„Það eina sem er rangt að segja er að segja ekki neitt“ Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 16:27 Meghan Markle ávarpaði útskriftarárgang gamla skóla síns. Skjáskot Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segist vera miður sín að börn þurfi að alast upp í heimi þar sem kynþáttafordómar viðgangist. Hún nýtti ávarp sitt til útskriftarnema í sínum gamla skóla til þess að vekja athygli á málstaðnum sem mótmælendur um Bandaríkin og allan heim berjast fyrir. „Undanfarnar vikur hef ég verið að undirbúa nokkur orð fyrir ykkur á útskriftardaginn og eins og við höfum öll séð undanfarna viku er það sem er að gerast í landinu okkar, ríkinu og heimabæ okkar átakanlegt,“ sagði Meghan í ávarpi sínu. Hún segist varla þurfa að taka það fram að líf svartra skipti máli. Það sé eitthvað sem allir eigi að vita en það væri hræðilegt að sjá kynþáttafordómana sem væru enn til staðar í samfélaginu. Hún hafi lengi reynt að finna réttu orðin en hafi óttast að segja eitthvað rangt, sem yrði síðar tekið úr samhengi. „Það eina sem er rangt að segja er að segja ekki neitt. Því líf George Floyd skipti máli, og líf Breonna Taylor skipti máli, og líf Philando Castile skipti máli, og líf Tamir Rice skipti máli og líf svo margra annarra sem við bæði þekkjum og þekkjum ekki,“ sagði Markle. Á vef Reuters kemur fram að ávarp Markle sé í andstöðu við þá hefð bresku konungsfjölskyldunnar að tjá sig ekki um pólitísk málefni. Hertogahjónin hafa hins vegar sagt sig frá konunglegum skyldum og búa nú í Los Angeles með syni sínum Archie. Dauði George Floyd Black Lives Matter Kóngafólk Kynþáttafordómar Harry og Meghan Tengdar fréttir Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38 „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. 3. júní 2020 19:06 Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segist vera miður sín að börn þurfi að alast upp í heimi þar sem kynþáttafordómar viðgangist. Hún nýtti ávarp sitt til útskriftarnema í sínum gamla skóla til þess að vekja athygli á málstaðnum sem mótmælendur um Bandaríkin og allan heim berjast fyrir. „Undanfarnar vikur hef ég verið að undirbúa nokkur orð fyrir ykkur á útskriftardaginn og eins og við höfum öll séð undanfarna viku er það sem er að gerast í landinu okkar, ríkinu og heimabæ okkar átakanlegt,“ sagði Meghan í ávarpi sínu. Hún segist varla þurfa að taka það fram að líf svartra skipti máli. Það sé eitthvað sem allir eigi að vita en það væri hræðilegt að sjá kynþáttafordómana sem væru enn til staðar í samfélaginu. Hún hafi lengi reynt að finna réttu orðin en hafi óttast að segja eitthvað rangt, sem yrði síðar tekið úr samhengi. „Það eina sem er rangt að segja er að segja ekki neitt. Því líf George Floyd skipti máli, og líf Breonna Taylor skipti máli, og líf Philando Castile skipti máli, og líf Tamir Rice skipti máli og líf svo margra annarra sem við bæði þekkjum og þekkjum ekki,“ sagði Markle. Á vef Reuters kemur fram að ávarp Markle sé í andstöðu við þá hefð bresku konungsfjölskyldunnar að tjá sig ekki um pólitísk málefni. Hertogahjónin hafa hins vegar sagt sig frá konunglegum skyldum og búa nú í Los Angeles með syni sínum Archie.
Dauði George Floyd Black Lives Matter Kóngafólk Kynþáttafordómar Harry og Meghan Tengdar fréttir Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38 „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. 3. júní 2020 19:06 Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38
„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. 3. júní 2020 19:06
Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49