Þúsundir minnast George Floyd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 20:50 Fólk stendur í röðum til að votta George Floyd virðingu sína í Houston. Mario Tama/Getty Images Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. Lík Floyd er nú í Houston en hann varði æskuárunum í þessari fjölmennustu borg Texasríkis. Almenningi hefur verið boðið að votta honum virðingu sína á milli klukkan fimm og ellefu í kvöld og sögðust borgaryfirvöld búast við um tíu þúsund gestum. Dauði Floyd hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum og reyndar víðs vegar um heiminn. Fjölmargir hafa safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og krafið stjórnvöld um aðgerðir. Meirihluti borgarstjórnar Minneapolis, þar sem Floyd lést, hét því í gærkvöldi að lögreglan í borginni yrði lögð niður. Embættið hefur ítrekað verið sakað um kynþáttamismunun og ofbeldisverk á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir hvernig löggæslu verður háttað í framtíðinni en til stendur að leita tillagna hjá almenningi. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings brugðust við stöðunni í dag og kynntu nýtt frumvarp um breytingar á starfsemi lögreglunnar í landinu. Frumvarpið gengur meðal annars út á að auðvelda það að sækja lögregluþjóna til saka. Þá yrðu hálstök einnig bönnuð. Derek Chauvin, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt Floyd, mætti fyrir dóm í dag rétt eftir klukkan 18 að íslenskum tíma. Hann er sakaður um morð af annarri gráðu og á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8. júní 2020 16:09 Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja leggja lögregluna niður 7. júní 2020 23:39 Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8. júní 2020 09:15 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. Lík Floyd er nú í Houston en hann varði æskuárunum í þessari fjölmennustu borg Texasríkis. Almenningi hefur verið boðið að votta honum virðingu sína á milli klukkan fimm og ellefu í kvöld og sögðust borgaryfirvöld búast við um tíu þúsund gestum. Dauði Floyd hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum og reyndar víðs vegar um heiminn. Fjölmargir hafa safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og krafið stjórnvöld um aðgerðir. Meirihluti borgarstjórnar Minneapolis, þar sem Floyd lést, hét því í gærkvöldi að lögreglan í borginni yrði lögð niður. Embættið hefur ítrekað verið sakað um kynþáttamismunun og ofbeldisverk á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir hvernig löggæslu verður háttað í framtíðinni en til stendur að leita tillagna hjá almenningi. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings brugðust við stöðunni í dag og kynntu nýtt frumvarp um breytingar á starfsemi lögreglunnar í landinu. Frumvarpið gengur meðal annars út á að auðvelda það að sækja lögregluþjóna til saka. Þá yrðu hálstök einnig bönnuð. Derek Chauvin, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt Floyd, mætti fyrir dóm í dag rétt eftir klukkan 18 að íslenskum tíma. Hann er sakaður um morð af annarri gráðu og á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8. júní 2020 16:09 Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja leggja lögregluna niður 7. júní 2020 23:39 Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8. júní 2020 09:15 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8. júní 2020 16:09
Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8. júní 2020 09:15