„Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 15:16 Wanda Cooper-Jones, móðir Ahmaud Arbery, og S. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldunnar. AP/Stephen B. Morton „Ég ímynda mér oft hvernig síðustu mínútur lífs sonar míns voru. Ég ímyndaði mér ekki að þær hefði verið svona erfiðar,“ sagði Wanda Cooper, móðir Ahmaud Arbery. Hann var skotinn til bana þegar hann fór út að skokka í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. Þrír menn voru handteknir vegna dauða Arbery, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan. Þeir eltu Arbery eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Arbery var skotinn til bana 23. febrúar en þremenningarnir voru ekki handteknir fyrr en 7. maí eftir að málið vakti heimsathygli þegar myndband sem Bryan tók fór í umferð á samfélagsmiðlum. Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja varpaði frekari ljósi á dauða Arbery. Meðal annars hefur komið í ljós að mennirnir eltu Arbery um víðan völl og óku þeir nokkrum sinnum fyrir hann. Skömmu áður en Travis McMichael skaut Arbery til bana ók Bryan á hann. Bryan segir að Arbery hafi reynt að hlaupa undan þeim og meðal annars stokkið ofan í skurð til að komast undan mönnunum þremur. Á einum tímapunkti varð hann fyrir bíl Bryan og sneri við. Þá fór Travis úr bílnum sem feðgarnir voru í og til átaka kom á milli hans og Arbery, sem endaði með því að Travis skaut Arbery þrisvar sinnum með haglabyssu. Í samtali við Chris Cuomo á CNN í gærkvöldi sagði Wanda Cooper að sonur sinn hafi reynt að hlaupa til að bjarga lífi sínu. Þegar hann hafi ekki getað hlaupið lengra hafi hann reynt að berjast fyrir lífi sínu. Þá hafi hann verið myrtur. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldunnar segir málflutninginn hafa sýnt fram á að mennirnir þrír hafi vísvitandi myrt Arbery og að hatur hafi drifið þá áfram. Cooper sagðist einnig vonast til þess að dauði sonar hennar og George Floyd muni leiða til varanlegra breytinga í Bandaríkjunum. Þær séu nauðsynlegar svo fleiri þeldökkir Bandaríkjamenn deyi ekki á þennan hátt. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan. Ahmaud Arbery's mother says the claim Travis McMichael used the N-word after shooting her son leaves her speechless."He... ran for his life. When he couldn't run anymore, he had to fight. And then after he fought, he was killed. It's very hard to know that he endured that." pic.twitter.com/n6d6TX56Nc— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) June 5, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
„Ég ímynda mér oft hvernig síðustu mínútur lífs sonar míns voru. Ég ímyndaði mér ekki að þær hefði verið svona erfiðar,“ sagði Wanda Cooper, móðir Ahmaud Arbery. Hann var skotinn til bana þegar hann fór út að skokka í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. Þrír menn voru handteknir vegna dauða Arbery, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan. Þeir eltu Arbery eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Arbery var skotinn til bana 23. febrúar en þremenningarnir voru ekki handteknir fyrr en 7. maí eftir að málið vakti heimsathygli þegar myndband sem Bryan tók fór í umferð á samfélagsmiðlum. Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja varpaði frekari ljósi á dauða Arbery. Meðal annars hefur komið í ljós að mennirnir eltu Arbery um víðan völl og óku þeir nokkrum sinnum fyrir hann. Skömmu áður en Travis McMichael skaut Arbery til bana ók Bryan á hann. Bryan segir að Arbery hafi reynt að hlaupa undan þeim og meðal annars stokkið ofan í skurð til að komast undan mönnunum þremur. Á einum tímapunkti varð hann fyrir bíl Bryan og sneri við. Þá fór Travis úr bílnum sem feðgarnir voru í og til átaka kom á milli hans og Arbery, sem endaði með því að Travis skaut Arbery þrisvar sinnum með haglabyssu. Í samtali við Chris Cuomo á CNN í gærkvöldi sagði Wanda Cooper að sonur sinn hafi reynt að hlaupa til að bjarga lífi sínu. Þegar hann hafi ekki getað hlaupið lengra hafi hann reynt að berjast fyrir lífi sínu. Þá hafi hann verið myrtur. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldunnar segir málflutninginn hafa sýnt fram á að mennirnir þrír hafi vísvitandi myrt Arbery og að hatur hafi drifið þá áfram. Cooper sagðist einnig vonast til þess að dauði sonar hennar og George Floyd muni leiða til varanlegra breytinga í Bandaríkjunum. Þær séu nauðsynlegar svo fleiri þeldökkir Bandaríkjamenn deyi ekki á þennan hátt. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan. Ahmaud Arbery's mother says the claim Travis McMichael used the N-word after shooting her son leaves her speechless."He... ran for his life. When he couldn't run anymore, he had to fight. And then after he fought, he was killed. It's very hard to know that he endured that." pic.twitter.com/n6d6TX56Nc— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) June 5, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22
Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27
Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41