Michael Jordan tjáir sig um morðið á George Floyd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 12:30 Michael Jordan hefur fengið sig fullsaddan af ofbeldinu sem er inngróið í bandarískt samfélag. Vísir/AP Michael Jordan, einn frægasti íþróttamaður allra tíma, og eigandi Charlotte Bobcats í NBA-deildinni hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar mótmælanna og óeirðanna í Bandaríkjunum. Jordan hefur ekki verið þekktur fyrir að tjá sig um eldfim málefni en í þáttunum The Last Dance á Netflix sagði hann til að mynda „Republicans buy sneakers too“ eða einfaldlega repúblikanar kaupa líka strigaskó. Er hann þar að vitna í Air Jordan merki sitt sem er líklega ein vinsælasta fatalína Nike. Nú virðist sem Jordan hafi fengið nóg enda hafa Bandaríkin nánast staðið í ljósum logum síðan George Floyd var myrtur af lögreglumanni í Minneapolis. Gaf hann út eftirfarandi tilkynningu í gegnum Twitter-síðu sína. Statement from Michael Jordan: pic.twitter.com/lWkZOf1Tmr— Jordan (@Jumpman23) May 31, 2020 „Ég er sorgmæddur og einfaldlega reiður. Ég stend með þeim sem hafa ákveðið að stíga upp gegn þessari áralöngu kúgun. Kynþáttafordómar og ofbeldi í garð litaðs fólks er rótgróið vandamál í Bandaríkjunum og nú höfum við einfaldlega fengið nóg,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Jordan. „Við þurfum öll að vera hluti af lausninni og við verðum að vinna saman í átt að réttlæti fyrir alla,“ segir hann ennfremur. Þá birti Nike mjög áhrifamikla auglýsingu sem sjá má hér að neðan. Be a part of the change. #JUMPMAN pic.twitter.com/wtxsv7Jhwg— Jordan (@Jumpman23) May 29, 2020 Körfubolti Bandaríkin NBA Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Clippers og Lakers standa saman gegn kynþáttafordómum NBA-liðin LA Clippers og LA Lakers hafa gefið út tilkynningar þar sem þau fordæma kynþáttahatur en það hefur verið í brennidepli í Bandaríkjunum síðustu daga. 1. júní 2020 09:00 Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. 31. maí 2020 18:00 Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Michael Jordan, einn frægasti íþróttamaður allra tíma, og eigandi Charlotte Bobcats í NBA-deildinni hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar mótmælanna og óeirðanna í Bandaríkjunum. Jordan hefur ekki verið þekktur fyrir að tjá sig um eldfim málefni en í þáttunum The Last Dance á Netflix sagði hann til að mynda „Republicans buy sneakers too“ eða einfaldlega repúblikanar kaupa líka strigaskó. Er hann þar að vitna í Air Jordan merki sitt sem er líklega ein vinsælasta fatalína Nike. Nú virðist sem Jordan hafi fengið nóg enda hafa Bandaríkin nánast staðið í ljósum logum síðan George Floyd var myrtur af lögreglumanni í Minneapolis. Gaf hann út eftirfarandi tilkynningu í gegnum Twitter-síðu sína. Statement from Michael Jordan: pic.twitter.com/lWkZOf1Tmr— Jordan (@Jumpman23) May 31, 2020 „Ég er sorgmæddur og einfaldlega reiður. Ég stend með þeim sem hafa ákveðið að stíga upp gegn þessari áralöngu kúgun. Kynþáttafordómar og ofbeldi í garð litaðs fólks er rótgróið vandamál í Bandaríkjunum og nú höfum við einfaldlega fengið nóg,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Jordan. „Við þurfum öll að vera hluti af lausninni og við verðum að vinna saman í átt að réttlæti fyrir alla,“ segir hann ennfremur. Þá birti Nike mjög áhrifamikla auglýsingu sem sjá má hér að neðan. Be a part of the change. #JUMPMAN pic.twitter.com/wtxsv7Jhwg— Jordan (@Jumpman23) May 29, 2020
Körfubolti Bandaríkin NBA Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Clippers og Lakers standa saman gegn kynþáttafordómum NBA-liðin LA Clippers og LA Lakers hafa gefið út tilkynningar þar sem þau fordæma kynþáttahatur en það hefur verið í brennidepli í Bandaríkjunum síðustu daga. 1. júní 2020 09:00 Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. 31. maí 2020 18:00 Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Clippers og Lakers standa saman gegn kynþáttafordómum NBA-liðin LA Clippers og LA Lakers hafa gefið út tilkynningar þar sem þau fordæma kynþáttahatur en það hefur verið í brennidepli í Bandaríkjunum síðustu daga. 1. júní 2020 09:00
Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. 31. maí 2020 18:00
Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35
Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00
Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45