Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 08:08 Mótmælin í Washington-borg í gær eru talin þau fjölmennustu til þessa í mótmælaöldunni sem hófst fyrir að verða tveimur vikum. AP/Jacquelyn Martin Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. Að minnsta kosti tugir þúsunda manna tóku þátt í tólfta degi mótmælanna sem brutust út eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi verið sein til að áætla fjölda mótmælenda en þeir gætu hafa talið hundruð þúsunda. Í Washington-borg safnaðist fólk saman við Lincoln-minnisvarðann og gekk fylktu liði að Hvíta húsinu. Einn miðpunkta mótmælanna var torg sem borgarstjóri Washington nefndi Svört líf skipta máli-torgið rétt norðan við Hvíta húsið. „Mér líður eins og ég fái að vera hluti af sögunni og hluti af hópi fólks sem reynir að breyta heiminum fyrir alla,“ sagði Jamilah Muahyman, íbúi höfðuðborgarinnar, við Hvíta húsið. Fjölbreytni er sögð hafa einkennt mótmælendur í höfuðborginni. „Sérstaklega sem hvít manneskja hagnast ég á óbreyttu ástandi þannig að það að mæta ekki og taka ekki virkan þátt í að rífa niður kerfislægan rasisma gerir með meðsekan,“ sagði Michael Drummund, ríkisstarfsmaður við Reuters um ástæður þess að hann mótmælti í gær. Mótmælendur með hnefa á lofti við Lincoln-minnisvarðann í Washington-borg í gær.AP/Alex Brandon Segja heimatilbúnar „sprengjur“ hafa sært lögreglumenn AP-fréttastofan segir að á landsvísu hafi mótmæli gærdagsins verið að mestu leyti friðsamleg. Hátíðarstemming hafi ríkt frekar en spenna sem einkenndi mótmælin í síðustu viku. Þannig breyttu mótmælendur gatnamótum sums staðar í dansgólf og boðið var upp á snarl og vatn í tjöldum. Margir mótmælendur voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins. Engar fregnir voru af meiriháttar átökum á milli lögreglu og mótmælenda í New York eða Washington. Á vesturströndinni sló þó í brýnu á milli þeirra þegar leið á daginn. Hvíta húsið var víggirt fyrir mótmælin. Donald Trump forseti, sem aflýsti golfferð í einn af klúbbum sínum um helgina, tísti þaðan um að mótmælin væru smærri í sniðum en spáð hafði verið. Í Seattle, þar sem mótmæli voru friðsöm að mestu leyti, skutu lögreglumenn handsprengjum sem stuða fólk til þess að reka mótmælendur frá lögreglustöð. Lögreglan segir að mótmælendur hafi kastað steinum, flöskum og „sprengjum“ sem hafi sært nokkra lögreglumenn án þess að skýra það frekar, að sögn Washington Post. Í New York féllu mótmælendur niður á hné til þess að mótmæla kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Margir voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins sem enn geisar.AP/Craig Ruttle Dauði George Floyd Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56 Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. Að minnsta kosti tugir þúsunda manna tóku þátt í tólfta degi mótmælanna sem brutust út eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi verið sein til að áætla fjölda mótmælenda en þeir gætu hafa talið hundruð þúsunda. Í Washington-borg safnaðist fólk saman við Lincoln-minnisvarðann og gekk fylktu liði að Hvíta húsinu. Einn miðpunkta mótmælanna var torg sem borgarstjóri Washington nefndi Svört líf skipta máli-torgið rétt norðan við Hvíta húsið. „Mér líður eins og ég fái að vera hluti af sögunni og hluti af hópi fólks sem reynir að breyta heiminum fyrir alla,“ sagði Jamilah Muahyman, íbúi höfðuðborgarinnar, við Hvíta húsið. Fjölbreytni er sögð hafa einkennt mótmælendur í höfuðborginni. „Sérstaklega sem hvít manneskja hagnast ég á óbreyttu ástandi þannig að það að mæta ekki og taka ekki virkan þátt í að rífa niður kerfislægan rasisma gerir með meðsekan,“ sagði Michael Drummund, ríkisstarfsmaður við Reuters um ástæður þess að hann mótmælti í gær. Mótmælendur með hnefa á lofti við Lincoln-minnisvarðann í Washington-borg í gær.AP/Alex Brandon Segja heimatilbúnar „sprengjur“ hafa sært lögreglumenn AP-fréttastofan segir að á landsvísu hafi mótmæli gærdagsins verið að mestu leyti friðsamleg. Hátíðarstemming hafi ríkt frekar en spenna sem einkenndi mótmælin í síðustu viku. Þannig breyttu mótmælendur gatnamótum sums staðar í dansgólf og boðið var upp á snarl og vatn í tjöldum. Margir mótmælendur voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins. Engar fregnir voru af meiriháttar átökum á milli lögreglu og mótmælenda í New York eða Washington. Á vesturströndinni sló þó í brýnu á milli þeirra þegar leið á daginn. Hvíta húsið var víggirt fyrir mótmælin. Donald Trump forseti, sem aflýsti golfferð í einn af klúbbum sínum um helgina, tísti þaðan um að mótmælin væru smærri í sniðum en spáð hafði verið. Í Seattle, þar sem mótmæli voru friðsöm að mestu leyti, skutu lögreglumenn handsprengjum sem stuða fólk til þess að reka mótmælendur frá lögreglustöð. Lögreglan segir að mótmælendur hafi kastað steinum, flöskum og „sprengjum“ sem hafi sært nokkra lögreglumenn án þess að skýra það frekar, að sögn Washington Post. Í New York féllu mótmælendur niður á hné til þess að mótmæla kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Margir voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins sem enn geisar.AP/Craig Ruttle
Dauði George Floyd Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56 Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56
Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20