Vantreysta lögreglunni og óttast hana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2020 13:38 Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Doktor í afbrotafræði segir að svart fólk í Bandaríkjunum verði ekki eingöngu fyrir óhóflegri valdbeitingu af hendi lögreglunnar heldur teygi misréttið anga sína til réttarkerfisins. Rannsóknir sýni að svart fólk treystir ekki lögreglunni í Bandaríkjunum og óttast hana. Dr. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, nam afbrotafræði við borgarháskólann í New York, þar sem hún dvaldi í fimm ár. Doktorsverkefni Margrétar fjallaði um samskipti lögreglu og borgara í Bandaríkjunum með áherslu á minnihlutahópa. Margrét segir að kynþáttahyggja í Bandaríkjunum hafi viðgengist í aldanna rás, mótmælin sem eigi sér stað í Bandaríkjunum nú þurfi að skoða í samhengi við lengri sögu. „Það að lögreglan í Bandaríkjunum verði einhverjum að bana, þetta er bara eitthvað sem gerist í Bandaríkjunum. Það hafa síðustu ár þúsund manns látist af hendi bandarísku lögreglunnar á ári hverju en þetta myndband, það er auðvitað erfitt að horfa á það,“ segir hún. Margrét vísar þarna til myndskeiðs sem náðist af því þegar hvítur lögreglumaður varð George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, að bana með því að halda hné sínu á hálsi hans í nærri því níu mínútur vegna grunsemda um að Floyd hefði framvísað fölsuðum tuttugu dollara seðli. Lögreglumaðurinn og þrír félagar hans sem stóðu hjá hafa verið ákærðir fyrir morð. Raunveruleg mismunun sem á sér stað Samskipti lögreglunnar og svarts fólks í Bandaríkjunum hafa sögulega verið erfið, sérstaklega í hverfum þar sem mikil fátækt er til staðar, að sögn Margrétar. „Rannsóknir sýna það að svart fólk í Bandaríkjunum treystir ekki lögreglunni. Það óttast lögregluna og lögreglan í Bandaríkjunum upplifir meiri ógn af svörtu fólki heldur en hvítu og þetta gerir öll samskipti flókin og erfið,“ segir hún. Þetta verður til þess að þegar lögreglan stöðvar svart fólk er líklegra að hún grípi til einhvers konar valdbeitingar en þegar hvítur einstaklingur er stöðvaður. Þannig deyja hlutfallslega mun fleiri blökkumenn í samskiptum við lögreglu en hvítir. „Það er auðvitað sorglegt og það bendir allt til þess að það sé raunveruleg mismunun, ekki bara í aðgerðum lögreglu heldur í réttarkefinu öllu í Bandaríkjunum,“ segir Margrét. Frá mótmælum gegn lögregluofbeldi og misrétti í Washington-borg í gær. Talið er að mótmælin þar hafi verið þau fjölmennustu til þessa.Vísir/EPA Óljóst hver áhrifin verða Bent hafi verið á að tíðni afbrota á meðal blökkumanna í Bandaríkjunum sé hærri en á meðal hvítra og að það skýri hvers vegna lögreglan stöðvar þá frekar, handtekur og beitir frekar hörku. Margrét segir það rétt að einhverju leyti en skýri þó ekki að fullu mismunun sem á sér stað í löggæslu og réttarkerfinu. Spurð að því hvað hún telji að taki við í Bandaríkjunum nú segist Margrét ekki viss um hvort að dauði Floyd leiði til breytinga þrátt fyrir alla athyglina. Atvik af þessu tagi hafi verið svo mörg á undanförnum árum. Vísbendinar eru um að einstök mál eins og þetta hafi í einhverjum tilfellu leitt til breytinga til batnaðar hvað varðar mismunun og kynþáttafordóma. „Maður vonar það að þetta atvik muni leiða af sér allsherjar breytingar í löggæslu, í samskiptum lögreglu við minnihlutahópa og réttarkerfinu í heild,“ segir Margrét. Telur forsetann gera illt verra Mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin vegna dauða Floyd í tæpar tvær vikur og er talið að þau fjölmennustu hafi farið fram í Washington-borg í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist hart við og hótaði á mánudag að beita hernum til að kveða mótmælin niður. Hann hefur ítrekað sagt ríkisstjórum að beita meiri hörku gegn mótmælendum. Margrét telur að forsetinn hafi ýtt undir erfiðleikana og mótmælin með því að ala á sundrung í stað þess að reyna að sameina þjóðina. „Það að tala um að bregðast við mótmælum af fullri hörku og hervæða lögregluna held ég að geti verið hættulegt og séu mistök. Af því að það gerir þetta allt miklu erfiðara,“ segir hún. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. 7. júní 2020 08:08 Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. 6. júní 2020 11:33 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Doktor í afbrotafræði segir að svart fólk í Bandaríkjunum verði ekki eingöngu fyrir óhóflegri valdbeitingu af hendi lögreglunnar heldur teygi misréttið anga sína til réttarkerfisins. Rannsóknir sýni að svart fólk treystir ekki lögreglunni í Bandaríkjunum og óttast hana. Dr. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, nam afbrotafræði við borgarháskólann í New York, þar sem hún dvaldi í fimm ár. Doktorsverkefni Margrétar fjallaði um samskipti lögreglu og borgara í Bandaríkjunum með áherslu á minnihlutahópa. Margrét segir að kynþáttahyggja í Bandaríkjunum hafi viðgengist í aldanna rás, mótmælin sem eigi sér stað í Bandaríkjunum nú þurfi að skoða í samhengi við lengri sögu. „Það að lögreglan í Bandaríkjunum verði einhverjum að bana, þetta er bara eitthvað sem gerist í Bandaríkjunum. Það hafa síðustu ár þúsund manns látist af hendi bandarísku lögreglunnar á ári hverju en þetta myndband, það er auðvitað erfitt að horfa á það,“ segir hún. Margrét vísar þarna til myndskeiðs sem náðist af því þegar hvítur lögreglumaður varð George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, að bana með því að halda hné sínu á hálsi hans í nærri því níu mínútur vegna grunsemda um að Floyd hefði framvísað fölsuðum tuttugu dollara seðli. Lögreglumaðurinn og þrír félagar hans sem stóðu hjá hafa verið ákærðir fyrir morð. Raunveruleg mismunun sem á sér stað Samskipti lögreglunnar og svarts fólks í Bandaríkjunum hafa sögulega verið erfið, sérstaklega í hverfum þar sem mikil fátækt er til staðar, að sögn Margrétar. „Rannsóknir sýna það að svart fólk í Bandaríkjunum treystir ekki lögreglunni. Það óttast lögregluna og lögreglan í Bandaríkjunum upplifir meiri ógn af svörtu fólki heldur en hvítu og þetta gerir öll samskipti flókin og erfið,“ segir hún. Þetta verður til þess að þegar lögreglan stöðvar svart fólk er líklegra að hún grípi til einhvers konar valdbeitingar en þegar hvítur einstaklingur er stöðvaður. Þannig deyja hlutfallslega mun fleiri blökkumenn í samskiptum við lögreglu en hvítir. „Það er auðvitað sorglegt og það bendir allt til þess að það sé raunveruleg mismunun, ekki bara í aðgerðum lögreglu heldur í réttarkefinu öllu í Bandaríkjunum,“ segir Margrét. Frá mótmælum gegn lögregluofbeldi og misrétti í Washington-borg í gær. Talið er að mótmælin þar hafi verið þau fjölmennustu til þessa.Vísir/EPA Óljóst hver áhrifin verða Bent hafi verið á að tíðni afbrota á meðal blökkumanna í Bandaríkjunum sé hærri en á meðal hvítra og að það skýri hvers vegna lögreglan stöðvar þá frekar, handtekur og beitir frekar hörku. Margrét segir það rétt að einhverju leyti en skýri þó ekki að fullu mismunun sem á sér stað í löggæslu og réttarkerfinu. Spurð að því hvað hún telji að taki við í Bandaríkjunum nú segist Margrét ekki viss um hvort að dauði Floyd leiði til breytinga þrátt fyrir alla athyglina. Atvik af þessu tagi hafi verið svo mörg á undanförnum árum. Vísbendinar eru um að einstök mál eins og þetta hafi í einhverjum tilfellu leitt til breytinga til batnaðar hvað varðar mismunun og kynþáttafordóma. „Maður vonar það að þetta atvik muni leiða af sér allsherjar breytingar í löggæslu, í samskiptum lögreglu við minnihlutahópa og réttarkerfinu í heild,“ segir Margrét. Telur forsetann gera illt verra Mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin vegna dauða Floyd í tæpar tvær vikur og er talið að þau fjölmennustu hafi farið fram í Washington-borg í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist hart við og hótaði á mánudag að beita hernum til að kveða mótmælin niður. Hann hefur ítrekað sagt ríkisstjórum að beita meiri hörku gegn mótmælendum. Margrét telur að forsetinn hafi ýtt undir erfiðleikana og mótmælin með því að ala á sundrung í stað þess að reyna að sameina þjóðina. „Það að tala um að bregðast við mótmælum af fullri hörku og hervæða lögregluna held ég að geti verið hættulegt og séu mistök. Af því að það gerir þetta allt miklu erfiðara,“ segir hún.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. 7. júní 2020 08:08 Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. 6. júní 2020 11:33 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. 7. júní 2020 08:08
Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. 6. júní 2020 11:33