Vilja hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns vegna stöðu hans gagnvart Samherja Andri Eysteinsson skrifar 8. júní 2020 22:50 Þórhildur Sunna lagði til frumkvæðisathugun sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill nú hætta. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna stöðu hans gegn útgerðarfyrirtækinu Samherja verður hætt nái vilji meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram að ganga, þvert á vilja þeirra þriggja þingmanna minnihlutans sem lögðu athugunina til í nefndinni. Þetta kemur fram í færslu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur pírata á Facebook síðu hennar auk þess sem afstaða þingmannanna kemur fram í fundargerðum nefndarinnar. Auk Þórhildar Sunnu samþykktu þeir Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, og Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, að hefja frumkvæðisathugun á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 6. desember síðastliðinn. Þá hafði málefni Samherja í Namibíu verið í umræðunni eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í nóvember. Á fundi nefndarinnar föstudaginn 5. júní bókaði varaformaður nefndarinnar, Líneik Anna Sævarsdóttir bókun þess efnis að eftir umfjöllun nefndarinnar um málefnið liggi það fyrir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „hefði engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum í skilningi stjórnsýslulaga, hvorki fjárhagslegra né persónulegra. Samkvæmt lögum metur ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Ég tel frekari könnun tilgangslausa og tel ekki tilefni til frekari umfjöllunar um þessa frumkvæðisathugun innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.“ Þingmennirnir Birgir Ármannsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Egilsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé tóku undir bókunina. Á fundi nefndarinnar sagði minnihluti hennar um aðfarir meirihluta „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því.“ Þórhildur segir þá í færslu sinni að upplýsingafælni meirihlutans hefði náð nýjum hæðum með aðgerðunum. Skýrar óskir hafi verði frá Þórhildi, Andrési og Guðmundi um gesti og gagnaöflun vegna málsins. „Frumkvæðisathuganir á verklagi ráðherra eru mikilvægt aðhaldstæki minni hlutans gagnvart meðferð ráðherra á valdi sínu, en þeir sitja í skjóli meirihluta þingmanna og því vandmeðfarið að ætla sér að stöðva slíka athugun þegar fyrir liggja óskir um frekari gagnaöflun og gesti til þess að upplýsa málið.“ „Afstaða meiri hlutans kemur líka á óvart í ljósi þess að nefndarmenn meiri hlutans voru mjög áfram um að öll gögn lægju fyrir áður en ákvörðun yrði tekin um frumkvæðisathugun en vilja núna ekki afla frekari gagna né skýra málið nánar með nokkrum hætti. Þetta er dapurleg afstaða og mikil vonbrigði,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Samherjaskjölin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna stöðu hans gegn útgerðarfyrirtækinu Samherja verður hætt nái vilji meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram að ganga, þvert á vilja þeirra þriggja þingmanna minnihlutans sem lögðu athugunina til í nefndinni. Þetta kemur fram í færslu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur pírata á Facebook síðu hennar auk þess sem afstaða þingmannanna kemur fram í fundargerðum nefndarinnar. Auk Þórhildar Sunnu samþykktu þeir Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, og Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, að hefja frumkvæðisathugun á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 6. desember síðastliðinn. Þá hafði málefni Samherja í Namibíu verið í umræðunni eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í nóvember. Á fundi nefndarinnar föstudaginn 5. júní bókaði varaformaður nefndarinnar, Líneik Anna Sævarsdóttir bókun þess efnis að eftir umfjöllun nefndarinnar um málefnið liggi það fyrir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „hefði engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum í skilningi stjórnsýslulaga, hvorki fjárhagslegra né persónulegra. Samkvæmt lögum metur ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Ég tel frekari könnun tilgangslausa og tel ekki tilefni til frekari umfjöllunar um þessa frumkvæðisathugun innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.“ Þingmennirnir Birgir Ármannsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Egilsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé tóku undir bókunina. Á fundi nefndarinnar sagði minnihluti hennar um aðfarir meirihluta „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því.“ Þórhildur segir þá í færslu sinni að upplýsingafælni meirihlutans hefði náð nýjum hæðum með aðgerðunum. Skýrar óskir hafi verði frá Þórhildi, Andrési og Guðmundi um gesti og gagnaöflun vegna málsins. „Frumkvæðisathuganir á verklagi ráðherra eru mikilvægt aðhaldstæki minni hlutans gagnvart meðferð ráðherra á valdi sínu, en þeir sitja í skjóli meirihluta þingmanna og því vandmeðfarið að ætla sér að stöðva slíka athugun þegar fyrir liggja óskir um frekari gagnaöflun og gesti til þess að upplýsa málið.“ „Afstaða meiri hlutans kemur líka á óvart í ljósi þess að nefndarmenn meiri hlutans voru mjög áfram um að öll gögn lægju fyrir áður en ákvörðun yrði tekin um frumkvæðisathugun en vilja núna ekki afla frekari gagna né skýra málið nánar með nokkrum hætti. Þetta er dapurleg afstaða og mikil vonbrigði,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis.
Samherjaskjölin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira