„I can't breathe“ Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2020 19:00 Þessi grímuklædda unga kona tók þátt í mótmælum í Houston. Á grímunni eru ein hinstu orð George Floyd og Erics Garner. AP/Yi-chin Lee I can't breathe, eða ég get ekki andað, hrópa nú fjölmargir svartir Bandaríkjamenn á götum borga og bæja. Þeir eru að vitna í ein hinstu orð George Floyd, sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt þann 25. maí. Mótmælin nú eru óvenju umfangsmikil. Þau hafa þegar teygt sig til allra ríkja Bandaríkjanna og jafnvel út fyrir landamærin. Hér á Íslandi fóru fram samstöðumótmæli á miðvikudag. Slík viðbrögð hafa ekki sést lengi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta slagorð, I can't breathe, er notað og það er langt frá því að vera nýtt af nálinni að svartir Bandaríkjamenn krefjist jafnréttis. George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn.Vísir/Getty Lögbundinni mismunun mótmælt Þegar þrælahaldi var hætt eftir blóðuga styrjöld héldu ofsóknir gegn svörtu fólki áfram. Samtök á borð við Ku Klux Klan stóð fyrir opinberum aftökum án dóms og laga. Á þessum tíma var í gildi svokölluð Jim Crow löggjöf, lögbundin mismunun gegn svörtu fólki. Segja má að nútímasaga réttingabaráttu svartra Bandaríkjamanna hefjist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hæstiréttur úrskurðaði árið 1953 að reglur um að svartir Bandaríkjamenn væru jafnir, en samt aðskildir, hvítum væru í trássi við stjórnarskrá og árið 1954 að bannað væri að skilja svarta og hvíta að í skólakerfinu en illa var hlustað á niðurstöðuna, einkum í Suðurríkjunum. Í kjölfarið stigu hetjur hinnar nýju baráttuhreyfingar fyrir borgararéttindum svartra fram á sjónarsviðið. Rosa Parks hundsaði reglur um aðskilnað í strætisvögnum Montgomery-borgar í Alabama og Martin Luther King yngri leiddi sniðgöngu á þessum sömu vögnum. King boðaði friðsamlega, borgaralega óhlýðni á meðan annar maður, Malcolm X, vildi beinni átök gegn kerfinu. Martin Luther King og Rosa Parks, tvær af helstu baráttuhetjunum. Borgararéttindalögin ekki nóg Mótmælin og aðgerðirnar sem King, Malcolm X og fleiri stóðu fyrir urðu til þess að stjórnvöld sáu sig knúin til þess að samþykkja ný lög um borgararéttindi árið 1964, þar sem mismunun á grundvelli kynþáttar, húðlitar, trúar, kyns eða uppruna var bönnuð. Þessi nýja löggjöf sem og úrskurðir hæstaréttar voru eiginlegt afnám Jim Crow-laganna. Baráttunni var þó ekki lokið. Þetta sama ár urðu óeirðir eftir að lögreglan í New York skaut svartan dreng til bana og ári síðar fylktu mótmælendur undir forystu King liði í Selma til þess að mótmæla þeim hindrunum sem stóðu í vegi fyrir því að svartir gætu nýtt kosningarétt sinn. För mótmælenda var stöðvuð á brú yfir Alabama-á þar sem vopnaðir lögreglumenn réðust á friðsama mótmælendur fyrir allra augum. Dauða Erics Garner var harðlega mótmælt á sínum tíma, og er raunar enn. EPA/Eric S. Lesser Lögregluofbeldi ítrekað mótmælt Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en lögregluofbeldi og mótmæli vegna þess hafa verið afar áberandi í réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. Síðustu ár hefur Black Lives Matter hreyfingin vakið athygli. Hreyfingin steig fram í sviðsljósið eftir að þeir Michael Brown og Eric Garner dóu vegna lögregluofbeldis árið 2014. Síðustu orð Garners voru, rétt eins og Floyds, I can't breathe. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
I can't breathe, eða ég get ekki andað, hrópa nú fjölmargir svartir Bandaríkjamenn á götum borga og bæja. Þeir eru að vitna í ein hinstu orð George Floyd, sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt þann 25. maí. Mótmælin nú eru óvenju umfangsmikil. Þau hafa þegar teygt sig til allra ríkja Bandaríkjanna og jafnvel út fyrir landamærin. Hér á Íslandi fóru fram samstöðumótmæli á miðvikudag. Slík viðbrögð hafa ekki sést lengi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta slagorð, I can't breathe, er notað og það er langt frá því að vera nýtt af nálinni að svartir Bandaríkjamenn krefjist jafnréttis. George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn.Vísir/Getty Lögbundinni mismunun mótmælt Þegar þrælahaldi var hætt eftir blóðuga styrjöld héldu ofsóknir gegn svörtu fólki áfram. Samtök á borð við Ku Klux Klan stóð fyrir opinberum aftökum án dóms og laga. Á þessum tíma var í gildi svokölluð Jim Crow löggjöf, lögbundin mismunun gegn svörtu fólki. Segja má að nútímasaga réttingabaráttu svartra Bandaríkjamanna hefjist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hæstiréttur úrskurðaði árið 1953 að reglur um að svartir Bandaríkjamenn væru jafnir, en samt aðskildir, hvítum væru í trássi við stjórnarskrá og árið 1954 að bannað væri að skilja svarta og hvíta að í skólakerfinu en illa var hlustað á niðurstöðuna, einkum í Suðurríkjunum. Í kjölfarið stigu hetjur hinnar nýju baráttuhreyfingar fyrir borgararéttindum svartra fram á sjónarsviðið. Rosa Parks hundsaði reglur um aðskilnað í strætisvögnum Montgomery-borgar í Alabama og Martin Luther King yngri leiddi sniðgöngu á þessum sömu vögnum. King boðaði friðsamlega, borgaralega óhlýðni á meðan annar maður, Malcolm X, vildi beinni átök gegn kerfinu. Martin Luther King og Rosa Parks, tvær af helstu baráttuhetjunum. Borgararéttindalögin ekki nóg Mótmælin og aðgerðirnar sem King, Malcolm X og fleiri stóðu fyrir urðu til þess að stjórnvöld sáu sig knúin til þess að samþykkja ný lög um borgararéttindi árið 1964, þar sem mismunun á grundvelli kynþáttar, húðlitar, trúar, kyns eða uppruna var bönnuð. Þessi nýja löggjöf sem og úrskurðir hæstaréttar voru eiginlegt afnám Jim Crow-laganna. Baráttunni var þó ekki lokið. Þetta sama ár urðu óeirðir eftir að lögreglan í New York skaut svartan dreng til bana og ári síðar fylktu mótmælendur undir forystu King liði í Selma til þess að mótmæla þeim hindrunum sem stóðu í vegi fyrir því að svartir gætu nýtt kosningarétt sinn. För mótmælenda var stöðvuð á brú yfir Alabama-á þar sem vopnaðir lögreglumenn réðust á friðsama mótmælendur fyrir allra augum. Dauða Erics Garner var harðlega mótmælt á sínum tíma, og er raunar enn. EPA/Eric S. Lesser Lögregluofbeldi ítrekað mótmælt Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en lögregluofbeldi og mótmæli vegna þess hafa verið afar áberandi í réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. Síðustu ár hefur Black Lives Matter hreyfingin vakið athygli. Hreyfingin steig fram í sviðsljósið eftir að þeir Michael Brown og Eric Garner dóu vegna lögregluofbeldis árið 2014. Síðustu orð Garners voru, rétt eins og Floyds, I can't breathe.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira