„I can't breathe“ Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2020 19:00 Þessi grímuklædda unga kona tók þátt í mótmælum í Houston. Á grímunni eru ein hinstu orð George Floyd og Erics Garner. AP/Yi-chin Lee I can't breathe, eða ég get ekki andað, hrópa nú fjölmargir svartir Bandaríkjamenn á götum borga og bæja. Þeir eru að vitna í ein hinstu orð George Floyd, sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt þann 25. maí. Mótmælin nú eru óvenju umfangsmikil. Þau hafa þegar teygt sig til allra ríkja Bandaríkjanna og jafnvel út fyrir landamærin. Hér á Íslandi fóru fram samstöðumótmæli á miðvikudag. Slík viðbrögð hafa ekki sést lengi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta slagorð, I can't breathe, er notað og það er langt frá því að vera nýtt af nálinni að svartir Bandaríkjamenn krefjist jafnréttis. George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn.Vísir/Getty Lögbundinni mismunun mótmælt Þegar þrælahaldi var hætt eftir blóðuga styrjöld héldu ofsóknir gegn svörtu fólki áfram. Samtök á borð við Ku Klux Klan stóð fyrir opinberum aftökum án dóms og laga. Á þessum tíma var í gildi svokölluð Jim Crow löggjöf, lögbundin mismunun gegn svörtu fólki. Segja má að nútímasaga réttingabaráttu svartra Bandaríkjamanna hefjist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hæstiréttur úrskurðaði árið 1953 að reglur um að svartir Bandaríkjamenn væru jafnir, en samt aðskildir, hvítum væru í trássi við stjórnarskrá og árið 1954 að bannað væri að skilja svarta og hvíta að í skólakerfinu en illa var hlustað á niðurstöðuna, einkum í Suðurríkjunum. Í kjölfarið stigu hetjur hinnar nýju baráttuhreyfingar fyrir borgararéttindum svartra fram á sjónarsviðið. Rosa Parks hundsaði reglur um aðskilnað í strætisvögnum Montgomery-borgar í Alabama og Martin Luther King yngri leiddi sniðgöngu á þessum sömu vögnum. King boðaði friðsamlega, borgaralega óhlýðni á meðan annar maður, Malcolm X, vildi beinni átök gegn kerfinu. Martin Luther King og Rosa Parks, tvær af helstu baráttuhetjunum. Borgararéttindalögin ekki nóg Mótmælin og aðgerðirnar sem King, Malcolm X og fleiri stóðu fyrir urðu til þess að stjórnvöld sáu sig knúin til þess að samþykkja ný lög um borgararéttindi árið 1964, þar sem mismunun á grundvelli kynþáttar, húðlitar, trúar, kyns eða uppruna var bönnuð. Þessi nýja löggjöf sem og úrskurðir hæstaréttar voru eiginlegt afnám Jim Crow-laganna. Baráttunni var þó ekki lokið. Þetta sama ár urðu óeirðir eftir að lögreglan í New York skaut svartan dreng til bana og ári síðar fylktu mótmælendur undir forystu King liði í Selma til þess að mótmæla þeim hindrunum sem stóðu í vegi fyrir því að svartir gætu nýtt kosningarétt sinn. För mótmælenda var stöðvuð á brú yfir Alabama-á þar sem vopnaðir lögreglumenn réðust á friðsama mótmælendur fyrir allra augum. Dauða Erics Garner var harðlega mótmælt á sínum tíma, og er raunar enn. EPA/Eric S. Lesser Lögregluofbeldi ítrekað mótmælt Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en lögregluofbeldi og mótmæli vegna þess hafa verið afar áberandi í réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. Síðustu ár hefur Black Lives Matter hreyfingin vakið athygli. Hreyfingin steig fram í sviðsljósið eftir að þeir Michael Brown og Eric Garner dóu vegna lögregluofbeldis árið 2014. Síðustu orð Garners voru, rétt eins og Floyds, I can't breathe. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
I can't breathe, eða ég get ekki andað, hrópa nú fjölmargir svartir Bandaríkjamenn á götum borga og bæja. Þeir eru að vitna í ein hinstu orð George Floyd, sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt þann 25. maí. Mótmælin nú eru óvenju umfangsmikil. Þau hafa þegar teygt sig til allra ríkja Bandaríkjanna og jafnvel út fyrir landamærin. Hér á Íslandi fóru fram samstöðumótmæli á miðvikudag. Slík viðbrögð hafa ekki sést lengi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta slagorð, I can't breathe, er notað og það er langt frá því að vera nýtt af nálinni að svartir Bandaríkjamenn krefjist jafnréttis. George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn.Vísir/Getty Lögbundinni mismunun mótmælt Þegar þrælahaldi var hætt eftir blóðuga styrjöld héldu ofsóknir gegn svörtu fólki áfram. Samtök á borð við Ku Klux Klan stóð fyrir opinberum aftökum án dóms og laga. Á þessum tíma var í gildi svokölluð Jim Crow löggjöf, lögbundin mismunun gegn svörtu fólki. Segja má að nútímasaga réttingabaráttu svartra Bandaríkjamanna hefjist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hæstiréttur úrskurðaði árið 1953 að reglur um að svartir Bandaríkjamenn væru jafnir, en samt aðskildir, hvítum væru í trássi við stjórnarskrá og árið 1954 að bannað væri að skilja svarta og hvíta að í skólakerfinu en illa var hlustað á niðurstöðuna, einkum í Suðurríkjunum. Í kjölfarið stigu hetjur hinnar nýju baráttuhreyfingar fyrir borgararéttindum svartra fram á sjónarsviðið. Rosa Parks hundsaði reglur um aðskilnað í strætisvögnum Montgomery-borgar í Alabama og Martin Luther King yngri leiddi sniðgöngu á þessum sömu vögnum. King boðaði friðsamlega, borgaralega óhlýðni á meðan annar maður, Malcolm X, vildi beinni átök gegn kerfinu. Martin Luther King og Rosa Parks, tvær af helstu baráttuhetjunum. Borgararéttindalögin ekki nóg Mótmælin og aðgerðirnar sem King, Malcolm X og fleiri stóðu fyrir urðu til þess að stjórnvöld sáu sig knúin til þess að samþykkja ný lög um borgararéttindi árið 1964, þar sem mismunun á grundvelli kynþáttar, húðlitar, trúar, kyns eða uppruna var bönnuð. Þessi nýja löggjöf sem og úrskurðir hæstaréttar voru eiginlegt afnám Jim Crow-laganna. Baráttunni var þó ekki lokið. Þetta sama ár urðu óeirðir eftir að lögreglan í New York skaut svartan dreng til bana og ári síðar fylktu mótmælendur undir forystu King liði í Selma til þess að mótmæla þeim hindrunum sem stóðu í vegi fyrir því að svartir gætu nýtt kosningarétt sinn. För mótmælenda var stöðvuð á brú yfir Alabama-á þar sem vopnaðir lögreglumenn réðust á friðsama mótmælendur fyrir allra augum. Dauða Erics Garner var harðlega mótmælt á sínum tíma, og er raunar enn. EPA/Eric S. Lesser Lögregluofbeldi ítrekað mótmælt Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en lögregluofbeldi og mótmæli vegna þess hafa verið afar áberandi í réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. Síðustu ár hefur Black Lives Matter hreyfingin vakið athygli. Hreyfingin steig fram í sviðsljósið eftir að þeir Michael Brown og Eric Garner dóu vegna lögregluofbeldis árið 2014. Síðustu orð Garners voru, rétt eins og Floyds, I can't breathe.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira