Fyrstu tvær keppnir formúlutímabilsins fara fram á sömu brautinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 10:15 Lewis Hamilton hefur titilvörn sína í Austurríki 5. júlí næstkomandi. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Formúlan ætti að vera byrjuðu fyrir mörgum mánuðum en hún átti að hefjast þegar kórónufaraldurinn stoppaði alla íþróttaviðburði í marsmánuði. Fyrsti kappakstur tímabilsins átti að fara fram í Ástralíu 15. mars en keppni var frestað aðeins nokkrum klukkutímum fyrir ræsingu. Öllum keppnum í formúlu eitt var síðan frestað og fljótlega varð það ljóst að ekki væri hægt að koma þeim öllum fyrir þegar keppni gæti hafist á nýjan leik. The 2020 Formula 1 season is poised to start on July 5 with the Austrian GP the first of eight behind-closed-door European races in 10 weeks.— Sky Sports (@SkySports) June 2, 2020 Formúlu eitt tímabilið hefst 5. júlí næstkomandi með keppni í Austurríki og átta keppnir munu fara fram á tíu vikum. Engir áhorfendur verða leyfðir á þessum keppnum. Allar þessar keppni munu fara fram í Evrópu og á sex brautum. Það fara nefnilega fram tvær keppnir í Austurríki og á Silverstone brautinni í Englandi. Átta keppnir eru algjört lágmark til krýna heimsmeistara í formúlu eitt en forráðamenn formúlunnar ætla sér að bæta við keppnum seinna á tímabilinu. Tímabilið mun því fara eitthvað lengra inn á veturinn. 2020 tímabilið í formúlu eitt: 5. júlí - Spielberg brautin í Austurríki 12. júlí - Spielberg brautin í Austurríki 19. júlí - Búdapest í Ungverjalandi 2. ágúst - Silverstone brautin í Bretlandi 9. ágúst - Silverstone brautin í Bretlandi 16. ágúst - Barcelona á Spáni 30. ágúst - Spa-Francorchamps brautin í Belgíu 6. september - Monza brautin á Ítalíu Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlan ætti að vera byrjuðu fyrir mörgum mánuðum en hún átti að hefjast þegar kórónufaraldurinn stoppaði alla íþróttaviðburði í marsmánuði. Fyrsti kappakstur tímabilsins átti að fara fram í Ástralíu 15. mars en keppni var frestað aðeins nokkrum klukkutímum fyrir ræsingu. Öllum keppnum í formúlu eitt var síðan frestað og fljótlega varð það ljóst að ekki væri hægt að koma þeim öllum fyrir þegar keppni gæti hafist á nýjan leik. The 2020 Formula 1 season is poised to start on July 5 with the Austrian GP the first of eight behind-closed-door European races in 10 weeks.— Sky Sports (@SkySports) June 2, 2020 Formúlu eitt tímabilið hefst 5. júlí næstkomandi með keppni í Austurríki og átta keppnir munu fara fram á tíu vikum. Engir áhorfendur verða leyfðir á þessum keppnum. Allar þessar keppni munu fara fram í Evrópu og á sex brautum. Það fara nefnilega fram tvær keppnir í Austurríki og á Silverstone brautinni í Englandi. Átta keppnir eru algjört lágmark til krýna heimsmeistara í formúlu eitt en forráðamenn formúlunnar ætla sér að bæta við keppnum seinna á tímabilinu. Tímabilið mun því fara eitthvað lengra inn á veturinn. 2020 tímabilið í formúlu eitt: 5. júlí - Spielberg brautin í Austurríki 12. júlí - Spielberg brautin í Austurríki 19. júlí - Búdapest í Ungverjalandi 2. ágúst - Silverstone brautin í Bretlandi 9. ágúst - Silverstone brautin í Bretlandi 16. ágúst - Barcelona á Spáni 30. ágúst - Spa-Francorchamps brautin í Belgíu 6. september - Monza brautin á Ítalíu
2020 tímabilið í formúlu eitt: 5. júlí - Spielberg brautin í Austurríki 12. júlí - Spielberg brautin í Austurríki 19. júlí - Búdapest í Ungverjalandi 2. ágúst - Silverstone brautin í Bretlandi 9. ágúst - Silverstone brautin í Bretlandi 16. ágúst - Barcelona á Spáni 30. ágúst - Spa-Francorchamps brautin í Belgíu 6. september - Monza brautin á Ítalíu
Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira