Var á botni laugarinnar í sjö mínútur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2020 18:30 Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Stöð 2 Eldri karlmaður sem lést í sundlauginni á Selfoss í gær hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. Deildarstjóri hjá Árborg segir allt verða gert til að komast að því hvers vegna maðurinn var svo lengi í kafi. Um klukkan hálf ellefu í gærmorgun urðu tíu ára gamlir sundlaugargestir varir við 86 ára gamlan mann á botni innilaugarinnar. Mikill viðbúnaður fór þá af stað, byggingin var rýmd, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en dánarorsök liggur ekki enn fyrir. Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að maðurinn hafði legið á botni laugarinnar í um sjö mínútur áður en hann var dreginn upp úr. Gerðist á vaktaskiptaskiptatíma sundlaugarvarða „Það gerist eitthvað hjá honum sem gerir það að verkum að hann lendir undir vatni og síðan þegar það er skoðað kemur í ljós að hann er undir vatni í um sjö mínútur áður en hann er tekinn upp úr,“ segir Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Voru sundlaugarverðir ekki til taks þegar þetta átti sér stað? „Það er í rauninni þannig hjá okkur að við erum með fimm sundlaugarverði í húsinu hjá okkur og þeir skipta á hálftíma fresti og slysið er að gerast í kring um vaktaskipti. Hvort að og hvernig áhrif það hefur á málið er það sem við erum að skoða með heilbrigðiseftirlitinu og lögreglu. Bara hvað gerir það að verkum að hann í sjö mínútur í vatninu,“ segir Bragi. Ömurleg lífsreynsla Hann segir að það sé í algjörum forgangi að komast að því hvers vegna fór sem fór. „Þetta er ömurleg lífsreynsla sem maður óskar engum að lenda í og við viljum aldrei lenda í þessu aftur þannig við ætlum að gera allt sem við getum til að laga, ef það er eitthvað sem við getum lagað. Þannig að sundlaugin sé örugg. Við viljum hafa sundlaugina örugga þannig að fólki líði vel hjá okkur,“ segir Bragi. Börnin fengu áfallahjálp Málið hafi tekið mikið á starfsmenn og börnin sem fundu manninn. Mörg börn hafi orðið vitni að atvikinu en í gær máttu börn fædd árið 2010 fara í fyrsta skipti í sund án fylgdarmanns. Börnin fengu áfallahjálp. „Við unnum það strax með Rauða krossinum að hafa samband við þau. Við fengum viðbrögð frá foreldrunum því að þetta er lítið samfélag og við þekkjumst vel. Mörg þeirra komu til okkar aftur í gær og fengu upplýsingar og einhverjir fóru strax ofan í að leika sér sem er auðvitað mjög ánægjulegt því maður vill auðvitað ekki að þau séu í áfalli til lengri tíma,“ segir Bragi. Árborg Lögreglumál Sundlaugar Tengdar fréttir Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19 Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Fiskveiðistjórnun, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Eldri karlmaður sem lést í sundlauginni á Selfoss í gær hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. Deildarstjóri hjá Árborg segir allt verða gert til að komast að því hvers vegna maðurinn var svo lengi í kafi. Um klukkan hálf ellefu í gærmorgun urðu tíu ára gamlir sundlaugargestir varir við 86 ára gamlan mann á botni innilaugarinnar. Mikill viðbúnaður fór þá af stað, byggingin var rýmd, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en dánarorsök liggur ekki enn fyrir. Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að maðurinn hafði legið á botni laugarinnar í um sjö mínútur áður en hann var dreginn upp úr. Gerðist á vaktaskiptaskiptatíma sundlaugarvarða „Það gerist eitthvað hjá honum sem gerir það að verkum að hann lendir undir vatni og síðan þegar það er skoðað kemur í ljós að hann er undir vatni í um sjö mínútur áður en hann er tekinn upp úr,“ segir Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Voru sundlaugarverðir ekki til taks þegar þetta átti sér stað? „Það er í rauninni þannig hjá okkur að við erum með fimm sundlaugarverði í húsinu hjá okkur og þeir skipta á hálftíma fresti og slysið er að gerast í kring um vaktaskipti. Hvort að og hvernig áhrif það hefur á málið er það sem við erum að skoða með heilbrigðiseftirlitinu og lögreglu. Bara hvað gerir það að verkum að hann í sjö mínútur í vatninu,“ segir Bragi. Ömurleg lífsreynsla Hann segir að það sé í algjörum forgangi að komast að því hvers vegna fór sem fór. „Þetta er ömurleg lífsreynsla sem maður óskar engum að lenda í og við viljum aldrei lenda í þessu aftur þannig við ætlum að gera allt sem við getum til að laga, ef það er eitthvað sem við getum lagað. Þannig að sundlaugin sé örugg. Við viljum hafa sundlaugina örugga þannig að fólki líði vel hjá okkur,“ segir Bragi. Börnin fengu áfallahjálp Málið hafi tekið mikið á starfsmenn og börnin sem fundu manninn. Mörg börn hafi orðið vitni að atvikinu en í gær máttu börn fædd árið 2010 fara í fyrsta skipti í sund án fylgdarmanns. Börnin fengu áfallahjálp. „Við unnum það strax með Rauða krossinum að hafa samband við þau. Við fengum viðbrögð frá foreldrunum því að þetta er lítið samfélag og við þekkjumst vel. Mörg þeirra komu til okkar aftur í gær og fengu upplýsingar og einhverjir fóru strax ofan í að leika sér sem er auðvitað mjög ánægjulegt því maður vill auðvitað ekki að þau séu í áfalli til lengri tíma,“ segir Bragi.
Árborg Lögreglumál Sundlaugar Tengdar fréttir Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19 Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Fiskveiðistjórnun, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19
Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30