Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2020 20:00 Lilja Alfreðsdóttir skipaði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir útlit fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi á umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu sem ekki fékk stöðuna. Forsætisráðherra segir hægt að gera betur í að fækka brotum á jafnréttislögum. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu þegar Páll Magnússon fyrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknarflokksins var skipaður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á nýlegt svar forsætisráðherra við fyrirspurn hennar þar sem fram hefði komið að frá því jafnréttislög voru sett árið 2009 hafi stofnanir ríkisins brotið jafnréttislög á átján konum og sjö karlmönnum. „Hvernig ætlar hæstvirtur forsætisráðherra, ráðherra jafnréttismála, að bregðast hér við.Það er nefninlega af rökstuðningi nefndarinnar erfitt að draga aðra ályktun en að hér sé um ásetningsbrot að ræða,“ sagði Hanna Katrín. Þingflokksformaður Viðreisnar segir brotið á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur eitt versta dæmið um brot ríkisisstofnana á jafnréttislögum á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði menntamálaráðherra hafa upplýst ríkisstjórnina um þennan úrskurð í morgun og hyggðist ræða málið á næsta ríkisstjórnarfundi. Tuttugu og fimm brot á undanförnum árum vekti spurningar um hvort leiðsögn úrskurðarnefndar hafi ekki verið nýtt til betrumbóta. „Getum við gert betur í því? Það er eitt af því sem við verðum að ræða sérstaklega í tengslum við heildarendurskoðun jafnréttislaga sem ég hyggst leggja hér fram á komandi haustþingi,“ sagði Katrín. Hanna Katrín sagði Hafdísi Höllu hafa verið neitað um gögn sem stuðst hafi verið við þegar Páll var skipaður vegna persónulegra hagsmuna þriðja aðila. Það vekti spurningar um hagsmuni hverra væri verið að verja. Forsætisráðherra boðar frumvarp til heildarendurskoðunar jafnréttirlaga á haustþingi.Vísir/Vilhelm „Þetta dæmi er einfaldlega eitt af þeim verri sem við höfum séð. Þaðer ekki hægt að líta á þetta öðruvísi en falleinkun til stjórnvalda. Ég veit aðþetta á sér stað yfir langt tímabil. Þaðer ekki eingöngu þessi ríkisstjórn hér en þetta gengur ekki lengur svona,“ sagði Hanna Katrín. Forsætisráðherra sagði margt hafa verið unnið íjafnréttismálum ítíð ríkisstjórnarinnar. „En ég held aðí stóru myndinni, þegar við tökum þáúrskurði sem falliðhafa að hálfu kærunefndar jafnréttismála, skipti máli að við íhugum hvernig við getum staðiðokkur betur í að leiðsegja stjórnsýslunni til aðkoma í veg fyrir brot,“ sagði Katrín Jakobsdóttir og ítrekaði að brotin væru of mörg. Jafnréttismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Þingflokksformaður Viðreisnar segir útlit fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi á umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu sem ekki fékk stöðuna. Forsætisráðherra segir hægt að gera betur í að fækka brotum á jafnréttislögum. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu þegar Páll Magnússon fyrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknarflokksins var skipaður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á nýlegt svar forsætisráðherra við fyrirspurn hennar þar sem fram hefði komið að frá því jafnréttislög voru sett árið 2009 hafi stofnanir ríkisins brotið jafnréttislög á átján konum og sjö karlmönnum. „Hvernig ætlar hæstvirtur forsætisráðherra, ráðherra jafnréttismála, að bregðast hér við.Það er nefninlega af rökstuðningi nefndarinnar erfitt að draga aðra ályktun en að hér sé um ásetningsbrot að ræða,“ sagði Hanna Katrín. Þingflokksformaður Viðreisnar segir brotið á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur eitt versta dæmið um brot ríkisisstofnana á jafnréttislögum á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði menntamálaráðherra hafa upplýst ríkisstjórnina um þennan úrskurð í morgun og hyggðist ræða málið á næsta ríkisstjórnarfundi. Tuttugu og fimm brot á undanförnum árum vekti spurningar um hvort leiðsögn úrskurðarnefndar hafi ekki verið nýtt til betrumbóta. „Getum við gert betur í því? Það er eitt af því sem við verðum að ræða sérstaklega í tengslum við heildarendurskoðun jafnréttislaga sem ég hyggst leggja hér fram á komandi haustþingi,“ sagði Katrín. Hanna Katrín sagði Hafdísi Höllu hafa verið neitað um gögn sem stuðst hafi verið við þegar Páll var skipaður vegna persónulegra hagsmuna þriðja aðila. Það vekti spurningar um hagsmuni hverra væri verið að verja. Forsætisráðherra boðar frumvarp til heildarendurskoðunar jafnréttirlaga á haustþingi.Vísir/Vilhelm „Þetta dæmi er einfaldlega eitt af þeim verri sem við höfum séð. Þaðer ekki hægt að líta á þetta öðruvísi en falleinkun til stjórnvalda. Ég veit aðþetta á sér stað yfir langt tímabil. Þaðer ekki eingöngu þessi ríkisstjórn hér en þetta gengur ekki lengur svona,“ sagði Hanna Katrín. Forsætisráðherra sagði margt hafa verið unnið íjafnréttismálum ítíð ríkisstjórnarinnar. „En ég held aðí stóru myndinni, þegar við tökum þáúrskurði sem falliðhafa að hálfu kærunefndar jafnréttismála, skipti máli að við íhugum hvernig við getum staðiðokkur betur í að leiðsegja stjórnsýslunni til aðkoma í veg fyrir brot,“ sagði Katrín Jakobsdóttir og ítrekaði að brotin væru of mörg.
Jafnréttismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira