Flugfreyjufélagið og Icelandair funda í dag: „Það er töluvert á milli aðila“ Sylvía Hall skrifar 3. júní 2020 13:16 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair munu funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Síðasti fundur í deilunni fór fram þann 20. maí síðastliðinn þar sem Flugfreyjufélagið hafnaði „lokatilboði“ Icelandair. Samkvæmt lögum ber ríkissáttasemjara að boða til sáttafundar innan tveggja vikna frá viðræðuslitum, en í dag eru tvær vikur frá síðasta fundi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist vera bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Ég fer full bjartsýni á fundinn og er vongóð að við náum einhvern veginn að finna lausn á þessu máli, hvort það verði í dag eða á næstu dögum verður að koma í ljós.“ Hún segir síðustu tvær vikur hafa farið í það að finna leiðir til lausna og skoða hvernig félagið geti mætt Icelandair í viðræðunum. Verið sé að skoða allar leiðir í þeim efnum. „Við erum að skoða allar leiðir okkar megin og erum sem fyrr með ríkan samningsvilja. Ég trúi því að samninganefnd Icelandair sé það líka,“ segir Guðlaug. Að sögn Guðlaugar verður fróðlegt að sjá hver útgangspunkturinn í viðræðum dagsins verður í ljósi þess að síðasti fundur endaði með því að Icelandair hafnaði móttilboði Flugfreyjufélagsins. Enn sé nokkuð langt í land. „Það er töluvert á milli aðila en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framhaldið.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands til fundar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. 1. júní 2020 14:16 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair munu funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Síðasti fundur í deilunni fór fram þann 20. maí síðastliðinn þar sem Flugfreyjufélagið hafnaði „lokatilboði“ Icelandair. Samkvæmt lögum ber ríkissáttasemjara að boða til sáttafundar innan tveggja vikna frá viðræðuslitum, en í dag eru tvær vikur frá síðasta fundi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist vera bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Ég fer full bjartsýni á fundinn og er vongóð að við náum einhvern veginn að finna lausn á þessu máli, hvort það verði í dag eða á næstu dögum verður að koma í ljós.“ Hún segir síðustu tvær vikur hafa farið í það að finna leiðir til lausna og skoða hvernig félagið geti mætt Icelandair í viðræðunum. Verið sé að skoða allar leiðir í þeim efnum. „Við erum að skoða allar leiðir okkar megin og erum sem fyrr með ríkan samningsvilja. Ég trúi því að samninganefnd Icelandair sé það líka,“ segir Guðlaug. Að sögn Guðlaugar verður fróðlegt að sjá hver útgangspunkturinn í viðræðum dagsins verður í ljósi þess að síðasti fundur endaði með því að Icelandair hafnaði móttilboði Flugfreyjufélagsins. Enn sé nokkuð langt í land. „Það er töluvert á milli aðila en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framhaldið.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands til fundar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. 1. júní 2020 14:16 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðar Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands til fundar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. 1. júní 2020 14:16
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32
„Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01