Formaðurinn valdi rétta fólkið Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 19:00 Fylkismenn spiluðu til sigurs í úrslitaleiknum í gær. MYND/STÖÐ 2 Fylkismenn eru bestir á Íslandi í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Offensive en þeir unnu FH í gær, 2-0, í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar. Fylkir vann fyrra kortið, Inferno, 16-11 og það næsta, Vertigo, 16-7. Þorsteinn Friðfinnsson segir árangur Fylkis að stórum hluta að þakka fyrrverandi formanni rafíþróttadeildarinnar sem hafi sett saman svo sterkt lið. „Það er örugglega út af reynslunni sem Aron Ólafs er með, sem er fyrrverandi formaður Fylkis. Hann er búinn að vera í þessu 15-20 ár og þekkir þetta vel. Ég hef unnið með honum í 2-3 ár, fyrra liðið mitt var þar líka, og sé að hann veit alveg hvað hann er að gera og pikkar út rétta fólkið,“ segir Þorsteinn við Rikka G í Sportpakkanum á Stöð 2. Þorsteinn segist sjá þess skýr merki að vinsældir rafíþrótta séu að aukast. „Klárlega. Með Stöð 2 Esport og svona þá er þetta bara næsta stóra íþróttin að mínu mati,“ segir Þorsteinn, og hann segir mikla þjálfun búa að baki því að ná eins langt og Fylkismenn hafa gert: „Fyrir mér er þetta bara alveg eins og fótbolti, fyrir utan líkamlega þáttinn. Þetta er eins og í fótbolta, að þegar þú sendir boltann þangað þá fer þessi leikmaður þangað, og svo framvegis. Að hugsa um hvað aðrir eru að fara að gera og um leið hvað þú ætlar að gera sjálfur. Þetta er hugaríþrótt, en eins og allar aðrar íþróttir.“ Klippa: Sportpakkinn - Fylkismenn bestir í Counter-Strike Rafíþróttir Fylkir Sportpakkinn Tengdar fréttir Fylkir hirti gullið í Stórmeistaramótinu Fylkismenn stóðu upp sem sigurvegarar í Stórmeistaramótinu en þetta er stærsti bikar Íslands í rafíþróttum. 7. júní 2020 22:30 „Held að rafíþróttir verði stærri en handbolti“ Fylkismennirnir Bjarni Þór Guðmundsson og Eðvarð Þór Heimisson eru klárir í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO þar sem þeir mæta FH-ingum. 6. júní 2020 12:30 Fylkir og FH óvænt í úrslit Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. 1. júní 2020 21:10 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti
Fylkismenn eru bestir á Íslandi í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Offensive en þeir unnu FH í gær, 2-0, í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar. Fylkir vann fyrra kortið, Inferno, 16-11 og það næsta, Vertigo, 16-7. Þorsteinn Friðfinnsson segir árangur Fylkis að stórum hluta að þakka fyrrverandi formanni rafíþróttadeildarinnar sem hafi sett saman svo sterkt lið. „Það er örugglega út af reynslunni sem Aron Ólafs er með, sem er fyrrverandi formaður Fylkis. Hann er búinn að vera í þessu 15-20 ár og þekkir þetta vel. Ég hef unnið með honum í 2-3 ár, fyrra liðið mitt var þar líka, og sé að hann veit alveg hvað hann er að gera og pikkar út rétta fólkið,“ segir Þorsteinn við Rikka G í Sportpakkanum á Stöð 2. Þorsteinn segist sjá þess skýr merki að vinsældir rafíþrótta séu að aukast. „Klárlega. Með Stöð 2 Esport og svona þá er þetta bara næsta stóra íþróttin að mínu mati,“ segir Þorsteinn, og hann segir mikla þjálfun búa að baki því að ná eins langt og Fylkismenn hafa gert: „Fyrir mér er þetta bara alveg eins og fótbolti, fyrir utan líkamlega þáttinn. Þetta er eins og í fótbolta, að þegar þú sendir boltann þangað þá fer þessi leikmaður þangað, og svo framvegis. Að hugsa um hvað aðrir eru að fara að gera og um leið hvað þú ætlar að gera sjálfur. Þetta er hugaríþrótt, en eins og allar aðrar íþróttir.“ Klippa: Sportpakkinn - Fylkismenn bestir í Counter-Strike
Rafíþróttir Fylkir Sportpakkinn Tengdar fréttir Fylkir hirti gullið í Stórmeistaramótinu Fylkismenn stóðu upp sem sigurvegarar í Stórmeistaramótinu en þetta er stærsti bikar Íslands í rafíþróttum. 7. júní 2020 22:30 „Held að rafíþróttir verði stærri en handbolti“ Fylkismennirnir Bjarni Þór Guðmundsson og Eðvarð Þór Heimisson eru klárir í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO þar sem þeir mæta FH-ingum. 6. júní 2020 12:30 Fylkir og FH óvænt í úrslit Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. 1. júní 2020 21:10 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti
Fylkir hirti gullið í Stórmeistaramótinu Fylkismenn stóðu upp sem sigurvegarar í Stórmeistaramótinu en þetta er stærsti bikar Íslands í rafíþróttum. 7. júní 2020 22:30
„Held að rafíþróttir verði stærri en handbolti“ Fylkismennirnir Bjarni Þór Guðmundsson og Eðvarð Þór Heimisson eru klárir í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO þar sem þeir mæta FH-ingum. 6. júní 2020 12:30
Fylkir og FH óvænt í úrslit Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. 1. júní 2020 21:10