Bjarni sagði sögur af glaumgosa: Þurfti að hoppa úr liðsrútunni á leið í leik því hann sá reyk úr íbúðinni sinni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2020 16:15 Andy van der Meyde í leik með Everton. vísir/getty Bjarni Þór Viðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðinu hjá Jóhanni Skúla Jónssyni þar sem hann valdi þá ellefu leikmenn í Draumaliðið sitt. Einn þeirra var glaumgosinn Andy van der Meyde. Van Der Meyde var einn þeirra sem kom til tals. Hollendingurinn var á mála hjá Everton frá 2005 til 2009 en Bjarni var samningsbundinn Everton frá 2004 til 2008. Hann segir að Van Der Meyde, sem kom frá Inter Milan, hafi verið ansi skrautlegur og það byrjaði ekki vel hjá honum á Englandi. „Ég var með sama umboðsmann og hann á þessum tíma. Van Der Meyde kemur og fyrsta daginn þá mætti hann á gulum Ferrari. Allt í lagi. Það voru allir á flottum bílum en það var kannski ekki alveg stemningin þarna fyrir gulum Ferari. Það var Skoti sem var þjálfari en jæja,“ sagði Bjarni Þór. „Ég held að hann hafi byrjað ágætlega en mjög fljótlega var hann byrjaður að sofa yfir sig. Hann átti líka erfitt persónulega. Mig minnir að dóttir hans hafi verið langveik og fyrsta sinn sem hann mætti ekki á æfingu þurfti hann að fara til læknis með hana. Moyes var brjálaður að hann hafi ekki látið sig vita og þetta var allt svona.“ Draumaliðið · Bjarni Þo r Viðarsson Bjarni og Van Der Meyde voru ekki að komast í liðið hjá aðalliði Everton og því spiluðu þeir marga leiki með varaliði félagsins. Þar náðu þeir ágætlega saman. „Það var mjög gaman að spila með honum í varaliðinu. Við spiluðum á rúgbí-velli og það var gaman að honum. Þegar hann var að klobba einhvern, þá kallaði hann það og hann var alltaf eitthvað að djóka. Hann var mjög fyndinn karakter.“ „Ég var kannski ekkert hressasti á þessum tíma en hann leitaði til mín, kannski útaf því ég var eini útlendingurinn í varaliðinu ásamt honum. Það eru fullt af skemmtilegum sögum af honum og kannski ekki allar við hæfi hér.“ Bjarni ákvað þó að rifja upp eina sögu af Hollendingnum skrautlega en hann lifði afar skrautlegu lífi. „Ein góð er þegar við vorum að keyra í varaliðsleik gegn Wigan. Við erum að keyra framhjá Albert Dock, sögufrægum stað í Liverpool. Hann bjó hliðin á því og minn maður byrjar svo: „F***, what's going on?“ Þá er hann alveg brjálaður með hollenskum hrein. Þá er reykur úr íbúðinni hans. Þá hafði hann gleymt að slökkva á eldivélinni.“ „Rútan þurfti að stoppa og hann þurfti að fara út. Löggan og slökkviliðið var komið fyrir utan og hann spilaði ekki leikinn. Þetta var týpískur hann. Hann var svo að þruma á rúðuna þegar við vorum að keyra, gefa fólki fokkputta og múna. Helvíti flottur,“ sagði Bjarni. Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Bjarni Þór Viðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðinu hjá Jóhanni Skúla Jónssyni þar sem hann valdi þá ellefu leikmenn í Draumaliðið sitt. Einn þeirra var glaumgosinn Andy van der Meyde. Van Der Meyde var einn þeirra sem kom til tals. Hollendingurinn var á mála hjá Everton frá 2005 til 2009 en Bjarni var samningsbundinn Everton frá 2004 til 2008. Hann segir að Van Der Meyde, sem kom frá Inter Milan, hafi verið ansi skrautlegur og það byrjaði ekki vel hjá honum á Englandi. „Ég var með sama umboðsmann og hann á þessum tíma. Van Der Meyde kemur og fyrsta daginn þá mætti hann á gulum Ferrari. Allt í lagi. Það voru allir á flottum bílum en það var kannski ekki alveg stemningin þarna fyrir gulum Ferari. Það var Skoti sem var þjálfari en jæja,“ sagði Bjarni Þór. „Ég held að hann hafi byrjað ágætlega en mjög fljótlega var hann byrjaður að sofa yfir sig. Hann átti líka erfitt persónulega. Mig minnir að dóttir hans hafi verið langveik og fyrsta sinn sem hann mætti ekki á æfingu þurfti hann að fara til læknis með hana. Moyes var brjálaður að hann hafi ekki látið sig vita og þetta var allt svona.“ Draumaliðið · Bjarni Þo r Viðarsson Bjarni og Van Der Meyde voru ekki að komast í liðið hjá aðalliði Everton og því spiluðu þeir marga leiki með varaliði félagsins. Þar náðu þeir ágætlega saman. „Það var mjög gaman að spila með honum í varaliðinu. Við spiluðum á rúgbí-velli og það var gaman að honum. Þegar hann var að klobba einhvern, þá kallaði hann það og hann var alltaf eitthvað að djóka. Hann var mjög fyndinn karakter.“ „Ég var kannski ekkert hressasti á þessum tíma en hann leitaði til mín, kannski útaf því ég var eini útlendingurinn í varaliðinu ásamt honum. Það eru fullt af skemmtilegum sögum af honum og kannski ekki allar við hæfi hér.“ Bjarni ákvað þó að rifja upp eina sögu af Hollendingnum skrautlega en hann lifði afar skrautlegu lífi. „Ein góð er þegar við vorum að keyra í varaliðsleik gegn Wigan. Við erum að keyra framhjá Albert Dock, sögufrægum stað í Liverpool. Hann bjó hliðin á því og minn maður byrjar svo: „F***, what's going on?“ Þá er hann alveg brjálaður með hollenskum hrein. Þá er reykur úr íbúðinni hans. Þá hafði hann gleymt að slökkva á eldivélinni.“ „Rútan þurfti að stoppa og hann þurfti að fara út. Löggan og slökkviliðið var komið fyrir utan og hann spilaði ekki leikinn. Þetta var týpískur hann. Hann var svo að þruma á rúðuna þegar við vorum að keyra, gefa fólki fokkputta og múna. Helvíti flottur,“ sagði Bjarni.
Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira