Greta Salóme frumsýnir myndband við lagið Án þín Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. júní 2020 16:29 Söngkonan Greta Salóme frumsýnir á Vísi myndband við lagið Án þín. Skjáskot „Ég elska þetta lag eins og svo margir Íslendingar. Það er einhver mystík og kuldi við það sem ég fíla,“ segir söngkonan Greta Salóme. Hún frumsýnir hér á Vísi myndband sitt við Trúbrot lagið Án þín. „Ég man eftir að hafa heyrt þetta heima í æsku. Mamma hlustaði svolítið á þetta og svo er þetta eitt af þessum lögum sem við þekkjum flest og situr í okkur. Ég er lengi búin að ganga með þessa hugmynd í kollinum að gera eitthvað alveg nýtt og öðruvísi við þetta lag og ég kláraði þessa útgáfu fyrir einu og hálfu ári síðan og er eiginlega bara búin að sitja á þessu,“ útskýrir Greta Salome. „Mér fannst textinn hans Þorsteins Eggertssonar eitthvað svo sérstaklega viðeigandi núna þegar við erum hálfein í heiminum hérna á þessari eyju. Það að syngja um að vera án einhvers á helstu ferðamannastöðum Íslands sem voru gjörsamlega tómir var ótrúlega mögnuð upplifun. Ég hef alltaf elskað trúbrot. Þetta er eitthvað sem mamma hlustaði svolítið á þegar ég var lítil og ótrúlegir snillingar sem voru í þessari hljómsveit. Ég hef alltaf dýrkað röddina hennar Shady Owens.“ Greta Salome syngur sjálf allar raddirnar inn fyrir myndbandið. „Við tókum myndbandið upp í byrjun maí á Suðurlandinu á öllum helstu túristastöðunum. Það var eitthvað svo ótrúlega magnað og skrýtið að vera þar sem yfirleitt er troðið af ferðamönnum og það var bókstaflega ekki ein manneskja þar. Upplifun sem ég á aldrei eftir að gleyma. Ég var svo heppin að fá að vinna með eintómum snillingum að myndbandinu. Þau heita Guðjón Hermannsson betur þekktur sem Gaui H og Marita Joensen. Þau komu með svo skemmtilegar hugmyndir og voru svo ótrúlega jákvæð og frábær. Þau eru svona fólk sem breyta öllu í gull í kringum sig. Sá sem pródúseraði lagið heitir Emil Lei og er danskur pródúsent. Við höfum unnið mikið saman frá árinu 2017 og hann er núna að verða einn eftirsóttasti pródúsent Danmörku. Hann er alveg ótrúlega flottur í því sem hann gerir og kemur alltaf með skemmtilegar og öðruvísi nálganir.“ Hægt er að horfa á myndbandið við lagið Án þín í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Greta Salóme - Án þín Hundurinn Moli átti stjörnuleik í þessu myndbandi og segir Greta Salóme að hann hafi verið algjörlega geggjaður í tökum. „Eigendurnir fá sérstakt hrós fyrir að lána okkur Mola í þetta myndband. Ég er að spá Grímu-tilnefningu á hann fyrir næsta ár.“ Greta Salóme segir að hlutirnir séu nú hægt og rólega að fara af stað aftur eftir ansi langt stopp vegna Covid og samkomubanns. „Þetta ástand hefur heldur betur breytt heimsmyndinni en ég segi fyrir mitt leiti að ég hafði gott af þessu stoppi. Ég hef verið að spila svo mikið úti síðustu ár og verið að fljúga endalaust á milli staða með tónleika og svo verið á fullu hérna heima þannig að þetta eru búin að bera mikil viðbrigði. Ég verð að spila mikið heima í sumar og er að vinna í alls konar nýju efni og verkefnum. Svo eins og staðan er núna þá standa samningar fyrir tónleikaferðir úti frá og með haustinu en það verður að koma í ljós.“ Tónlist Tengdar fréttir Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ 7. apríl 2020 20:20 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
„Ég elska þetta lag eins og svo margir Íslendingar. Það er einhver mystík og kuldi við það sem ég fíla,“ segir söngkonan Greta Salóme. Hún frumsýnir hér á Vísi myndband sitt við Trúbrot lagið Án þín. „Ég man eftir að hafa heyrt þetta heima í æsku. Mamma hlustaði svolítið á þetta og svo er þetta eitt af þessum lögum sem við þekkjum flest og situr í okkur. Ég er lengi búin að ganga með þessa hugmynd í kollinum að gera eitthvað alveg nýtt og öðruvísi við þetta lag og ég kláraði þessa útgáfu fyrir einu og hálfu ári síðan og er eiginlega bara búin að sitja á þessu,“ útskýrir Greta Salome. „Mér fannst textinn hans Þorsteins Eggertssonar eitthvað svo sérstaklega viðeigandi núna þegar við erum hálfein í heiminum hérna á þessari eyju. Það að syngja um að vera án einhvers á helstu ferðamannastöðum Íslands sem voru gjörsamlega tómir var ótrúlega mögnuð upplifun. Ég hef alltaf elskað trúbrot. Þetta er eitthvað sem mamma hlustaði svolítið á þegar ég var lítil og ótrúlegir snillingar sem voru í þessari hljómsveit. Ég hef alltaf dýrkað röddina hennar Shady Owens.“ Greta Salome syngur sjálf allar raddirnar inn fyrir myndbandið. „Við tókum myndbandið upp í byrjun maí á Suðurlandinu á öllum helstu túristastöðunum. Það var eitthvað svo ótrúlega magnað og skrýtið að vera þar sem yfirleitt er troðið af ferðamönnum og það var bókstaflega ekki ein manneskja þar. Upplifun sem ég á aldrei eftir að gleyma. Ég var svo heppin að fá að vinna með eintómum snillingum að myndbandinu. Þau heita Guðjón Hermannsson betur þekktur sem Gaui H og Marita Joensen. Þau komu með svo skemmtilegar hugmyndir og voru svo ótrúlega jákvæð og frábær. Þau eru svona fólk sem breyta öllu í gull í kringum sig. Sá sem pródúseraði lagið heitir Emil Lei og er danskur pródúsent. Við höfum unnið mikið saman frá árinu 2017 og hann er núna að verða einn eftirsóttasti pródúsent Danmörku. Hann er alveg ótrúlega flottur í því sem hann gerir og kemur alltaf með skemmtilegar og öðruvísi nálganir.“ Hægt er að horfa á myndbandið við lagið Án þín í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Greta Salóme - Án þín Hundurinn Moli átti stjörnuleik í þessu myndbandi og segir Greta Salóme að hann hafi verið algjörlega geggjaður í tökum. „Eigendurnir fá sérstakt hrós fyrir að lána okkur Mola í þetta myndband. Ég er að spá Grímu-tilnefningu á hann fyrir næsta ár.“ Greta Salóme segir að hlutirnir séu nú hægt og rólega að fara af stað aftur eftir ansi langt stopp vegna Covid og samkomubanns. „Þetta ástand hefur heldur betur breytt heimsmyndinni en ég segi fyrir mitt leiti að ég hafði gott af þessu stoppi. Ég hef verið að spila svo mikið úti síðustu ár og verið að fljúga endalaust á milli staða með tónleika og svo verið á fullu hérna heima þannig að þetta eru búin að bera mikil viðbrigði. Ég verð að spila mikið heima í sumar og er að vinna í alls konar nýju efni og verkefnum. Svo eins og staðan er núna þá standa samningar fyrir tónleikaferðir úti frá og með haustinu en það verður að koma í ljós.“
Tónlist Tengdar fréttir Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ 7. apríl 2020 20:20 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ 7. apríl 2020 20:20