Ritsóðinn Helgi Seljan Páll Steingrímsson skrifar 4. júní 2020 14:30 Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsir vanþóknun sinni á nafngreindum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Í þessum skrifum virðist hann hafa kosið að líta alfarið framhjá þeim siðareglum sem hann er bundinn af sem starfsmaður ríkisfjölmiðilsins. Mér var bent á færslu sem Helgi skrifaði á Facebook miðvikudaginn 27. maí um Helga Vífil Júlíusson, blaðamann Markaðarins á Fréttablaðinu, sem var bæði ósvífin og rætin. Tilefni skrifanna var pistill Helga Vífils þar sem hann fjallaði um breytt eignarhald á Samherja hf. á öðrum nótum en þau æsifrétta- og reiðiskrif sem birst hafa í fjölmiðlum síðustu daga. Í stað þess að svara Helga Vífli með rökum fór Helgi Seljan í beint í manninn, rifjaði upp mál föður Helga Vífils sem var nýverið sakfelldur í sakamáli í Landsrétti, og réðst þannig ósmekklega að kollega sínum á öðrum fjölmiðli og fjölskyldu hans. Erfitt er að sjá hvernig mál föður Helga Vífils tengist pistlaskrifum sonarins og lesendur geta sjálfir dæmt um hversu smekklegt það er að blanda þessu tvennu saman. Í starfi sínu sem fréttamaður er Helgi Seljan ekki aðeins bundinn af vinnureglum fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem fjalla um það hvernig fréttamenn eigi að bera sig að í starfi, heldur er hann einnig bundin af siðareglum Ríkisútvarpsins, eins og allir aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í 2. gr. umræddra siðareglna segir: „Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.“ Í 3. gr. reglnanna kemur svo skýrt fram að starfsfólk RÚV taki ekki opinberlega afstöðu í umræðu um umdeild mál. Þar segir: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Þessi einföldu fyrirmæli virðast ekki gilda um ritsóðann Helga Seljan. Því hann ræðst ítrekað að fólki og fyrirtækjum, sendir mönnum tóninn og tekur afstöðu í pólitískt viðkvæmum málum á samfélagsmiðlum. Þetta hefur hann gert að því er virðist án nokkurra athugasemda frá yfirmönnum sínum hjá Ríkisútvarpinu. Það virðist ekki skipta Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, nokkru máli að einn af þekktustu starfsmönnum stofnunarinnar þverbrjóti ítrekað siðareglur hennar á opinberum vettvangi. Helgi Seljan hefur áður sætt aðfinnslum opinberlega fyrir framgöngu sína á Facebook og Twitter. Hér má nefna pistil Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskiptablaðsins, sem birtist í vefútgáfu miðilsins hinn 12. janúar síðastliðinn. Þar voru færð rök fyrir því að Helgi hefði brotið siðareglurnar með skrifum sínum. „Það getur ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn RÚV ohf., hvorki stjórn né æðstu yfirmönnum í Efstaleiti. Samt viðgengst það,“ skrifaði fjölmiðlarýnirinn. Og brotin viðgangast enn. Spurningin er bara, hversu lengi? Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Páll Steingrímsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsir vanþóknun sinni á nafngreindum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Í þessum skrifum virðist hann hafa kosið að líta alfarið framhjá þeim siðareglum sem hann er bundinn af sem starfsmaður ríkisfjölmiðilsins. Mér var bent á færslu sem Helgi skrifaði á Facebook miðvikudaginn 27. maí um Helga Vífil Júlíusson, blaðamann Markaðarins á Fréttablaðinu, sem var bæði ósvífin og rætin. Tilefni skrifanna var pistill Helga Vífils þar sem hann fjallaði um breytt eignarhald á Samherja hf. á öðrum nótum en þau æsifrétta- og reiðiskrif sem birst hafa í fjölmiðlum síðustu daga. Í stað þess að svara Helga Vífli með rökum fór Helgi Seljan í beint í manninn, rifjaði upp mál föður Helga Vífils sem var nýverið sakfelldur í sakamáli í Landsrétti, og réðst þannig ósmekklega að kollega sínum á öðrum fjölmiðli og fjölskyldu hans. Erfitt er að sjá hvernig mál föður Helga Vífils tengist pistlaskrifum sonarins og lesendur geta sjálfir dæmt um hversu smekklegt það er að blanda þessu tvennu saman. Í starfi sínu sem fréttamaður er Helgi Seljan ekki aðeins bundinn af vinnureglum fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem fjalla um það hvernig fréttamenn eigi að bera sig að í starfi, heldur er hann einnig bundin af siðareglum Ríkisútvarpsins, eins og allir aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í 2. gr. umræddra siðareglna segir: „Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.“ Í 3. gr. reglnanna kemur svo skýrt fram að starfsfólk RÚV taki ekki opinberlega afstöðu í umræðu um umdeild mál. Þar segir: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Þessi einföldu fyrirmæli virðast ekki gilda um ritsóðann Helga Seljan. Því hann ræðst ítrekað að fólki og fyrirtækjum, sendir mönnum tóninn og tekur afstöðu í pólitískt viðkvæmum málum á samfélagsmiðlum. Þetta hefur hann gert að því er virðist án nokkurra athugasemda frá yfirmönnum sínum hjá Ríkisútvarpinu. Það virðist ekki skipta Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, nokkru máli að einn af þekktustu starfsmönnum stofnunarinnar þverbrjóti ítrekað siðareglur hennar á opinberum vettvangi. Helgi Seljan hefur áður sætt aðfinnslum opinberlega fyrir framgöngu sína á Facebook og Twitter. Hér má nefna pistil Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskiptablaðsins, sem birtist í vefútgáfu miðilsins hinn 12. janúar síðastliðinn. Þar voru færð rök fyrir því að Helgi hefði brotið siðareglurnar með skrifum sínum. „Það getur ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn RÚV ohf., hvorki stjórn né æðstu yfirmönnum í Efstaleiti. Samt viðgengst það,“ skrifaði fjölmiðlarýnirinn. Og brotin viðgangast enn. Spurningin er bara, hversu lengi? Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun