Dion Acoff, sem varð Íslandsmeistari með Val árin 2017 og 2018 hefur komist að samkomulagi við knattspyrnudeild Þróttar Reykjavíkur um að leika með liðinu í Lengjudeildinni [næst efstu deild] í sumar.
Greindi félagið frá þessu á Twitter-síðu sinni en Acoff lék með liðinu árin 2015 og 2016.
Bandaríski leikmaðurinn Dion Acoff og knattspyrnudeild Þróttar hafa gert samning þess efnis að leikmaðurinn leiki með liðinu í sumar. Við bjóðum Dion hjartanlega velkominn í Dalinn að nýju og hlökkum til að sjá hann í Þróttaratreyjunni á ný. #Hjartaðíreykjavík #Lifi pic.twitter.com/1mASNmgRIu
— Þróttur (@throtturrvk) June 1, 2020
Ljóst er að Dion mun styrkja lið Þróttar til muna en liðið rétt slapp við fall eftir markalaust jafntefli við Aftureldingu í síðustu umferð B-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Alls lék Dion 86 leiki fyrir Þrótt Reykjavík og Val áður en hann samdi við finnska félagið SJK í febrúar á síðasta ári. Honum gefur greinilega ekki litist nægilega vel á finnskan lífstíl og er snú snúinn aftur í Laugardalinn.