Öll sérsveitin hætti til að styðja félaga sem var refsað fyrir ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 08:21 Lögreglumenn ýta við manni á áttræðisaldri sem stóð á torgi sem þeir voru að rýma á fimmtudag. Maðurinn féll aftur fyrir sig og slasaðist á höfði. Lögreglan hélt því upphaflega fram að maðurinn hefði „hrasað“. Tveir lögregluþjónar voru settir í launalaust leyfi eftir að myndband birtist af atvikinu. AP/Mike Desmond/WBFO Á sjötta tug sérsveitarmanna lögreglunnar í Buffalo í Bandaríkjunum hætti í henni til að sýna samstöðu með tveimur félögum sínum sem voru settir í leyfi eftir að myndband birtist af þeim hrinda manni á áttræðisaldri í götuna. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en hann tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Upphaflega hélt lögreglan í Buffalo því fram að maðurinn hefði „hrasað“ og dottið í „skærum“ á milli lögreglumanna og mótmælenda en mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum vegna dráps á óvopnuðum blökkumanni í haldi lögreglunnar í Minneapolis undanfarna daga. Myndband af atvikinu birtist á fimmtudag og sást maðurinn þar ræða við lögreglumenn áður en tveir þeirra ryðjast áfram og ýta manninum sem féll við það aftur fyrir sig í götuna. Aðrir sérsveitarmenn sjást ganga fram hjá manninum þar sem hann liggur jafnvel þó að einhver heyrist segja að það blæði úr eyranu á honum. Tveir sérsveitarmenn voru settir í launalaust leyfi eftir að myndbandið breiddist úr eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum og Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, sagði að reka ætti lögreglumennina að sínu mati. Allir 57 liðsmenn sérsveitarinnar hættu í henni í gær til að mótmæla brottvikningu félaga sinna en þó ekki í lögreglunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. John Evans, forseti sambands lögreglumanna í Buffalo, segir að lögreglumennirnir hafi aðeins fylgt skipunum um að rýma torg til að framfylgja útgöngubanni. „Þar er ekki tilgreint að það eigi að tæma torgið af karlmönnum, yngri en fimmtugum eða fimmtán til fertugs. Þeir voru einfaldlega að vinna vinnuna sína. Ég veit ekki hversu mikil snerting þetta var. Hann rann að mínu mati. Hann féll aftur fyrir sig,“ sagði Evans við fjölmiðla þrátt fyrir að myndbandið virðist sýna skýrt að lögreglumennirnir hrintu manninum. Maðurinn sem særðist heitir Martin Gugino, 75 ára gamall aðgerðarsinni frá Buffalo. Hann er sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Á sjötta tug sérsveitarmanna lögreglunnar í Buffalo í Bandaríkjunum hætti í henni til að sýna samstöðu með tveimur félögum sínum sem voru settir í leyfi eftir að myndband birtist af þeim hrinda manni á áttræðisaldri í götuna. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en hann tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Upphaflega hélt lögreglan í Buffalo því fram að maðurinn hefði „hrasað“ og dottið í „skærum“ á milli lögreglumanna og mótmælenda en mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum vegna dráps á óvopnuðum blökkumanni í haldi lögreglunnar í Minneapolis undanfarna daga. Myndband af atvikinu birtist á fimmtudag og sást maðurinn þar ræða við lögreglumenn áður en tveir þeirra ryðjast áfram og ýta manninum sem féll við það aftur fyrir sig í götuna. Aðrir sérsveitarmenn sjást ganga fram hjá manninum þar sem hann liggur jafnvel þó að einhver heyrist segja að það blæði úr eyranu á honum. Tveir sérsveitarmenn voru settir í launalaust leyfi eftir að myndbandið breiddist úr eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum og Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, sagði að reka ætti lögreglumennina að sínu mati. Allir 57 liðsmenn sérsveitarinnar hættu í henni í gær til að mótmæla brottvikningu félaga sinna en þó ekki í lögreglunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. John Evans, forseti sambands lögreglumanna í Buffalo, segir að lögreglumennirnir hafi aðeins fylgt skipunum um að rýma torg til að framfylgja útgöngubanni. „Þar er ekki tilgreint að það eigi að tæma torgið af karlmönnum, yngri en fimmtugum eða fimmtán til fertugs. Þeir voru einfaldlega að vinna vinnuna sína. Ég veit ekki hversu mikil snerting þetta var. Hann rann að mínu mati. Hann féll aftur fyrir sig,“ sagði Evans við fjölmiðla þrátt fyrir að myndbandið virðist sýna skýrt að lögreglumennirnir hrintu manninum. Maðurinn sem særðist heitir Martin Gugino, 75 ára gamall aðgerðarsinni frá Buffalo. Hann er sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44