Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 06:49 Mótmælendur í Seattle í Washington-ríki í gær. Útgöngubann í borginni hefur verið fellt úr gildi, fyrr en stóð til í fyrstu. Elaine Thompson/AP Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. Útgöngubannið átti að vara fram á laugardag. Jenny Durkan borgarstjóri sagði á Twitter í gærkvöldi að hún hefði tekið ákvörðun um að aflétta banninu. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir fund hennar og Carmen Best, lögreglustjóra borgarinnar, við íbúa í samfélaginu. „Best lögreglustjóri hefur trú á því að við getum fundið jafnvægi almannaöryggis og tryggt að friðsamlega mótmæli fari áfram fram án útgöngubanns. Fyrir þá sem mótmæla friðsamlega í kvöld, þið megið vita að því megið þið halda áfram. Við viljum að þið haldið áfram að láta í ykkur heyra.“ Þúsundir mótmælenda voru áfram á götum borgarinnar eftir klukkan níu í gærkvöldi, en þá hefði útgöngubannið tekið gildi, líkt og síðustu kvöld. Mótmælendur kölluðu eftir því að fjármunum til lögreglunnar yrði varið í önnur samfélagslega verkefni og að lögreglumenn færu úr óeirðagöllum sínum. Margir héldu á skiltum sem á stóð Black Lives Matter ( Svört líf skipta máli). Ríkisstjóri Washington-ríkis, Cyrus Habib, lýsti því yfir á Twitter að hann væri ánægður með ákvörðunina. „Fyrirbyggjandi útgöngubann var bara til þess fallið að gera hlutina verri. Aðrar borgir ættu að fylgja þessu fordæmi.“ Kveikjan að mótmælaöldunni í Bandaríkjunum var morðið á George Floyd, svörtum manni sem lést þegar hvítur lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Floyd hafði þá verið handtekinn og lá handjárnaður á gangstéttinni. Lögreglumaðurinn hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. Útgöngubannið átti að vara fram á laugardag. Jenny Durkan borgarstjóri sagði á Twitter í gærkvöldi að hún hefði tekið ákvörðun um að aflétta banninu. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir fund hennar og Carmen Best, lögreglustjóra borgarinnar, við íbúa í samfélaginu. „Best lögreglustjóri hefur trú á því að við getum fundið jafnvægi almannaöryggis og tryggt að friðsamlega mótmæli fari áfram fram án útgöngubanns. Fyrir þá sem mótmæla friðsamlega í kvöld, þið megið vita að því megið þið halda áfram. Við viljum að þið haldið áfram að láta í ykkur heyra.“ Þúsundir mótmælenda voru áfram á götum borgarinnar eftir klukkan níu í gærkvöldi, en þá hefði útgöngubannið tekið gildi, líkt og síðustu kvöld. Mótmælendur kölluðu eftir því að fjármunum til lögreglunnar yrði varið í önnur samfélagslega verkefni og að lögreglumenn færu úr óeirðagöllum sínum. Margir héldu á skiltum sem á stóð Black Lives Matter ( Svört líf skipta máli). Ríkisstjóri Washington-ríkis, Cyrus Habib, lýsti því yfir á Twitter að hann væri ánægður með ákvörðunina. „Fyrirbyggjandi útgöngubann var bara til þess fallið að gera hlutina verri. Aðrar borgir ættu að fylgja þessu fordæmi.“ Kveikjan að mótmælaöldunni í Bandaríkjunum var morðið á George Floyd, svörtum manni sem lést þegar hvítur lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Floyd hafði þá verið handtekinn og lá handjárnaður á gangstéttinni. Lögreglumaðurinn hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira