Þau Jóhann Kristófer Stefánsson betur þekktur sem, Joey Christ, og Birna María Másdóttir fara af stað með nýjan þátt á Stöð 2 í kvöld sem betur heitið Áttavillt.
Bæði eru þau mikil borgarbörn og hafa lítið ferðast um landið. Í þáttunum ætla þau aftur á móti hringinn í kringum um landið og kynnast því betur.
Þau hafa aftur á móti ekki krónu með í för og þurfa að redda sér með allskyns brögðum.
Hér að neðan má sjá brot úr þáttaröðinni þar sem Jóhann varð að selja Nike skó sína á nytjamarkaði fyrir pening í strætó.
Jóhann fékk aftur á móti aðra skó í staðinn en var ekkert sérstaklega sáttur við viðskiptin eins og sjá má.