Elías fær mikið lof: „Getur allt og verður söluvara fyrir Midtjylland“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 13:00 Elías Rafn fagnar sigri með U19 liði Midtjylland á síðustu leiktíð. vísir/getty Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn, Elías Rafn Ólafsson, fær mikið lof í grein Ekstra Bladet en í þeirri grein er fjallað um þá leikmenn sem hafa skarað fram úr í 2. deildinni í Danmörku. Elías er á láni hjá Århus Fremad frá Midtjylland en hann hefur staðið sig vel í marki Árósar-liðsins sem er í toppsæti í öðrum riðlinum í 2. deildinni. Hún er þó enn í pásu vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær hún fer aftur af stað. Þjálfarar liða í deildinni voru beðnir um að nefna þá leikmenn sem hafa verið bestir á leiktíðinni og í það minnsta tveir þjálfarar fóru fögrum orðum um markvörðinn hávaxna en hann er 201 sentímetrar að hæð. „Hann er mjög góður. Mikið efni. Hann er góður í teignum og það geislar af honum. Hann tekur allt það sem hann á að taka og aðeins meira en það. Það er sjaldan sem maður sér markvörð gera það þegar hann er ekki eldri en þetta,“ sagði Tom Sojberg, þjálfari Brabrand. Vi er helt enige og vi glæder os til at se Elias holde 6 nye clean sheets resten af sæsonen Læs her lidt talenterne i @EkstraBladet Sport 2. division #dsng #forzafremad #6k6phttps://t.co/EM7ZM3oJr8— Aarhus Fremad (@Aarhus_Fremad) June 6, 2020 „Hann er hávaxinn markvörður en hagar sér ekki þannig. Hann hefur mikinn sprengikraft og hann er eitt mesta efnið,“ bætti Tom við. Bo Zinck, þjálfari Jammerbrugt, tekur í sama streng. „Hann er góður. Hann er besti markvörðurinn í 2. deildinni. Hann getur allt: Spilað með fótunum, rólegur og með góð viðbrögð. Hann hefur allt til þess að spila í úrvalsdeildinni og meira til. Hans pakki dugar í það minnsta að spila í úrvalsdeildinni,“ sagði Bo. „Hann verður stærri og sterkari á hverri einustu æfingu. Hann verður skrímsli í Superligunni ef þeir fá hann þangað inn. Hann verður efni til þess að selja fyrir Midtjylland.“ Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn, Elías Rafn Ólafsson, fær mikið lof í grein Ekstra Bladet en í þeirri grein er fjallað um þá leikmenn sem hafa skarað fram úr í 2. deildinni í Danmörku. Elías er á láni hjá Århus Fremad frá Midtjylland en hann hefur staðið sig vel í marki Árósar-liðsins sem er í toppsæti í öðrum riðlinum í 2. deildinni. Hún er þó enn í pásu vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær hún fer aftur af stað. Þjálfarar liða í deildinni voru beðnir um að nefna þá leikmenn sem hafa verið bestir á leiktíðinni og í það minnsta tveir þjálfarar fóru fögrum orðum um markvörðinn hávaxna en hann er 201 sentímetrar að hæð. „Hann er mjög góður. Mikið efni. Hann er góður í teignum og það geislar af honum. Hann tekur allt það sem hann á að taka og aðeins meira en það. Það er sjaldan sem maður sér markvörð gera það þegar hann er ekki eldri en þetta,“ sagði Tom Sojberg, þjálfari Brabrand. Vi er helt enige og vi glæder os til at se Elias holde 6 nye clean sheets resten af sæsonen Læs her lidt talenterne i @EkstraBladet Sport 2. division #dsng #forzafremad #6k6phttps://t.co/EM7ZM3oJr8— Aarhus Fremad (@Aarhus_Fremad) June 6, 2020 „Hann er hávaxinn markvörður en hagar sér ekki þannig. Hann hefur mikinn sprengikraft og hann er eitt mesta efnið,“ bætti Tom við. Bo Zinck, þjálfari Jammerbrugt, tekur í sama streng. „Hann er góður. Hann er besti markvörðurinn í 2. deildinni. Hann getur allt: Spilað með fótunum, rólegur og með góð viðbrögð. Hann hefur allt til þess að spila í úrvalsdeildinni og meira til. Hans pakki dugar í það minnsta að spila í úrvalsdeildinni,“ sagði Bo. „Hann verður stærri og sterkari á hverri einustu æfingu. Hann verður skrímsli í Superligunni ef þeir fá hann þangað inn. Hann verður efni til þess að selja fyrir Midtjylland.“
Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira