Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2020 16:39 Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. AP/Matt Rourke Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. Mikil mótmæli hafa blossað upp víða um Bandaríkin undanfarna daga eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður þrýsti hné sínu á háls hans í fleiri mínútur í Minneapolis í síðustu viku. Drápið á Floyd er eitt af mýmörgum atvikum þar sem hvítir lögreglumenn hafa valdið dauða óvopnaðra blökkumanna undanfarin ár. Óeirðir og gripdeildir hafa fylgt mótmælunum sums staðar en lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir ofsafengin viðbrögð og ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum. Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta mótmælendum og óeirðaseggjum með ofbeldi. Í ávarpi við Hvíta húsið í gærkvöldi hótaði forsetinn meðal annars að siga hernum á mótmælendur. Joe Biden, sem að öllum líkindum verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningum í nóvember, hélt til Fíladelfíu í dag. þar sem hann hélt sína fyrstu ræðu utan heimaríkis síns Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Þar hét Biden því að græða sár bandarísku þjóðarinnar. „Landið kallar eftir forystu, forystu sem getur sameinað okkur,“ sagði Biden í ávarpi sínu. Lýsti hann dauða Floyd sem vakningu fyrir þjóðina um að hún yrði að bregðast við kerfisbundinni kynþáttahyggju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki látið þetta augnablik hjá líða haldandi að við getum snúið okkur í burtu og gert ekkert. Við getum ekki gert það,“ sagði Biden sem lofaði að ala hvorki á ótta né sundrung sem forseti. Heimsókn Trump forseta fyrir utan St. John‘s-kirkjuna í Washington-borg varð Biden sérstakt tilefni til gagnrýni. Trump lét rýma Lafayette-torg á milli Hvíta hússins og kirkjunnar til að hann gæti látið mynda sig með Biblíuna þar. Herlögreglumenn skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum til að reka þá af torginu. „Okkur gæti fyrirgefist að halda að forsetinn hefði meiri áhuga á völdum en á grunngildum,“ sagði Biden um Trump. Dauði George Floyd Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. Mikil mótmæli hafa blossað upp víða um Bandaríkin undanfarna daga eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður þrýsti hné sínu á háls hans í fleiri mínútur í Minneapolis í síðustu viku. Drápið á Floyd er eitt af mýmörgum atvikum þar sem hvítir lögreglumenn hafa valdið dauða óvopnaðra blökkumanna undanfarin ár. Óeirðir og gripdeildir hafa fylgt mótmælunum sums staðar en lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir ofsafengin viðbrögð og ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum. Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta mótmælendum og óeirðaseggjum með ofbeldi. Í ávarpi við Hvíta húsið í gærkvöldi hótaði forsetinn meðal annars að siga hernum á mótmælendur. Joe Biden, sem að öllum líkindum verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningum í nóvember, hélt til Fíladelfíu í dag. þar sem hann hélt sína fyrstu ræðu utan heimaríkis síns Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Þar hét Biden því að græða sár bandarísku þjóðarinnar. „Landið kallar eftir forystu, forystu sem getur sameinað okkur,“ sagði Biden í ávarpi sínu. Lýsti hann dauða Floyd sem vakningu fyrir þjóðina um að hún yrði að bregðast við kerfisbundinni kynþáttahyggju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki látið þetta augnablik hjá líða haldandi að við getum snúið okkur í burtu og gert ekkert. Við getum ekki gert það,“ sagði Biden sem lofaði að ala hvorki á ótta né sundrung sem forseti. Heimsókn Trump forseta fyrir utan St. John‘s-kirkjuna í Washington-borg varð Biden sérstakt tilefni til gagnrýni. Trump lét rýma Lafayette-torg á milli Hvíta hússins og kirkjunnar til að hann gæti látið mynda sig með Biblíuna þar. Herlögreglumenn skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum til að reka þá af torginu. „Okkur gæti fyrirgefist að halda að forsetinn hefði meiri áhuga á völdum en á grunngildum,“ sagði Biden um Trump.
Dauði George Floyd Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55