Dæmdur fyrir að fella níu aspir gróðursettar til minningar um fórnarlömb snjóflóðsins á Flateyri Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2020 08:00 Frá Flateyri. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar, dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fertugsaldri til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa í óleyfi fellt níu aspir í eigu sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar sem gróðursettar voru við Drafnargötu á Flateyri í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu í plássinu árið 1995. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að hann hafi átt íbúð í húsi við Drafnargötu frá árinu 2011 ásamt bróður sínum og lengi unnið að lagfæringum á húsinu og garðinum. Illa hirt Í dómnum segir að garðurinn hefði verið fullur af öspum og hafi ákærði haft samband við áhaldahús Ísafjarðarbæjar og óskað úrbóta, meðal annars á holum á göngustígum. „Aspirnar hefðu vaxið án þess að nokkuð hefði verið að gert. Húsið hjá sér hefði verið þakið kvoðu af öspunum og þær slegist í húsið. Síðastliðið sumar hefði drengur dottið á höfuðið á þessum stíg, um holu á stígnum og þá hefði hann fjarlægt aspirnar með því að saga þær niður. Ákærði kvaðst hafa ætlað að setja víði í staðinn fyrir aspirnar, þar sem bærinn sinnti þessu í engu og hefði ekki verið til í að koma til móts við sig í neinu. Þá kvaðst ákærði hafa fjarlægt trén á eigin kostnað og látið við það sitja að fylla holurnar sem mynduðust,“ segir í dómnum. Ákærði sagðist telja að hann hafi með fellingunum vera að gera sveitarfélaginu greiða frekar en hitt. Þá hafi enginn gert athugasemdir við framkvæmdirnar á meðan á þeim stóð. Ekki fallist á kröfur mannsins Í dómnum segir að segir að aspirnar hafi staðið þarna í áratugi og því yrði ekki fallist á það með manninum að óljóst hafi verið hver hafi verið raunverulegur eigandi trjánna. Sömuleiðis yrði ekki fallist á það með ákærða að starfandi bæjarstjóri á þessum tíma, Þórdísi Sig Sigurðardóttur hafi ekki haft umboð til að leggja fram kæru á hendur honum. Dómurinn var tekinn fyrir á síðasta bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar til kynningar. Hinn ákærði var sömuleiðis dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar. Ísafjarðarbær Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fertugsaldri til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa í óleyfi fellt níu aspir í eigu sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar sem gróðursettar voru við Drafnargötu á Flateyri í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu í plássinu árið 1995. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að hann hafi átt íbúð í húsi við Drafnargötu frá árinu 2011 ásamt bróður sínum og lengi unnið að lagfæringum á húsinu og garðinum. Illa hirt Í dómnum segir að garðurinn hefði verið fullur af öspum og hafi ákærði haft samband við áhaldahús Ísafjarðarbæjar og óskað úrbóta, meðal annars á holum á göngustígum. „Aspirnar hefðu vaxið án þess að nokkuð hefði verið að gert. Húsið hjá sér hefði verið þakið kvoðu af öspunum og þær slegist í húsið. Síðastliðið sumar hefði drengur dottið á höfuðið á þessum stíg, um holu á stígnum og þá hefði hann fjarlægt aspirnar með því að saga þær niður. Ákærði kvaðst hafa ætlað að setja víði í staðinn fyrir aspirnar, þar sem bærinn sinnti þessu í engu og hefði ekki verið til í að koma til móts við sig í neinu. Þá kvaðst ákærði hafa fjarlægt trén á eigin kostnað og látið við það sitja að fylla holurnar sem mynduðust,“ segir í dómnum. Ákærði sagðist telja að hann hafi með fellingunum vera að gera sveitarfélaginu greiða frekar en hitt. Þá hafi enginn gert athugasemdir við framkvæmdirnar á meðan á þeim stóð. Ekki fallist á kröfur mannsins Í dómnum segir að segir að aspirnar hafi staðið þarna í áratugi og því yrði ekki fallist á það með manninum að óljóst hafi verið hver hafi verið raunverulegur eigandi trjánna. Sömuleiðis yrði ekki fallist á það með ákærða að starfandi bæjarstjóri á þessum tíma, Þórdísi Sig Sigurðardóttur hafi ekki haft umboð til að leggja fram kæru á hendur honum. Dómurinn var tekinn fyrir á síðasta bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar til kynningar. Hinn ákærði var sömuleiðis dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar.
Ísafjarðarbær Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira