Þunglyndiseinkenni tvöfalt tíðari í heimahjúkrun en á öldrunarheimilum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2020 11:45 Doctor examining patient in wheelchair Tíðni þunglyndiseinkenna hjá öldruðum er nær tvöfalt hærri á meðal þeirra sem fá heimahjúkrun en á öldrunarheimilum. Tíðni þunglyndislyfja á öldrunarheimilum er aftur á móti 55% samanborið við 32,% prósent í heimahjúkrun. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Ástdís Pálsdóttir Bang, útskriftarnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í náminu. Markmiðið með rannsókninni var að bera saman tíðni þunglyndis hjá öldruðum sem búa annars vegar á öldrunarheimilum og hins vegar í heimahjúkrun. 1573 einstaklingar á öllum öldrunarheimilum landsins voru í þýðinu, sem og 221 einstaklingur sem fékk heimahjúkrunarþjónustu í sex sveitarfélögum landsins; Akureyri, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Rangárþing, Selfoss og Reykjavík. Gögnin sem unnið er með í rannsókninni eru frá 2017 og eru fengin úr gagnagrunni Landlæknis og byggir á RAI-matstækinu sem metur heilsufar og hjúkrunarþarfir aldraðra. „Niðurstöðurnar sýndu að 9,6% þeirra einstaklinga sem bjuggu á öldrunarheimilunum sýndu einkenni þunglyndis á móti 17,2% einstaklinga sem fengu heimahjúkrunarþjónustu“ Aðspurð hvað hægt sé að lesa í þetta segir Ástdís: „Það sem við lesum í þetta er að félagslegur stuðningur sé mögulega meiri hjá þeim sem eru á öldrunarheimilunum og einnig iðjan og iðjuþjálfunin á öldrunarheimilunum á Íslandi er bara mjög góð. Og það er reglulega prógrammeruð dagskrá og það er verið að reyna að fá aldraða einstaklinga í þessa virkni af því virkniþjálfun er svo mikill og stór þáttur í að vinna með þunglyndiseinkenni. Það getur verið að þeir sem eru heima séu ekki að sækja sér þá félagsþjónustu sem er í boði og einangrist meira þar af leiðandi.“ Ástdís segist setja spurningarmerki við mikla þunglyndislyfjanotkun inni á öldrunarheimilunum. „Vegna þess að við sáum það í rannsókninni að það er 55% þunglyndislyfjanotkun inn á öldrunarheimilunum og 32% í heimahjúkrunarþjónustu og það er svolítið hátt miðað við að það sé 9,6% þunglyndistíðni inn á öldrunarheimilunum,“ segir Ástdís. Málefni aldraðra eru Ástdísi afar hugfólgin. Hún starfaði lengi vel á öldrunarheimilum og var mikið í kringum aldraða. Henni sárnaði að viðkvæðið væri gjarnan að depurðareinkenni fylgdu bara því að eldast. Ástdís segir það af og frá. Þá segir hún einnig íslenskar rannsóknir á andlegri líðan aldraðra einstaklinga skorta. „Þetta finnst mér svo rangt viðhorf og á ekki að vera. Mér fannst þurfa að skoða þetta nánar og vekja athygli á því að alveg sama hvort þú sért áttatíu ára eða fimmtán þá áttu alveg sama rétt á því að vera hamingjusamu Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Tíðni þunglyndiseinkenna hjá öldruðum er nær tvöfalt hærri á meðal þeirra sem fá heimahjúkrun en á öldrunarheimilum. Tíðni þunglyndislyfja á öldrunarheimilum er aftur á móti 55% samanborið við 32,% prósent í heimahjúkrun. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Ástdís Pálsdóttir Bang, útskriftarnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í náminu. Markmiðið með rannsókninni var að bera saman tíðni þunglyndis hjá öldruðum sem búa annars vegar á öldrunarheimilum og hins vegar í heimahjúkrun. 1573 einstaklingar á öllum öldrunarheimilum landsins voru í þýðinu, sem og 221 einstaklingur sem fékk heimahjúkrunarþjónustu í sex sveitarfélögum landsins; Akureyri, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Rangárþing, Selfoss og Reykjavík. Gögnin sem unnið er með í rannsókninni eru frá 2017 og eru fengin úr gagnagrunni Landlæknis og byggir á RAI-matstækinu sem metur heilsufar og hjúkrunarþarfir aldraðra. „Niðurstöðurnar sýndu að 9,6% þeirra einstaklinga sem bjuggu á öldrunarheimilunum sýndu einkenni þunglyndis á móti 17,2% einstaklinga sem fengu heimahjúkrunarþjónustu“ Aðspurð hvað hægt sé að lesa í þetta segir Ástdís: „Það sem við lesum í þetta er að félagslegur stuðningur sé mögulega meiri hjá þeim sem eru á öldrunarheimilunum og einnig iðjan og iðjuþjálfunin á öldrunarheimilunum á Íslandi er bara mjög góð. Og það er reglulega prógrammeruð dagskrá og það er verið að reyna að fá aldraða einstaklinga í þessa virkni af því virkniþjálfun er svo mikill og stór þáttur í að vinna með þunglyndiseinkenni. Það getur verið að þeir sem eru heima séu ekki að sækja sér þá félagsþjónustu sem er í boði og einangrist meira þar af leiðandi.“ Ástdís segist setja spurningarmerki við mikla þunglyndislyfjanotkun inni á öldrunarheimilunum. „Vegna þess að við sáum það í rannsókninni að það er 55% þunglyndislyfjanotkun inn á öldrunarheimilunum og 32% í heimahjúkrunarþjónustu og það er svolítið hátt miðað við að það sé 9,6% þunglyndistíðni inn á öldrunarheimilunum,“ segir Ástdís. Málefni aldraðra eru Ástdísi afar hugfólgin. Hún starfaði lengi vel á öldrunarheimilum og var mikið í kringum aldraða. Henni sárnaði að viðkvæðið væri gjarnan að depurðareinkenni fylgdu bara því að eldast. Ástdís segir það af og frá. Þá segir hún einnig íslenskar rannsóknir á andlegri líðan aldraðra einstaklinga skorta. „Þetta finnst mér svo rangt viðhorf og á ekki að vera. Mér fannst þurfa að skoða þetta nánar og vekja athygli á því að alveg sama hvort þú sért áttatíu ára eða fimmtán þá áttu alveg sama rétt á því að vera hamingjusamu
Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30