Ekki bjartsýn á að Þjóðhátíð verði með hefðbundnu sniði Sylvía Hall skrifar 3. júní 2020 09:00 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Jói K. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, telur ólíklegt að Þjóðhátíð fari fram í sömu mynd og hún hefur verið haldin undanfarin ár. Það séu þó allar líkur á því að hátíðin verði haldin, enda hafi hún verið haldin samfleytt frá árinu 1874. „Við áttum okkur öll á því að þetta sumar verður öðruvísi en ég hef sagt það áður að Þjóðhátíðin er í okkar huga líka menningarhátíð, það er búið að halda hana síðan 1874 þannig hún er ekki svo auðveldlega slegin af,“ sagði Íris í viðtali við Bítið í morgun. Það sé þó ekki undir henni komið að taka þá ákvörðun en í ljósi aðstæðna virðist vera ljóst að breytinga sé þörf á útfærslunni í ár. „Menn hafa ekki blásið neitt af enn þá, en ég náttúrulega er ekki bjartsýn á að það verði haldin þessi hefðbundna Þjóðhátíð.“ Hún býst því ekki við að sjá 17 þúsund manns safnast saman í brekkunni þetta árið. Ef tekið er tillit til þeirra takmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins er ljóst að sú útfærsla gengi ekki upp, og í ofanálag má skemmtanahald ekki vera lengur 23. „Ég held að það yrði pínu erfitt að sópa út úr dalnum klukkan ellefu.“ Gosið kom ekki í veg fyrir Þjóðhátíð Hún segir menningarlegt gildi Þjóðhátíðar vera gríðarlega mikið, sérstaklega fyrir Vestmanneyinga. Því sé ekki hlaupið til og frestað hátíðinni þó útlitið sé slæmt heldur beðið átekta og reynt að tryggja það að hún geti farið fram með einhverjum hætti. „Það er auðvitað búið að halda Þjóðhátíðina [frá 1874]. Það var haldin Þjóðhátíð 1973, með allt öðrum hætti, en hún var haldin.“ Að sögn Írisar hefur veturinn verið erfiður fyrir Vestmanneyinga og því sé allt kapp lagt á það að stórir menningarviðburðir geti farið fram, til að mynda Goslokahátíðin og stærri íþróttamót. Bærinn hafi verið gagnrýndur fyrir þá stefnu en það sé mikilvægt fyrir samfélagið. „Við ætlum að reyna að gera þetta, þetta er búið að vera erfiður vetur og fólkið okkar þarf svolítið tilbreytingu. Það verður eins með Þjóðhátíð og Goslokahátíðina, það verður að sníða sér stakk eftir vexti og það kæmi mér mjög á óvart ef henni yrði algjörlega aflýst,“ segir Íris. Íþróttamótin á sínum stað Þá stendur sömuleiðis til að halda þau íþróttamót sem voru á dagskrá í bæjarfélaginu í sumar. Einhverjar breytingar verða þó gerðar svo öllum tilmælum yfirvalda sé fylgt. „Þetta sumar verður náttúrulega svolítið öðruvísi en öll önnur en það eru engar takmarkanir börnum og íþróttaiðkun barna. Það er búið að vinna þetta í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnir og allt það, þannig að þetta er bara unnið eins og önnur fótboltamót á Íslandi verða í sumar.“ Hún segir breyttar reglur snúa einna helst að skemmtunum og öðru sem mótunum fylgir. Leikirnir sjálfir fari fram með hefðbundnu sniði en kvöldvökum og matartímum fylgi strangari reglur til þess að koma í veg fyrir smithættu. „Foreldrar eru ekki að koma inn á þessu stóru viðburði, og það er verið að hugsa verðlaunaafhendingu og annað öðruvísi,“ segir Íris og bætir við að það sé viðbragðsáætlun sem fylgi mótunum. Fyrst og fremst sé þó ánægjulegt að mótin fari fram. „Það gengur vel og börnin eru spennt, enda er gríðarlega gaman að koma til Vestmannaeyja.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Írisi í fullri lengd. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Bítið Tengdar fréttir Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun Orkumótið í Eyjum verður haldið 24.-27. júní í sumar og mun það verða með sama sniði og undanfarin ár. 6. maí 2020 14:58 Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. 14. apríl 2020 18:01 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, telur ólíklegt að Þjóðhátíð fari fram í sömu mynd og hún hefur verið haldin undanfarin ár. Það séu þó allar líkur á því að hátíðin verði haldin, enda hafi hún verið haldin samfleytt frá árinu 1874. „Við áttum okkur öll á því að þetta sumar verður öðruvísi en ég hef sagt það áður að Þjóðhátíðin er í okkar huga líka menningarhátíð, það er búið að halda hana síðan 1874 þannig hún er ekki svo auðveldlega slegin af,“ sagði Íris í viðtali við Bítið í morgun. Það sé þó ekki undir henni komið að taka þá ákvörðun en í ljósi aðstæðna virðist vera ljóst að breytinga sé þörf á útfærslunni í ár. „Menn hafa ekki blásið neitt af enn þá, en ég náttúrulega er ekki bjartsýn á að það verði haldin þessi hefðbundna Þjóðhátíð.“ Hún býst því ekki við að sjá 17 þúsund manns safnast saman í brekkunni þetta árið. Ef tekið er tillit til þeirra takmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins er ljóst að sú útfærsla gengi ekki upp, og í ofanálag má skemmtanahald ekki vera lengur 23. „Ég held að það yrði pínu erfitt að sópa út úr dalnum klukkan ellefu.“ Gosið kom ekki í veg fyrir Þjóðhátíð Hún segir menningarlegt gildi Þjóðhátíðar vera gríðarlega mikið, sérstaklega fyrir Vestmanneyinga. Því sé ekki hlaupið til og frestað hátíðinni þó útlitið sé slæmt heldur beðið átekta og reynt að tryggja það að hún geti farið fram með einhverjum hætti. „Það er auðvitað búið að halda Þjóðhátíðina [frá 1874]. Það var haldin Þjóðhátíð 1973, með allt öðrum hætti, en hún var haldin.“ Að sögn Írisar hefur veturinn verið erfiður fyrir Vestmanneyinga og því sé allt kapp lagt á það að stórir menningarviðburðir geti farið fram, til að mynda Goslokahátíðin og stærri íþróttamót. Bærinn hafi verið gagnrýndur fyrir þá stefnu en það sé mikilvægt fyrir samfélagið. „Við ætlum að reyna að gera þetta, þetta er búið að vera erfiður vetur og fólkið okkar þarf svolítið tilbreytingu. Það verður eins með Þjóðhátíð og Goslokahátíðina, það verður að sníða sér stakk eftir vexti og það kæmi mér mjög á óvart ef henni yrði algjörlega aflýst,“ segir Íris. Íþróttamótin á sínum stað Þá stendur sömuleiðis til að halda þau íþróttamót sem voru á dagskrá í bæjarfélaginu í sumar. Einhverjar breytingar verða þó gerðar svo öllum tilmælum yfirvalda sé fylgt. „Þetta sumar verður náttúrulega svolítið öðruvísi en öll önnur en það eru engar takmarkanir börnum og íþróttaiðkun barna. Það er búið að vinna þetta í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnir og allt það, þannig að þetta er bara unnið eins og önnur fótboltamót á Íslandi verða í sumar.“ Hún segir breyttar reglur snúa einna helst að skemmtunum og öðru sem mótunum fylgir. Leikirnir sjálfir fari fram með hefðbundnu sniði en kvöldvökum og matartímum fylgi strangari reglur til þess að koma í veg fyrir smithættu. „Foreldrar eru ekki að koma inn á þessu stóru viðburði, og það er verið að hugsa verðlaunaafhendingu og annað öðruvísi,“ segir Íris og bætir við að það sé viðbragðsáætlun sem fylgi mótunum. Fyrst og fremst sé þó ánægjulegt að mótin fari fram. „Það gengur vel og börnin eru spennt, enda er gríðarlega gaman að koma til Vestmannaeyja.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Írisi í fullri lengd.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Bítið Tengdar fréttir Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun Orkumótið í Eyjum verður haldið 24.-27. júní í sumar og mun það verða með sama sniði og undanfarin ár. 6. maí 2020 14:58 Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. 14. apríl 2020 18:01 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun Orkumótið í Eyjum verður haldið 24.-27. júní í sumar og mun það verða með sama sniði og undanfarin ár. 6. maí 2020 14:58
Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. 14. apríl 2020 18:01
Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45