Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2020 15:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir lögin mikið framfaraskref. Í dag stendur til að ljúka annarri umræðu um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem varðar varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds í Stjórnarráði Íslands. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir lagasetninguna tímabært skref. „Til dæmis þegar GRECO kemur hér og gerir úttekt þá hefur verið bent á að það skorti á að hafa skýrar reglur um þetta. Þannig að það er í rauninni tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar það er að bregðast við því og setja reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdavaldsins við hagsmunaverði eins og það er kallað á íslensku, og við þekkjum sem lobbýista, og svo með hagsmunaskráninguna. Hún hefur að einhverju leyti verið valkvæð núna en er bara sett inn í lög," segir Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, segir málið skref í rétta átt. Hún auk tveggja annarra stjórnarandstöðuþingmanna gera aftur á móti nokkrar athugasemdir við frumvarpið. „Við bendum á margvíslega þætti sem að hefðu gert þetta frumvarp trúverðugra og styrkt eftirlits- og aðhaldshlutverkið með þessum reglum,“ segir Þórhildur Sunna. „Til dæmis þá leggjum við til að það verði sjálfstætt eftirlit með því að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur framkvæmdavaldsins sæti eftirliti óháðs aðila. Eins og frumvarpið er nú er gert ráð fyrir að forsætisráðherra fari með þetta hlutverk, að hún sé ráðgefandi og hafi eftirlit og aðhald með því að hagsmunaskráningar séu réttar og að ekki sé verið að fylla inn rangar upplýsingar, jafnvel vísvitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „En á sama tíma þá kemur fram í frumvarpinu, í greinargerð með frumvarpinu, þá kemur fram að það verði ekkert slíkt eftirlit haft með ráðherrum og réttri skráningu á hagsmunum þeirra. Þetta finnst okkur óásættanlegt.“ Þá gagnrýnir hún að aðstoðarmenn ráðherra geti megi fara beint úr því starfi og yfir í starf til hagsmunasamtaka án sex mánaða biðtíma líkt og gildir um til dæmis skrifstofustjórar ráðuneyta þurfa að sætta sig við. Kolbeinn er ósammála því að ekki sé nægilega vel að frumvarpinu staðið. „Hafi einhver efasemdir um að þetta sé ekki eins gott og mögulegt er þá eru ýmsar leiðir til í því, að leita til dæmis til umboðsmanns Alþingis eða Ríkisendurskoðunar,“ segir Kolbeinn. „Þannig að við teljum bara mjög vel um það búið.“ „Umsagnir um þetta mál sýna að þetta er mikið framfaramál. Það er ánægja með að það sé verið að grípa til þessara aðgerða. Einhverjir gagnrýna að þær séu of hamlandi, aðrir vilja að þær gangi lengra en allir sammála um að þetta sé mikið framfaraskref,“ segir Kolbeinn. Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir lögin mikið framfaraskref. Í dag stendur til að ljúka annarri umræðu um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem varðar varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds í Stjórnarráði Íslands. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir lagasetninguna tímabært skref. „Til dæmis þegar GRECO kemur hér og gerir úttekt þá hefur verið bent á að það skorti á að hafa skýrar reglur um þetta. Þannig að það er í rauninni tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar það er að bregðast við því og setja reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdavaldsins við hagsmunaverði eins og það er kallað á íslensku, og við þekkjum sem lobbýista, og svo með hagsmunaskráninguna. Hún hefur að einhverju leyti verið valkvæð núna en er bara sett inn í lög," segir Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, segir málið skref í rétta átt. Hún auk tveggja annarra stjórnarandstöðuþingmanna gera aftur á móti nokkrar athugasemdir við frumvarpið. „Við bendum á margvíslega þætti sem að hefðu gert þetta frumvarp trúverðugra og styrkt eftirlits- og aðhaldshlutverkið með þessum reglum,“ segir Þórhildur Sunna. „Til dæmis þá leggjum við til að það verði sjálfstætt eftirlit með því að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur framkvæmdavaldsins sæti eftirliti óháðs aðila. Eins og frumvarpið er nú er gert ráð fyrir að forsætisráðherra fari með þetta hlutverk, að hún sé ráðgefandi og hafi eftirlit og aðhald með því að hagsmunaskráningar séu réttar og að ekki sé verið að fylla inn rangar upplýsingar, jafnvel vísvitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „En á sama tíma þá kemur fram í frumvarpinu, í greinargerð með frumvarpinu, þá kemur fram að það verði ekkert slíkt eftirlit haft með ráðherrum og réttri skráningu á hagsmunum þeirra. Þetta finnst okkur óásættanlegt.“ Þá gagnrýnir hún að aðstoðarmenn ráðherra geti megi fara beint úr því starfi og yfir í starf til hagsmunasamtaka án sex mánaða biðtíma líkt og gildir um til dæmis skrifstofustjórar ráðuneyta þurfa að sætta sig við. Kolbeinn er ósammála því að ekki sé nægilega vel að frumvarpinu staðið. „Hafi einhver efasemdir um að þetta sé ekki eins gott og mögulegt er þá eru ýmsar leiðir til í því, að leita til dæmis til umboðsmanns Alþingis eða Ríkisendurskoðunar,“ segir Kolbeinn. „Þannig að við teljum bara mjög vel um það búið.“ „Umsagnir um þetta mál sýna að þetta er mikið framfaramál. Það er ánægja með að það sé verið að grípa til þessara aðgerða. Einhverjir gagnrýna að þær séu of hamlandi, aðrir vilja að þær gangi lengra en allir sammála um að þetta sé mikið framfaraskref,“ segir Kolbeinn.
Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira