Hamilton vitstola af reiði vegna atburðanna í Bandaríkjunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2020 18:15 Hamilton er allt annað en sáttur með kollega sína í Formúlu 1. EPA-EFE/MICHAEL DODGE Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri, er ekki á allt sáttur með hvernig forráðamenn Formúlu 1 hafa tæklað ástandið í Bandaríkjunum. Skaut hann einnig á aðra ökumenn Formúlunnar yfir þeirri ærandi þögn sem hefur ríkt í kjölfar morðsins á George Floyd. Hamilton, sem er fyrsti svarti ökumaður Formúlu 1, nýtti Twitter-síðu sína til að tjá reiði sína en breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman. „Síðasta vika hefur verið mjög dimm og ég hef átt erfitt með tilfinningar mínar. Ég hef fundið fyrir mikilli reiði, sorg og vantrú,“ segir í yfirlýsingu Hamilton. pic.twitter.com/z2moHyemMG— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) June 2, 2020 Hamilton lét forráðamenn keppninnar og aðra ökumenn heyra það í pistlinum sem hann birti á sunnudaginn var. Þá hafði enginn tengdur Formúlu 1 tjáð sig um morðið á Floyd né atburðina sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum. „Ég sé ykkur sem eruð ekki að tjá ykkur. Heimsfrægir einstaklingar og samt segið þið ekki neitt yfir óréttlætinu sem á sér stað.“ „Óréttlætið sem bræður okkar og systur þurfa að fást við daglega um heim allan er ógeðfelld og verður að hætta. Fyrir okkur sem erum svört, brún eða þar á milli þá er þetta ekki nýtt. Það er ekki fyrr en óeirðir eða uppþot eiga sér stað sem þeir sem völdin hafa ákveða að gera eitthvað eða hafa yfir höfuð áhuga á því sem er að gerast,“ sagði Hamilton bálreiður yfir ástandinu í Bandaríkjunum og víðar. „Því miður eru Bandaríkin ekki eini staðurinn þar sem kynþáttafordómar lifa góðu lífi. Ef við getum ekki staðið upp fyrir því sem er rétt þá er okkur að mistakast sem manneskjur. Viljið þið vinsamlegast ekki sitja í þögn, sama hver húðlitur ykkar er. Svört líf skipta máli.“ Stuttu eftir að Hamilton birti póst sinn þá birti Formúla 1 tilkynningu varðandi málið. Hinn 35 ára gamli Hamilton er án efa frægasti ökuþór Formúlunnar í dag en hann hefur alls orðið sex sinnum heimsmeistari. We stand with all those fighting against racism in any form pic.twitter.com/hAfVG5ci1J— Formula 1 (@F1) June 2, 2020 Íþróttir Formúla Dauði George Floyd Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri, er ekki á allt sáttur með hvernig forráðamenn Formúlu 1 hafa tæklað ástandið í Bandaríkjunum. Skaut hann einnig á aðra ökumenn Formúlunnar yfir þeirri ærandi þögn sem hefur ríkt í kjölfar morðsins á George Floyd. Hamilton, sem er fyrsti svarti ökumaður Formúlu 1, nýtti Twitter-síðu sína til að tjá reiði sína en breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman. „Síðasta vika hefur verið mjög dimm og ég hef átt erfitt með tilfinningar mínar. Ég hef fundið fyrir mikilli reiði, sorg og vantrú,“ segir í yfirlýsingu Hamilton. pic.twitter.com/z2moHyemMG— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) June 2, 2020 Hamilton lét forráðamenn keppninnar og aðra ökumenn heyra það í pistlinum sem hann birti á sunnudaginn var. Þá hafði enginn tengdur Formúlu 1 tjáð sig um morðið á Floyd né atburðina sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum. „Ég sé ykkur sem eruð ekki að tjá ykkur. Heimsfrægir einstaklingar og samt segið þið ekki neitt yfir óréttlætinu sem á sér stað.“ „Óréttlætið sem bræður okkar og systur þurfa að fást við daglega um heim allan er ógeðfelld og verður að hætta. Fyrir okkur sem erum svört, brún eða þar á milli þá er þetta ekki nýtt. Það er ekki fyrr en óeirðir eða uppþot eiga sér stað sem þeir sem völdin hafa ákveða að gera eitthvað eða hafa yfir höfuð áhuga á því sem er að gerast,“ sagði Hamilton bálreiður yfir ástandinu í Bandaríkjunum og víðar. „Því miður eru Bandaríkin ekki eini staðurinn þar sem kynþáttafordómar lifa góðu lífi. Ef við getum ekki staðið upp fyrir því sem er rétt þá er okkur að mistakast sem manneskjur. Viljið þið vinsamlegast ekki sitja í þögn, sama hver húðlitur ykkar er. Svört líf skipta máli.“ Stuttu eftir að Hamilton birti póst sinn þá birti Formúla 1 tilkynningu varðandi málið. Hinn 35 ára gamli Hamilton er án efa frægasti ökuþór Formúlunnar í dag en hann hefur alls orðið sex sinnum heimsmeistari. We stand with all those fighting against racism in any form pic.twitter.com/hAfVG5ci1J— Formula 1 (@F1) June 2, 2020
Íþróttir Formúla Dauði George Floyd Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira