Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 11:47 Tegnell segir að fjöldi látinna hafi vakið til umhugsunar hvort að Svíar hefðu brugðist rétt við faraldrinum. AP/Pontus Lundahl/TT Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. Tæplega 4.500 manns hafa látið lífið í faraldrinum í Svíþjóð, margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Gagnrýnisraddir á viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum hafa fyrir vikið orðið æ háværari að undanförnu. Ólíkt flestum öðrum ríkjum hafa sænsk stjórnvöld aðeins gefið út tilmæli um að fólk gæti sjálft að félagsforðun og hugi að hreinlæti frekar en að takmarka ferðir eða ferðalög. Aðeins samkomur fimmtíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar. Þannig hafa skólar, barir og veitingahús verið opin í Svíþjóð á meðan slík starfsemi hefur legið niðri í öllum nágrannaríkjunum. Lítil skimun fyrir veirunni hefur farið fram. Dvalarheimilum var ekki lokað fyrir gestum fyrr en seint í mars og er um helmingur þeirra látnu í Svíþjóð aldraðir íbúar slíkra heimila, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í viðtali við sænska ríkisútvarpið í dag sagði Tegnell að Svíþjóð hefði „klárlega“ getað gert betur í faraldrinum. „Ef við kæmumst í kast við sama sjúkdóm, vitandi nákvæmlega það sem við vitum um hann í dag, held ég að við myndum enda á því að gera eitthvað á milli þess sem Svíþjóð gerði og það sem önnur lönd hafa gert,“ sagði Tegnell í dag. Íbúar Malmö njóta lífsins á vorkvöldi í maí. Yfirvöld komu á litlum takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og fyrir vikið hafa margfalt fleiri látist í Svíþjóð en í Danmörku, Noregi eða Finnlandi.AP/Johan Nilsson/TT Stefan Loven, forsætisráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni að ríkisstjórnin ætlaði að hrinda af stað rannsókn á viðbrögðum við faraldrinum. Tegnell sagði jafnframt í dag að sér væri ekki ljóst til hvaða aðgerða Svíar hefðu átt að grípa aukalega sem önnur ríki beittu. „Kannski komumst við að því þegar fólk byrjar að afnema takmarkanir, eina í eina. Þá fáum við kannski einhvers konar upplýsingar um hvað við gætum gert án þess að skipa fyrir um algert útgöngubann, í viðbót við það sem við gerðum,“ sagði sóttvarnalæknirinn. Þrátt fyrir að hafa gengið mun skemur en flest önnur ríki í að bregðast við faraldrinum hefur Svíþjóð ekki sloppið við efnahagsleg skakkaföll. AP- fréttastofan segir að um 76.000 manns hafi misst vinnuna frá því að faraldurinn hófst og búist sé við að atvinnuleysið verði enn meira en þau 7,9% sem það mælist nú. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. Tæplega 4.500 manns hafa látið lífið í faraldrinum í Svíþjóð, margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Gagnrýnisraddir á viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum hafa fyrir vikið orðið æ háværari að undanförnu. Ólíkt flestum öðrum ríkjum hafa sænsk stjórnvöld aðeins gefið út tilmæli um að fólk gæti sjálft að félagsforðun og hugi að hreinlæti frekar en að takmarka ferðir eða ferðalög. Aðeins samkomur fimmtíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar. Þannig hafa skólar, barir og veitingahús verið opin í Svíþjóð á meðan slík starfsemi hefur legið niðri í öllum nágrannaríkjunum. Lítil skimun fyrir veirunni hefur farið fram. Dvalarheimilum var ekki lokað fyrir gestum fyrr en seint í mars og er um helmingur þeirra látnu í Svíþjóð aldraðir íbúar slíkra heimila, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í viðtali við sænska ríkisútvarpið í dag sagði Tegnell að Svíþjóð hefði „klárlega“ getað gert betur í faraldrinum. „Ef við kæmumst í kast við sama sjúkdóm, vitandi nákvæmlega það sem við vitum um hann í dag, held ég að við myndum enda á því að gera eitthvað á milli þess sem Svíþjóð gerði og það sem önnur lönd hafa gert,“ sagði Tegnell í dag. Íbúar Malmö njóta lífsins á vorkvöldi í maí. Yfirvöld komu á litlum takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og fyrir vikið hafa margfalt fleiri látist í Svíþjóð en í Danmörku, Noregi eða Finnlandi.AP/Johan Nilsson/TT Stefan Loven, forsætisráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni að ríkisstjórnin ætlaði að hrinda af stað rannsókn á viðbrögðum við faraldrinum. Tegnell sagði jafnframt í dag að sér væri ekki ljóst til hvaða aðgerða Svíar hefðu átt að grípa aukalega sem önnur ríki beittu. „Kannski komumst við að því þegar fólk byrjar að afnema takmarkanir, eina í eina. Þá fáum við kannski einhvers konar upplýsingar um hvað við gætum gert án þess að skipa fyrir um algert útgöngubann, í viðbót við það sem við gerðum,“ sagði sóttvarnalæknirinn. Þrátt fyrir að hafa gengið mun skemur en flest önnur ríki í að bregðast við faraldrinum hefur Svíþjóð ekki sloppið við efnahagsleg skakkaföll. AP- fréttastofan segir að um 76.000 manns hafi misst vinnuna frá því að faraldurinn hófst og búist sé við að atvinnuleysið verði enn meira en þau 7,9% sem það mælist nú.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira