Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2020 15:41 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann telji gagnrýnina vera óþarfa upphlaup. Nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Sett hafi verið fram hugmynd um veglínu sem myndi raska rekstri flugfélagsins Ernis og því hafi fundur verið haldinn með félaginu. Hörð viðbrögð hafi komið fram á þeim fundi og strax í kjölfarið hafi verið óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir. Fundargerð frá umræddum fundi lögfræðinga borgarinnar með fulltrúum Flugfélagsins sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo, að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum húsið og að flugskýli Ernis yrði rifið bótalaust. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir málið vera borgarmeirihlutanum til skammar. „Það er algjörlega forkastanlegt að borgin ætli að eyðileggja í raun og veru flugrekstur þarna með þessum hætti og síðan í raun og veru bíta höfuðið af skömminni með því að ætla ekki að borga bætur fyrir, ég hef bara aldrei séð annað eins. Þetta er náttúrlega alls ekki í lagi,“ segir Eyþór. „Borgarstjóri reynir að bakka með málið en fundargerðin alveg talar sínu máli og þetta er alveg skýrt, það stendur til að fara þarna með veg og það var engin önnur leið sem borgin var með nema að fara bara þarna beint í gegnum þetta flugskýli,“ segir Eyþór. Fram kom í máli lögfræðings borgarinnar á fundinum, að því er segir í fundargerðinni, að flugfélagið hafi engin lóðarréttindi á svæðinu sem leiði til þess að fjarlægja þurfi skýlið. Forstjóri Ernis vísaði þá til þess að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár og vísaði til hefðarréttinda. Lagði forstjóri Ernis til að veglínan yrði færð. Lögfræðingur kvaðst þá munu kanna hvort aðrar lausnir væru í boði en „taldi þó hætt við að búið væri að skoða það,“ eins og það er orðað í fundargerðinni. Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann telji gagnrýnina vera óþarfa upphlaup. Nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Sett hafi verið fram hugmynd um veglínu sem myndi raska rekstri flugfélagsins Ernis og því hafi fundur verið haldinn með félaginu. Hörð viðbrögð hafi komið fram á þeim fundi og strax í kjölfarið hafi verið óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir. Fundargerð frá umræddum fundi lögfræðinga borgarinnar með fulltrúum Flugfélagsins sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo, að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum húsið og að flugskýli Ernis yrði rifið bótalaust. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir málið vera borgarmeirihlutanum til skammar. „Það er algjörlega forkastanlegt að borgin ætli að eyðileggja í raun og veru flugrekstur þarna með þessum hætti og síðan í raun og veru bíta höfuðið af skömminni með því að ætla ekki að borga bætur fyrir, ég hef bara aldrei séð annað eins. Þetta er náttúrlega alls ekki í lagi,“ segir Eyþór. „Borgarstjóri reynir að bakka með málið en fundargerðin alveg talar sínu máli og þetta er alveg skýrt, það stendur til að fara þarna með veg og það var engin önnur leið sem borgin var með nema að fara bara þarna beint í gegnum þetta flugskýli,“ segir Eyþór. Fram kom í máli lögfræðings borgarinnar á fundinum, að því er segir í fundargerðinni, að flugfélagið hafi engin lóðarréttindi á svæðinu sem leiði til þess að fjarlægja þurfi skýlið. Forstjóri Ernis vísaði þá til þess að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár og vísaði til hefðarréttinda. Lagði forstjóri Ernis til að veglínan yrði færð. Lögfræðingur kvaðst þá munu kanna hvort aðrar lausnir væru í boði en „taldi þó hætt við að búið væri að skoða það,“ eins og það er orðað í fundargerðinni.
Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira