Laganna vörður hafði betur gegn Verði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2020 11:32 Héraðsdómur Reykjavíkur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða lögreglumanni bætur eftir að hann slasaðist við störf sín í október árið 2014 þegar ekið var í veg fyrir lögreglubifreið sem hann ók. Málið sneri að því hvort tryggingafélaginu hefði verið gerð grein fyrir líkamstjóni lögreglumannsins innan fyrningarfrests. Héraðsdómur taldi að miða skyldi fyrningarfrest tjóntilkynningar við þann dag sem tjónþoli gerði sér raunverulega grein fyrir að tjónið sem hann varð fyrir væri varanlegt. Í dóminum kemur fram að lögreglumaðurinn hafi orðið fyrir slysinu þann 27. október árið 2014, þegar hann ók lögreglubifreið á leið í útkall. Annarri bifreið hafi verið ekið í veg fyrir lögreglubifreiðina með þeim afleiðingum að hún varð óökufær. Þremur dögum eftir slysið fór lögreglumaðurinn til heimilislæknis. Samkvæmt lýsingu læknis í sjúkraskrá var hann þá með verki í baki. Læknir sagði hann hafa fengið töluverðan slink á sig og tognað í neðanverðu baki og öxl, líklega eftir beltið. Líklegt væri að verkirnir gengju til baka, en tíminn yrði að leiða það í ljós. Lögreglumaðurinn fór nokkrum sinnum í viðbót til læknis eftir þetta, þar sem hann fékk meðal annars lyf við verkjum sínum. Síðasta læknisheimsheimsóknin sem fjallað er um í dóminum var í febrúar 2017. Deilt um fyrningarfrest Ágreiningur í málinu snýr að því hvort Vörður hafi fengið vitneskju um slysið innan árs frá því það átti sér stað, en í 124. gr. laga um vátryggingarsamninga segir að sá sem á rétt til bóta glati þeim rétti ef krafa er ekki gerð til vátryggingarfélagsins „innan árs frá því að hann fékk vitneskju um þau atvik sem hún er reist á eða því hefur ekki borist tilkynning um vátryggingaratburð með öðrum hætti.“ Maðurinn ók lögreglubifreið þegar slysið varð.Vísir/Vilhelm Lögreglumaðurinn byggði mál sitt á því að tryggingafélaginu hefði borist lögregluskýrsla vegna slyssins þann 25. nóvember 2014, tæpum mánuði eftir að slysið varð. Með því hafa Verði borist „tilkynning um vátryggingaratburð með öðrum hætti.“ Vörður mótmælti þessu og vísaði til þess að ekki væri ljóst af efni skýrslunnar að tjónið sem lögreglumaðurinn varð fyrir gæti leitt til bótaskyldu félagsins. Í niðurstöðu dómsins segir að úrlausn þessa hluta málsins ráðist af því hvort lögregluskýrslan geti talist tilkynning um vátryggingaratburð ráðist af efni vátryggingarsamnings milli lögreglumannsins og Varðar. Dómurinn tók ekki afstöðu til þessa álitamáls þar sem umræddur samningur var ekki lagður fram í málinu. Í málinu var þó einnig deilt um hvort lögreglumaðurinn hefði gert tryggingafélaginu viðvart um tjónið innan eins árs, eins og lög kveða á um. Lögreglumaðurinn skilaði tjónstilkynningu til tryggingafélagsins rúmum tveimur árum eftir slysið, þann 8. febrúar 2017. Byggði hann hins vegar á því að það hafi verið við heimsókn til heimilislæknis í febrúar 2017 sem hann áttaði sig á því að tjón vegna slyssins væri varanlegt. Gerði sér ekki strax grein fyrir að tjónið væri varanlegt Héraðsdómur féllst á þessi málarök og sagði að ákvæði þess efnis að tilkynna skuli tjón innan árs frá atviki hafa verið skýrð á þá leið að þegar krafist er bóta vegna varanlegs líkamstjónsberi að miða upphaf eins árs frestsins við það hvenær sá sem orðið hefur fyrir slíku tjóni hafi raunverulega gert sér grein fyrir að það hefði varanlegar afleiðingar fyrir hann. Verði var því gert að greiða lögreglumanninum 4.906.949 krónur með 4,5 prósent ársvöxtum af 555.875 kr. frá 27. október 2014 til 27. janúar 2015, af 4.906.946 kr. frá þeim degi til 20. janúar 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Eins var tryggingafélaginu gert að greiða lögreglumanninum 744 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Tryggingar Lögreglan Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða lögreglumanni bætur eftir að hann slasaðist við störf sín í október árið 2014 þegar ekið var í veg fyrir lögreglubifreið sem hann ók. Málið sneri að því hvort tryggingafélaginu hefði verið gerð grein fyrir líkamstjóni lögreglumannsins innan fyrningarfrests. Héraðsdómur taldi að miða skyldi fyrningarfrest tjóntilkynningar við þann dag sem tjónþoli gerði sér raunverulega grein fyrir að tjónið sem hann varð fyrir væri varanlegt. Í dóminum kemur fram að lögreglumaðurinn hafi orðið fyrir slysinu þann 27. október árið 2014, þegar hann ók lögreglubifreið á leið í útkall. Annarri bifreið hafi verið ekið í veg fyrir lögreglubifreiðina með þeim afleiðingum að hún varð óökufær. Þremur dögum eftir slysið fór lögreglumaðurinn til heimilislæknis. Samkvæmt lýsingu læknis í sjúkraskrá var hann þá með verki í baki. Læknir sagði hann hafa fengið töluverðan slink á sig og tognað í neðanverðu baki og öxl, líklega eftir beltið. Líklegt væri að verkirnir gengju til baka, en tíminn yrði að leiða það í ljós. Lögreglumaðurinn fór nokkrum sinnum í viðbót til læknis eftir þetta, þar sem hann fékk meðal annars lyf við verkjum sínum. Síðasta læknisheimsheimsóknin sem fjallað er um í dóminum var í febrúar 2017. Deilt um fyrningarfrest Ágreiningur í málinu snýr að því hvort Vörður hafi fengið vitneskju um slysið innan árs frá því það átti sér stað, en í 124. gr. laga um vátryggingarsamninga segir að sá sem á rétt til bóta glati þeim rétti ef krafa er ekki gerð til vátryggingarfélagsins „innan árs frá því að hann fékk vitneskju um þau atvik sem hún er reist á eða því hefur ekki borist tilkynning um vátryggingaratburð með öðrum hætti.“ Maðurinn ók lögreglubifreið þegar slysið varð.Vísir/Vilhelm Lögreglumaðurinn byggði mál sitt á því að tryggingafélaginu hefði borist lögregluskýrsla vegna slyssins þann 25. nóvember 2014, tæpum mánuði eftir að slysið varð. Með því hafa Verði borist „tilkynning um vátryggingaratburð með öðrum hætti.“ Vörður mótmælti þessu og vísaði til þess að ekki væri ljóst af efni skýrslunnar að tjónið sem lögreglumaðurinn varð fyrir gæti leitt til bótaskyldu félagsins. Í niðurstöðu dómsins segir að úrlausn þessa hluta málsins ráðist af því hvort lögregluskýrslan geti talist tilkynning um vátryggingaratburð ráðist af efni vátryggingarsamnings milli lögreglumannsins og Varðar. Dómurinn tók ekki afstöðu til þessa álitamáls þar sem umræddur samningur var ekki lagður fram í málinu. Í málinu var þó einnig deilt um hvort lögreglumaðurinn hefði gert tryggingafélaginu viðvart um tjónið innan eins árs, eins og lög kveða á um. Lögreglumaðurinn skilaði tjónstilkynningu til tryggingafélagsins rúmum tveimur árum eftir slysið, þann 8. febrúar 2017. Byggði hann hins vegar á því að það hafi verið við heimsókn til heimilislæknis í febrúar 2017 sem hann áttaði sig á því að tjón vegna slyssins væri varanlegt. Gerði sér ekki strax grein fyrir að tjónið væri varanlegt Héraðsdómur féllst á þessi málarök og sagði að ákvæði þess efnis að tilkynna skuli tjón innan árs frá atviki hafa verið skýrð á þá leið að þegar krafist er bóta vegna varanlegs líkamstjónsberi að miða upphaf eins árs frestsins við það hvenær sá sem orðið hefur fyrir slíku tjóni hafi raunverulega gert sér grein fyrir að það hefði varanlegar afleiðingar fyrir hann. Verði var því gert að greiða lögreglumanninum 4.906.949 krónur með 4,5 prósent ársvöxtum af 555.875 kr. frá 27. október 2014 til 27. janúar 2015, af 4.906.946 kr. frá þeim degi til 20. janúar 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Eins var tryggingafélaginu gert að greiða lögreglumanninum 744 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Tryggingar Lögreglan Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira