George Floyd hafði greinst með Covid-19 Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2020 07:47 George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn. Getty Bandaríkjamaðurinn George Floyd, sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans við handtöku í Minneapolis í síðasta mánuði, var með sjúkdóminn covid-19. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Í hinni tuttugu síðna skýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. Í skýrslunni segir að Floyd hafi greinst með Covid-19 þann 3. apríl og að „líklegast“ sé að hann hafi verið einkennalaus. Dauði Floyd hefur leitt til mikillar mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim. Yfirvöld í Minnesota í Bandaríkjunum hafa nú hert ákæruna á hendur lögreglumanninum fyrrverandi, Derek Chauvin, sem kraup á hálsi Floyd þann 25. maí síðastliðinn. Chauvin hafði áður verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna andlátsins, en hann hefur nú einnig verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Stigsmunur er á ákærunum, morð af þriðju gráðu felur í sér að sakborningurinn hafi ekki endilega ætlað sér drepa heldur hafi viðkomandi hagað sér á hættulegan hátt án þess að skeyta um líf annarra. Til þess að sakfella Chauvin fyrir morð af annarri gráðu þurfa saksóknarar að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að drepa Floyd. Sömuleiðis var greint frá því í gær að þrír aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir handtökuna, hafi verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað eða stuðlað að morðinu á Floyd. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Tengdar fréttir Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn George Floyd, sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans við handtöku í Minneapolis í síðasta mánuði, var með sjúkdóminn covid-19. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Í hinni tuttugu síðna skýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. Í skýrslunni segir að Floyd hafi greinst með Covid-19 þann 3. apríl og að „líklegast“ sé að hann hafi verið einkennalaus. Dauði Floyd hefur leitt til mikillar mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim. Yfirvöld í Minnesota í Bandaríkjunum hafa nú hert ákæruna á hendur lögreglumanninum fyrrverandi, Derek Chauvin, sem kraup á hálsi Floyd þann 25. maí síðastliðinn. Chauvin hafði áður verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna andlátsins, en hann hefur nú einnig verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Stigsmunur er á ákærunum, morð af þriðju gráðu felur í sér að sakborningurinn hafi ekki endilega ætlað sér drepa heldur hafi viðkomandi hagað sér á hættulegan hátt án þess að skeyta um líf annarra. Til þess að sakfella Chauvin fyrir morð af annarri gráðu þurfa saksóknarar að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að drepa Floyd. Sömuleiðis var greint frá því í gær að þrír aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir handtökuna, hafi verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað eða stuðlað að morðinu á Floyd.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Tengdar fréttir Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38