Var á botni laugarinnar í sjö mínútur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2020 18:30 Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Stöð 2 Eldri karlmaður sem lést í sundlauginni á Selfoss í gær hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. Deildarstjóri hjá Árborg segir allt verða gert til að komast að því hvers vegna maðurinn var svo lengi í kafi. Um klukkan hálf ellefu í gærmorgun urðu tíu ára gamlir sundlaugargestir varir við 86 ára gamlan mann á botni innilaugarinnar. Mikill viðbúnaður fór þá af stað, byggingin var rýmd, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en dánarorsök liggur ekki enn fyrir. Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að maðurinn hafði legið á botni laugarinnar í um sjö mínútur áður en hann var dreginn upp úr. Gerðist á vaktaskiptaskiptatíma sundlaugarvarða „Það gerist eitthvað hjá honum sem gerir það að verkum að hann lendir undir vatni og síðan þegar það er skoðað kemur í ljós að hann er undir vatni í um sjö mínútur áður en hann er tekinn upp úr,“ segir Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Voru sundlaugarverðir ekki til taks þegar þetta átti sér stað? „Það er í rauninni þannig hjá okkur að við erum með fimm sundlaugarverði í húsinu hjá okkur og þeir skipta á hálftíma fresti og slysið er að gerast í kring um vaktaskipti. Hvort að og hvernig áhrif það hefur á málið er það sem við erum að skoða með heilbrigðiseftirlitinu og lögreglu. Bara hvað gerir það að verkum að hann í sjö mínútur í vatninu,“ segir Bragi. Ömurleg lífsreynsla Hann segir að það sé í algjörum forgangi að komast að því hvers vegna fór sem fór. „Þetta er ömurleg lífsreynsla sem maður óskar engum að lenda í og við viljum aldrei lenda í þessu aftur þannig við ætlum að gera allt sem við getum til að laga, ef það er eitthvað sem við getum lagað. Þannig að sundlaugin sé örugg. Við viljum hafa sundlaugina örugga þannig að fólki líði vel hjá okkur,“ segir Bragi. Börnin fengu áfallahjálp Málið hafi tekið mikið á starfsmenn og börnin sem fundu manninn. Mörg börn hafi orðið vitni að atvikinu en í gær máttu börn fædd árið 2010 fara í fyrsta skipti í sund án fylgdarmanns. Börnin fengu áfallahjálp. „Við unnum það strax með Rauða krossinum að hafa samband við þau. Við fengum viðbrögð frá foreldrunum því að þetta er lítið samfélag og við þekkjumst vel. Mörg þeirra komu til okkar aftur í gær og fengu upplýsingar og einhverjir fóru strax ofan í að leika sér sem er auðvitað mjög ánægjulegt því maður vill auðvitað ekki að þau séu í áfalli til lengri tíma,“ segir Bragi. Árborg Lögreglumál Sundlaugar Tengdar fréttir Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19 Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Eldri karlmaður sem lést í sundlauginni á Selfoss í gær hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. Deildarstjóri hjá Árborg segir allt verða gert til að komast að því hvers vegna maðurinn var svo lengi í kafi. Um klukkan hálf ellefu í gærmorgun urðu tíu ára gamlir sundlaugargestir varir við 86 ára gamlan mann á botni innilaugarinnar. Mikill viðbúnaður fór þá af stað, byggingin var rýmd, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en dánarorsök liggur ekki enn fyrir. Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að maðurinn hafði legið á botni laugarinnar í um sjö mínútur áður en hann var dreginn upp úr. Gerðist á vaktaskiptaskiptatíma sundlaugarvarða „Það gerist eitthvað hjá honum sem gerir það að verkum að hann lendir undir vatni og síðan þegar það er skoðað kemur í ljós að hann er undir vatni í um sjö mínútur áður en hann er tekinn upp úr,“ segir Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Voru sundlaugarverðir ekki til taks þegar þetta átti sér stað? „Það er í rauninni þannig hjá okkur að við erum með fimm sundlaugarverði í húsinu hjá okkur og þeir skipta á hálftíma fresti og slysið er að gerast í kring um vaktaskipti. Hvort að og hvernig áhrif það hefur á málið er það sem við erum að skoða með heilbrigðiseftirlitinu og lögreglu. Bara hvað gerir það að verkum að hann í sjö mínútur í vatninu,“ segir Bragi. Ömurleg lífsreynsla Hann segir að það sé í algjörum forgangi að komast að því hvers vegna fór sem fór. „Þetta er ömurleg lífsreynsla sem maður óskar engum að lenda í og við viljum aldrei lenda í þessu aftur þannig við ætlum að gera allt sem við getum til að laga, ef það er eitthvað sem við getum lagað. Þannig að sundlaugin sé örugg. Við viljum hafa sundlaugina örugga þannig að fólki líði vel hjá okkur,“ segir Bragi. Börnin fengu áfallahjálp Málið hafi tekið mikið á starfsmenn og börnin sem fundu manninn. Mörg börn hafi orðið vitni að atvikinu en í gær máttu börn fædd árið 2010 fara í fyrsta skipti í sund án fylgdarmanns. Börnin fengu áfallahjálp. „Við unnum það strax með Rauða krossinum að hafa samband við þau. Við fengum viðbrögð frá foreldrunum því að þetta er lítið samfélag og við þekkjumst vel. Mörg þeirra komu til okkar aftur í gær og fengu upplýsingar og einhverjir fóru strax ofan í að leika sér sem er auðvitað mjög ánægjulegt því maður vill auðvitað ekki að þau séu í áfalli til lengri tíma,“ segir Bragi.
Árborg Lögreglumál Sundlaugar Tengdar fréttir Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19 Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19
Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30