagt að sundlaugin hafi verið gerð þegar framkvæmdir við Búrfellsvirkjun stóðu sem hæst. Vinnumenn hafi gjarnan baðað sig í náttúrlegri laug sem var þarna á staðnum og ákveðið að búa til sundlaug og veita í hana vatninu. Upphaflegu búningsklefarnir hafi verið timburgámar utan af stórum vélum sem notaðar voru í virkjuninni. Í minningu unglingsáranna eru einhverjar mínar bestu stundir í þessari laug og seinna var komið við í hestaferðum til að skola þarna af sér rykið og ferðasvitann. Í Þjórsárdalslaug var þess notið að svamla um í heita vatninu með nákvæmlega ekkert annaði í kring en svartan vikursandinn. Og þögnina.“ Telma er þáttastjórnandi í mannlífsþættinum Hestalífið hér á Vísi. Í síðasta þætti heimsótti hún Kristínu og Bjarna í Hjarðartúni. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi. Perlur Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Vestfirskur konfektkassi“ Tómas Guðbjartsson hefur ferðast um nánast allt Ísland, annað hvort gangandi eða á skíðum. Arnarfjörðurinn er samt í miklu uppáhaldi. 30. maí 2020 07:00 Perlur Íslands: Seitlandi töfraorka og stórkostleg upplifun Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar segist fá einstaka orku á Vestfjörðunum. Hún á ættir að rekja til Vestfjarða og afi hennar þekkir þar hverja þúfu. 25. maí 2020 21:00 Perlur Íslands: „Íslensk fegurð hvert sem augað leiðir þig“ Frumkvöðullinn Elísabet Gunnars á erfitt með að velja sinn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi. heimsækir Fnjóskadal á hverju ári með fjölskyldunni. 22. maí 2020 12:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið
„Þjórsárdalur á sér sérstakan stað í hjarta mínu fyrir margra hluta sakir,“ segir Telma Lucinda Tómasson. Telma starfar bæði í fjölmiðlum og hestamennsku svo það kemur ekki á óvart að hennar uppáhalds ferðamannastaður tengist hestum á einhvern hátt. „Í og í kringum dalinn er gríðarleg náttúrufegurð, en hún er á köflum hrjúf, með miklum vikurbreiðum. Þarna hef ég farið um á hestum, gangandi og keyrandi, næst tek ég fjallahjólið með. Ferð í Þjórsárdalinn getur verið góður dagstúr, sé ekið úr höfuðstaðnum, áfangastaður fyrir fleiri daga eða hluti af lengra ferðalagi, enda er þar nóg að upplifa.“ Nefnir hún þar sérstaklega stórkostlegu fossana í dalnum, sem eru nokkrir. „Háifoss, sem er næsthæsti foss Íslands, og Hjálparfoss. Bæði heillandi og falleg vatnsföll. Þá er það Gjáarfoss, en hann er í Gjánni, sem er nokkurs konar vin í eyðimörkinni. Í Þjórsárdalnum eru einnig merkilegar fornleifar. Byggð var blómleg þar á öldum áður en lagðist af og eru menn ekki sammála um hvort það voru eldgos, kaldara tíðarfar eða farsóttir sem höfðu þar mest um að segja. Fornleifafræðingar hafa fundið nokkurn fjölda rústa undir öskulögum en þekktasti bærinn er Stöng, og eru fornleifarnar yfirbyggðar. Þangað er gaman að koma og hverfa aftur í tímann og ímynda sér lífið á Íslandi á miðöldum. Þjóðveldisbærinn tekur svo við gestum sem hafa áhuga á að vita meira um forfeðurna og tilveru þeirra.“ Ljósmyndarinn fékk Telmu og Dúnu Davíðson, hjá hestaleigunni Landi og hestum, til þess að sitja fyrir á hestbaki fyrir þessa fallegu töku við Hjálparfoss. Telma bendir á að öryggishjálmurinn hafi aðeins verið tekinn af fyrir myndatökuna, svo hafi hann auðvitað farið strax aftur.Mynd/Tomáš Míček Telma var sem unglingur vinnukona á bænum Vestra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi og kynnist þá fyrst þessari náttúrperlu. „Á bænum var unnið myrkrana á milli, eins og tíðkaðist í þá daga, en ég kunni því vel enda var þarna rekinn reiðskóli á sumrin og hestastelpa kunni að meta sveitalífið. Stundum var farið inn í Þjórsárdal, þá fáu frídaga sem við fengum, í sund, berjamó eða riðið á móti fjársafninu á réttardegi á haustin. Það var hápunkturinn. Síðan þá hef ég oft farið þarna um og alltaf séð eitthvað nýtt. Og svo er stutt þaðan upp á hálendið.“ Uppáhalds staður Telmu í Þjórsárdalnum, gamla sundlaugin, hefur þó verið lokuð í mörg ár sem henni þykir afar miður. „Vonandi ganga áætlanir eftir um nýjan baðstað á svæðinu með laugasvæði fyrir almenning, veitingastað og gistiaðstöðu. Gamla laugin var mjög sérstök, engir bakkar heldur skáhallir veggir á alla vegu. Það var furðulegt hvernig henni hafði verið komið fyrir þarna í auðninni, en mér var sagt að sundlaugin hafi verið gerð þegar framkvæmdir við Búrfellsvirkjun stóðu sem hæst. Vinnumenn hafi gjarnan baðað sig í náttúrlegri laug sem var þarna á staðnum og ákveðið að búa til sundlaug og veita í hana vatninu. Upphaflegu búningsklefarnir hafi verið timburgámar utan af stórum vélum sem notaðar voru í virkjuninni. Í minningu unglingsáranna eru einhverjar mínar bestu stundir í þessari laug og seinna var komið við í hestaferðum til að skola þarna af sér rykið og ferðasvitann. Í Þjórsárdalslaug var þess notið að svamla um í heita vatninu með nákvæmlega ekkert annaði í kring en svartan vikursandinn. Og þögnina.“ Telma er þáttastjórnandi í mannlífsþættinum Hestalífið hér á Vísi. Í síðasta þætti heimsótti hún Kristínu og Bjarna í Hjarðartúni. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Vestfirskur konfektkassi“ Tómas Guðbjartsson hefur ferðast um nánast allt Ísland, annað hvort gangandi eða á skíðum. Arnarfjörðurinn er samt í miklu uppáhaldi. 30. maí 2020 07:00 Perlur Íslands: Seitlandi töfraorka og stórkostleg upplifun Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar segist fá einstaka orku á Vestfjörðunum. Hún á ættir að rekja til Vestfjarða og afi hennar þekkir þar hverja þúfu. 25. maí 2020 21:00 Perlur Íslands: „Íslensk fegurð hvert sem augað leiðir þig“ Frumkvöðullinn Elísabet Gunnars á erfitt með að velja sinn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi. heimsækir Fnjóskadal á hverju ári með fjölskyldunni. 22. maí 2020 12:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið
Perlur Íslands: „Vestfirskur konfektkassi“ Tómas Guðbjartsson hefur ferðast um nánast allt Ísland, annað hvort gangandi eða á skíðum. Arnarfjörðurinn er samt í miklu uppáhaldi. 30. maí 2020 07:00
Perlur Íslands: Seitlandi töfraorka og stórkostleg upplifun Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar segist fá einstaka orku á Vestfjörðunum. Hún á ættir að rekja til Vestfjarða og afi hennar þekkir þar hverja þúfu. 25. maí 2020 21:00
Perlur Íslands: „Íslensk fegurð hvert sem augað leiðir þig“ Frumkvöðullinn Elísabet Gunnars á erfitt með að velja sinn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi. heimsækir Fnjóskadal á hverju ári með fjölskyldunni. 22. maí 2020 12:00