„Alltof vel sloppið að birta bara svarta mynd á Instagram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 09:30 Kevin-Prince Boateng þegar hann var kynntur sem leikmaður Barcelona í janúar í fyrra. Hann var ekki lengi hjá spænska stórliðinu eða aðeins fram á vor. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Knattspyrnumaðurinn Kevin-Prince Boateng finnst að margir leikmenn eigi að gera mun meira í að styðja réttindabaráttu svartra en að birta bara svarta mynd á Instagram. Fólk út um allan heim er hneykslað yfir meðferðinni á blökkumanninum George Floyd en hann dó eftir að hvítur lögreglumaður lá með hné sitt ofan á hálsi hans í meira en átta mínútur. Mikil mótmæli hafa verið út um öll Bandaríkjamenn og þau hafa náð til Evrópu og annarra heimshluta. Margir íþróttamenn hafa sýnt réttindabaráttunni sinn stuðning með orðum, athöfnum eða í viðtölum en stór hluti hefur hins vegar ekki tjáð sig að öðru leyti en að setja svarta mynd inn á Instagram reikninga sína. Knattspyrnumanninum Kevin-Prince Boateng finnst það bara vera hvergi nærri nóg. Hann vill sjá meiri stuðning í orði og verki. Kevin-Prince Boateng wants to see players do more than post a black picture. pic.twitter.com/fGvOoX4puP— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2020 „Það er ekki nóg að allir séu bara að birta svarta mynd á þessum tímum. Það er of auðvelt. Fólk er bara of hrætt við að standa fyrir eitthvað eða segja eitthvað vegna styrktaraðila sinna eða fylgjenda,“ sagði Kevin-Prince Boateng harðorður. „Af hverju eru þið ekki að tjá ykkur? Af hverju eru þið að segja eitthvað? Svört mynd er alltaf of auðveld leið,“ sagði Kevin-Prince Boateng. Kevin-Prince Boateng var síðast á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas en hefur leikið áður með liðum eins og Tottenham, AC Milan, Barcelona og Borussia Dortmund. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá þakkaði Kevin-Prince Boateng fólki fyrir að gera eitthvað þó að það væri bara að setja inn svarta mynd á Twitter. Hann vill bara sjá miklu meira gert svo að hlutirnir breytist í heiminum. Thank you @SkySports for letting me speak up one more Let s speak up! It s never too late #Everyone #NoToRacism #Culture #Football #Skysports #Interview pic.twitter.com/ZIWqniNlcE— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 4, 2020 All together we can win this battle. #justiceforFloyd #racialinjustice #Everyone #NoToRacism pic.twitter.com/BUuhzUJGma— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 2, 2020 Fótbolti Dauði George Floyd Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kevin-Prince Boateng finnst að margir leikmenn eigi að gera mun meira í að styðja réttindabaráttu svartra en að birta bara svarta mynd á Instagram. Fólk út um allan heim er hneykslað yfir meðferðinni á blökkumanninum George Floyd en hann dó eftir að hvítur lögreglumaður lá með hné sitt ofan á hálsi hans í meira en átta mínútur. Mikil mótmæli hafa verið út um öll Bandaríkjamenn og þau hafa náð til Evrópu og annarra heimshluta. Margir íþróttamenn hafa sýnt réttindabaráttunni sinn stuðning með orðum, athöfnum eða í viðtölum en stór hluti hefur hins vegar ekki tjáð sig að öðru leyti en að setja svarta mynd inn á Instagram reikninga sína. Knattspyrnumanninum Kevin-Prince Boateng finnst það bara vera hvergi nærri nóg. Hann vill sjá meiri stuðning í orði og verki. Kevin-Prince Boateng wants to see players do more than post a black picture. pic.twitter.com/fGvOoX4puP— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2020 „Það er ekki nóg að allir séu bara að birta svarta mynd á þessum tímum. Það er of auðvelt. Fólk er bara of hrætt við að standa fyrir eitthvað eða segja eitthvað vegna styrktaraðila sinna eða fylgjenda,“ sagði Kevin-Prince Boateng harðorður. „Af hverju eru þið ekki að tjá ykkur? Af hverju eru þið að segja eitthvað? Svört mynd er alltaf of auðveld leið,“ sagði Kevin-Prince Boateng. Kevin-Prince Boateng var síðast á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas en hefur leikið áður með liðum eins og Tottenham, AC Milan, Barcelona og Borussia Dortmund. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá þakkaði Kevin-Prince Boateng fólki fyrir að gera eitthvað þó að það væri bara að setja inn svarta mynd á Twitter. Hann vill bara sjá miklu meira gert svo að hlutirnir breytist í heiminum. Thank you @SkySports for letting me speak up one more Let s speak up! It s never too late #Everyone #NoToRacism #Culture #Football #Skysports #Interview pic.twitter.com/ZIWqniNlcE— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 4, 2020 All together we can win this battle. #justiceforFloyd #racialinjustice #Everyone #NoToRacism pic.twitter.com/BUuhzUJGma— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 2, 2020
Fótbolti Dauði George Floyd Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira