Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 11:44 Maðurinn er sagður hafa slasast alvarlega við fallið, sem lögreglan sagði fyrst hafa gerst eftir að hann hrasaði. Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. Myndband af atvikinu, sem tekið var af fréttamanni útvarpsstöðvarinnar WBFO, sýnir manninn ganga að röð lögregluþjóna í óeirðabúningum og þjóðvarðliða. Einn lögregluþjónn ýtti manninum afturábak með kylfu og annar með annarri hendinni. Maðurinn féll aftur fyrir sig og skall höfuð hans í gangstéttina. Blóð lak frá höfði mannsins. Í fyrstu sagði lögreglan að maðurinn hafi „hrasað og dottið“ en það breyttist eftir að áðurnefnt myndband var birt. Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, sagði í nótt að maðurinn væri alvarlega slasaður en í stöðugu ástandi. Í yfirlýsingu sem borgarstjórinn sendi frá sér segir hann atvikið alvarlegt og að hann hafi fyrirskipað að það yrði rannsakað. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sló á svipaða strengi og Brown og sagði framferði lögregluþjónanna óréttlætanlegt og skammarlegt. This incident is wholly unjustified and utterly disgraceful.I've spoken with Buffalo @MayorByronBrown and we agree that the officers involved should be immediately suspended pending a formal investigation.Police Officers must enforce — NOT ABUSE — the law. https://t.co/EYIbTlXnPt— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 5, 2020 Upprunalega sagði lögreglan, samkvæmt frétt WBFO, að maðurinn hefði hrasað og dottið. Það kom fram í yfirlýsingu frá talsmanni lögreglunnar skömmu eftir atvikið. Í henni stóð að maður hafi verið handtekinn og ákærður fyrir óspektir. Í átökum við þann mótmælenda hafði annar maður slasast þegar hann hrasaði og datt. Nokkrum mínútum síðar birti WBFO myndband af atvikinu á Twitter og við það breyttist tónninn í yfirmönnum lögreglunnar hratt. Hér má sjá annað sjónarhorn. Mótmæli og óreirðir undanfarna daga hafa snúist um dauða George Floyd, sem handtekinn var fyrir að framvísa fölsuðum seðli í Minneapolis í síðustu viku. Hann dó þegar lögregluþjón hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Sá lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir morð og aðrir sem voru einnig viðstaddir hafa sömuleiðis verið ákærðir. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. Myndband af atvikinu, sem tekið var af fréttamanni útvarpsstöðvarinnar WBFO, sýnir manninn ganga að röð lögregluþjóna í óeirðabúningum og þjóðvarðliða. Einn lögregluþjónn ýtti manninum afturábak með kylfu og annar með annarri hendinni. Maðurinn féll aftur fyrir sig og skall höfuð hans í gangstéttina. Blóð lak frá höfði mannsins. Í fyrstu sagði lögreglan að maðurinn hafi „hrasað og dottið“ en það breyttist eftir að áðurnefnt myndband var birt. Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, sagði í nótt að maðurinn væri alvarlega slasaður en í stöðugu ástandi. Í yfirlýsingu sem borgarstjórinn sendi frá sér segir hann atvikið alvarlegt og að hann hafi fyrirskipað að það yrði rannsakað. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sló á svipaða strengi og Brown og sagði framferði lögregluþjónanna óréttlætanlegt og skammarlegt. This incident is wholly unjustified and utterly disgraceful.I've spoken with Buffalo @MayorByronBrown and we agree that the officers involved should be immediately suspended pending a formal investigation.Police Officers must enforce — NOT ABUSE — the law. https://t.co/EYIbTlXnPt— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 5, 2020 Upprunalega sagði lögreglan, samkvæmt frétt WBFO, að maðurinn hefði hrasað og dottið. Það kom fram í yfirlýsingu frá talsmanni lögreglunnar skömmu eftir atvikið. Í henni stóð að maður hafi verið handtekinn og ákærður fyrir óspektir. Í átökum við þann mótmælenda hafði annar maður slasast þegar hann hrasaði og datt. Nokkrum mínútum síðar birti WBFO myndband af atvikinu á Twitter og við það breyttist tónninn í yfirmönnum lögreglunnar hratt. Hér má sjá annað sjónarhorn. Mótmæli og óreirðir undanfarna daga hafa snúist um dauða George Floyd, sem handtekinn var fyrir að framvísa fölsuðum seðli í Minneapolis í síðustu viku. Hann dó þegar lögregluþjón hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Sá lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir morð og aðrir sem voru einnig viðstaddir hafa sömuleiðis verið ákærðir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13
„Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent