Notkun táragass sætir gagnrýni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 19:30 Þessi mynd er tekin í Orlando í Flórída þann 2. júní þar sem lögregla hafði beitt táragasi gegn mótmælendum. AP Notkun táragass gegn mótmælendum í Bandaríkjunum sætir verulegri gagnrýni í þeirri mótmælaöldu sem þar nú geysar. Ekki síður í ljósi þess að táragas er flokkað sem efnavopn sem bannað er að nota í stríði. Í fréttum og á samfélagsmiðlum hefur birst fjöldinn allur af myndum og myndböndum undanfarnar vikur þar sem lögregla sést beita piparúða og jafnvel táragasi gegn mótmælendum. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um notkun lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum og sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi til að dreifa mannfjölda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir uppþot og óeirðir. Með öðrum orðum: Lögregla má beita því gegn borgurum í óeirðum innanlands en hermenn ekki í stríði. Lögreglan í New Orleans svaraði fyrir beitingu lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum þar í borg á miðvikudaginn. „Við réðumst ekki á neinn. Við beittum ekki gasi á friðsöm mótmæli. Við notuðum gas á einstaklinga sem kusu að beita valdi gegn lögreglumönnum þegar þeir voru einfaldlega að reyna að vernda líf borgaranna okkar og annarra sem kusu að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til friðsamlegra mótmæla,“ sagði yfirlögregluþjónninn Shaun Ferguson í yfirlýsingu. Réttlæting valdstjórnarinnar á beitingu táragass hefur fallið í grýttan jarðveg. Táragas getur valdið margvíslegum einkennum, svo sem sviða og stingandi brunatilfinningu í húð, augum og munni, andþrengslum, hósta og jafnvel útbrotum og blöðrum eftir langvarandi snertingu við efnið. Einkenni líða þó oftast fljótt hjá þegar fólk kemst í burtu úr menguninni að því er lesa má í fræðsluefni á vef Landspítalans. Táragasi hefur ekki aðeins verið beitt gegn mótmælendum í Bandaríkjunum heldur einnig víða um heiminn. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Notkun táragass gegn mótmælendum í Bandaríkjunum sætir verulegri gagnrýni í þeirri mótmælaöldu sem þar nú geysar. Ekki síður í ljósi þess að táragas er flokkað sem efnavopn sem bannað er að nota í stríði. Í fréttum og á samfélagsmiðlum hefur birst fjöldinn allur af myndum og myndböndum undanfarnar vikur þar sem lögregla sést beita piparúða og jafnvel táragasi gegn mótmælendum. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um notkun lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum og sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi til að dreifa mannfjölda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir uppþot og óeirðir. Með öðrum orðum: Lögregla má beita því gegn borgurum í óeirðum innanlands en hermenn ekki í stríði. Lögreglan í New Orleans svaraði fyrir beitingu lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum þar í borg á miðvikudaginn. „Við réðumst ekki á neinn. Við beittum ekki gasi á friðsöm mótmæli. Við notuðum gas á einstaklinga sem kusu að beita valdi gegn lögreglumönnum þegar þeir voru einfaldlega að reyna að vernda líf borgaranna okkar og annarra sem kusu að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til friðsamlegra mótmæla,“ sagði yfirlögregluþjónninn Shaun Ferguson í yfirlýsingu. Réttlæting valdstjórnarinnar á beitingu táragass hefur fallið í grýttan jarðveg. Táragas getur valdið margvíslegum einkennum, svo sem sviða og stingandi brunatilfinningu í húð, augum og munni, andþrengslum, hósta og jafnvel útbrotum og blöðrum eftir langvarandi snertingu við efnið. Einkenni líða þó oftast fljótt hjá þegar fólk kemst í burtu úr menguninni að því er lesa má í fræðsluefni á vef Landspítalans. Táragasi hefur ekki aðeins verið beitt gegn mótmælendum í Bandaríkjunum heldur einnig víða um heiminn.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira