Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2020 08:30 Drew Brees hefur fengið mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. Jamie Squire/Getty Images Hinn 41 árs gamli Drew Brees, leikmaður New Orleans Saints í NFL-deildinni, er einn reynslumesti leikmaður deildarinnar og einkar virtur meðal jafningja. Eða þangað til í nótt. Í viðtali við Yahoo Finance lét Brees orð falla sem hann vill eflaust taka til baka núna. Var hann að ræða mótmælin og óeirðirnar í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á George Floyd. „Ég mun aldrei vera sammála neinum sem vanvirðir bandaríska fánann,“ sagði Brees og hélt svo áfram. „Þegar ég heyri þjóðsönginn þá hugsa ég um afa mína sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni. Báðir hættu lífi sínu til að verja landið og reyna gera það, sem og heiminn, að betri stað.“ Þessi ummæli Brees hafa fallið í grýttan jarðveg og hefur hann fengið það óþvegið úr öllum áttum, til að mynda frá hinum ýmsu íþróttamönnum. LeBron James, eitt stærsta nafn íþróttaheimsins og leikmaður Los Angeles Lakers var einna fyrstur til að tjá sig um ummæli Brees. „WOW maður! Þetta getur ekki komið fólki á óvart lengur, er það nokkuð? Þú skilur bókstaflega ekk iaf hverju Kap (Colin Kaepernick) var að taka hné? Það hefur ekkert með vanvirðingu við fánann né hermennina okkar að gera. Tengdafaðir minn var einn af þeim og honum fannst friðsæm mótmæli Kap aldrei móðgandi,“ sagði LeBron mjög ósáttur. WOW MAN!! . Is it still surprising at this point. Sure isn t! You literally still don t understand why Kap was kneeling on one knee?? Has absolute nothing to do with the disrespect of and our soldiers(men and women) who keep our land free. My father-in-law was one of those https://t.co/pvUWPmh4s8— LeBron James (@KingJames) June 3, 2020 Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, sendi Brees létta pillu. „Þetta hefur aldrei snúist um fánann eða þjóðsönginn. Ekki þá. Ekki núna.“ Rodgers speaks up. pic.twitter.com/liymt5XUN7— Bleacher Report (@BleacherReport) June 3, 2020 Leikmenn NFL-deildarinnar látið Brees heyra það. Richard Sherman, varnarmaður San Francisco 49ers þar á meðal. „Hann er alveg farinn. Ég get lofað þér því að það voru svartir menn sem börðust með afa þínum en þetta virðist ekki snúast um það. Þessi óþægilega samræða sem þú ert að reyna forðast með því að blanda hernum í umræðu um jafn- og óréttlæti er hluti af vandanum.“ Richard Sherman responds to Drew Brees' comments on kneeling during the national anthem. pic.twitter.com/9NmqdKuzVT— ESPN (@espn) June 4, 2020 Þá velti Kyle Kuzma, leikmaður Los Angeles Lakers, fyrir sér af hverju Brees „tók hné“ á sínum tíma ef hann telur það svona mikla vanvirðingu. This shows you that there are a lot of people & companies out there right now that will say they stand with us but only do it so they dont get bashed not because they mean it. pic.twitter.com/DB3wF4JdKB— kuz (@kylekuzma) June 4, 2020 Samherji Brees hjá Saints lét sitt ekki eftir liggja. Michael Thomas er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar og sá maður sem Brees sendir hvað mest á var ekki par sáttur með ummæli samherja síns. „Hann veit ekki betur. Okkur er alveg sama ef þú ert ekki sammála okkur, hvað með það,“ sagði Thomas á Twitter. He don t know no better.— Michael Thomas (@Cantguardmike) June 3, 2020 We don t care if you don t agree and whoever else how about that.— Michael Thomas (@Cantguardmike) June 3, 2020 Íþróttir NFL Tengdar fréttir Gamla NBA stjarnan lofar því að fylgja dóttur George Floyd upp að altarinu Gamla NBA stjarnan Stephen Jackson ætlar að vera til staðar fyrir dóttur George Floyd sem missti föður sinn eftir að hann dó í höndum lögreglunnar í Minneapolis á dögunum. 3. júní 2020 23:00 Hamilton vitstola af reiði vegna atburðanna í Bandaríkjunum Heimsmeistari Formúlu 1 kappakstursins lét í sér heyra vegna þeirra atburða sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarna daga. 3. júní 2020 18:15 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Drew Brees, leikmaður New Orleans Saints í NFL-deildinni, er einn reynslumesti leikmaður deildarinnar og einkar virtur meðal jafningja. Eða þangað til í nótt. Í viðtali við Yahoo Finance lét Brees orð falla sem hann vill eflaust taka til baka núna. Var hann að ræða mótmælin og óeirðirnar í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á George Floyd. „Ég mun aldrei vera sammála neinum sem vanvirðir bandaríska fánann,“ sagði Brees og hélt svo áfram. „Þegar ég heyri þjóðsönginn þá hugsa ég um afa mína sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni. Báðir hættu lífi sínu til að verja landið og reyna gera það, sem og heiminn, að betri stað.“ Þessi ummæli Brees hafa fallið í grýttan jarðveg og hefur hann fengið það óþvegið úr öllum áttum, til að mynda frá hinum ýmsu íþróttamönnum. LeBron James, eitt stærsta nafn íþróttaheimsins og leikmaður Los Angeles Lakers var einna fyrstur til að tjá sig um ummæli Brees. „WOW maður! Þetta getur ekki komið fólki á óvart lengur, er það nokkuð? Þú skilur bókstaflega ekk iaf hverju Kap (Colin Kaepernick) var að taka hné? Það hefur ekkert með vanvirðingu við fánann né hermennina okkar að gera. Tengdafaðir minn var einn af þeim og honum fannst friðsæm mótmæli Kap aldrei móðgandi,“ sagði LeBron mjög ósáttur. WOW MAN!! . Is it still surprising at this point. Sure isn t! You literally still don t understand why Kap was kneeling on one knee?? Has absolute nothing to do with the disrespect of and our soldiers(men and women) who keep our land free. My father-in-law was one of those https://t.co/pvUWPmh4s8— LeBron James (@KingJames) June 3, 2020 Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, sendi Brees létta pillu. „Þetta hefur aldrei snúist um fánann eða þjóðsönginn. Ekki þá. Ekki núna.“ Rodgers speaks up. pic.twitter.com/liymt5XUN7— Bleacher Report (@BleacherReport) June 3, 2020 Leikmenn NFL-deildarinnar látið Brees heyra það. Richard Sherman, varnarmaður San Francisco 49ers þar á meðal. „Hann er alveg farinn. Ég get lofað þér því að það voru svartir menn sem börðust með afa þínum en þetta virðist ekki snúast um það. Þessi óþægilega samræða sem þú ert að reyna forðast með því að blanda hernum í umræðu um jafn- og óréttlæti er hluti af vandanum.“ Richard Sherman responds to Drew Brees' comments on kneeling during the national anthem. pic.twitter.com/9NmqdKuzVT— ESPN (@espn) June 4, 2020 Þá velti Kyle Kuzma, leikmaður Los Angeles Lakers, fyrir sér af hverju Brees „tók hné“ á sínum tíma ef hann telur það svona mikla vanvirðingu. This shows you that there are a lot of people & companies out there right now that will say they stand with us but only do it so they dont get bashed not because they mean it. pic.twitter.com/DB3wF4JdKB— kuz (@kylekuzma) June 4, 2020 Samherji Brees hjá Saints lét sitt ekki eftir liggja. Michael Thomas er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar og sá maður sem Brees sendir hvað mest á var ekki par sáttur með ummæli samherja síns. „Hann veit ekki betur. Okkur er alveg sama ef þú ert ekki sammála okkur, hvað með það,“ sagði Thomas á Twitter. He don t know no better.— Michael Thomas (@Cantguardmike) June 3, 2020 We don t care if you don t agree and whoever else how about that.— Michael Thomas (@Cantguardmike) June 3, 2020
Íþróttir NFL Tengdar fréttir Gamla NBA stjarnan lofar því að fylgja dóttur George Floyd upp að altarinu Gamla NBA stjarnan Stephen Jackson ætlar að vera til staðar fyrir dóttur George Floyd sem missti föður sinn eftir að hann dó í höndum lögreglunnar í Minneapolis á dögunum. 3. júní 2020 23:00 Hamilton vitstola af reiði vegna atburðanna í Bandaríkjunum Heimsmeistari Formúlu 1 kappakstursins lét í sér heyra vegna þeirra atburða sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarna daga. 3. júní 2020 18:15 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Gamla NBA stjarnan lofar því að fylgja dóttur George Floyd upp að altarinu Gamla NBA stjarnan Stephen Jackson ætlar að vera til staðar fyrir dóttur George Floyd sem missti föður sinn eftir að hann dó í höndum lögreglunnar í Minneapolis á dögunum. 3. júní 2020 23:00
Hamilton vitstola af reiði vegna atburðanna í Bandaríkjunum Heimsmeistari Formúlu 1 kappakstursins lét í sér heyra vegna þeirra atburða sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarna daga. 3. júní 2020 18:15