Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2020 12:00 Andrés Bretaprins segist vilja ræða við saksóknara en saksóknarar segja hann ítrekað hafa neitað viðtali. AP/Sakchai Lalit Andrés Bretaprins hefur minnst þrisvar sinnum boðist til að aðstoða saksóknara við rannsókn þeirra á umfangsmiklum kynferðisbrotum Jeffrey Epstein. Þetta segja lögmenn prinsins og segja þeir að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sé að leita athygli og hafi ekki þáð þau boð Andrésar. Saksóknarar vestanhafs segja þó það fjarri sannleikanum að Andrés hafi verið samvinnuþýður. Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum lögðu nýverið fram formlega beiðni til yfirvalda Bretlands um að fá að ræða við Andrés vegna rannsóknar þeirra. Andrés prins var á meðal vina Epstein en prinsinn hefur verið sakaður um kynferðisbrot í tengslum við mál Epstein, sem lést í varðhaldi í New York 10. ágúst síðastliðinn. Andrés hefur hafnað öllum ásökunum gegn sér en hefur dregið sig úr sviðsljósinu og frá störfum sínum innan bresku konungsfjölskyldunnar vegna málsins. Þó hann hafi sjálfur verið sakaður um brot segja embættismenn að Andrés sé eingöngu vitni og komi ekki að rannsókninni með öðrum hætti. Rannsakendur hafa reynt að ræða við hann í marga mánuði. Sjá einnig: Lögðu fram opinbera beiðni um að ræða við Andrés vegna Epstein Í kjölfar þess að beiðnin var opinberuð sendu lögmenn prinsins frá sér yfirlýsingu um vilja hans til að aðstoða. Hann hefði minnst þrisvar sinnum boðist til að ræða við saksóknara á þessu ári. „Því miður brást ráðuneytið við fyrstu tveimur boðunum með því að brjóta gegn eigin trúnaðarreglum og halda því fram að hertoginn hafi neitað að aðstoða,“ stóð í yfirlýsingunni. Þar stóð einnig að mögulega sæktust umræddir saksóknarar eftir umfjöllun frekar en að vilja í raun ræða við Andrés. Geoffrey S. Berman, saksóknari í New York, svaraði um hæl og með eigin yfirlýsingu. „Í dag, reyndi Andrés Bretaprins enn einu sinni að draga upp falska mynd af sér sem viljugum til að aðstoða við yfirstandandi rannsókn á kynferðisbrotum og tengdum glæpum,“ sagði Berman. Hann sagði Andrés hafa ítrekað neitað viðtali og þar að auki hafi sömu lögmenn og séu nú að halda því fram að Andrés hafi ávallt verið samvinnufús, fyrir um fjórum mánuðum lýst því yfir að prinsinn myndi aldrei mæta í viðtal. Berman sagði að ef prinsinum væri í raun alvara væru dyr hans alltaf opnar. Lögmenn Andrésar neituðu að tjá sig frekar við BBC en á vef miðilsins er haft eftir heimildarmanni úr búðum prinsins að þetta sé í þriðja sinn sem Berman brjóti eigin trúnaðarreglur og það geri lögmönnum Andrésar erfitt með að sjá fyrir sér að saksóknarar í Bandaríkjunum muni standa við þeirra eigin orð. Bretland Bandaríkin Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Prinsinn og Epstein voru vinir. 27. janúar 2020 21:15 Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Andrés Bretaprins hefur minnst þrisvar sinnum boðist til að aðstoða saksóknara við rannsókn þeirra á umfangsmiklum kynferðisbrotum Jeffrey Epstein. Þetta segja lögmenn prinsins og segja þeir að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sé að leita athygli og hafi ekki þáð þau boð Andrésar. Saksóknarar vestanhafs segja þó það fjarri sannleikanum að Andrés hafi verið samvinnuþýður. Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum lögðu nýverið fram formlega beiðni til yfirvalda Bretlands um að fá að ræða við Andrés vegna rannsóknar þeirra. Andrés prins var á meðal vina Epstein en prinsinn hefur verið sakaður um kynferðisbrot í tengslum við mál Epstein, sem lést í varðhaldi í New York 10. ágúst síðastliðinn. Andrés hefur hafnað öllum ásökunum gegn sér en hefur dregið sig úr sviðsljósinu og frá störfum sínum innan bresku konungsfjölskyldunnar vegna málsins. Þó hann hafi sjálfur verið sakaður um brot segja embættismenn að Andrés sé eingöngu vitni og komi ekki að rannsókninni með öðrum hætti. Rannsakendur hafa reynt að ræða við hann í marga mánuði. Sjá einnig: Lögðu fram opinbera beiðni um að ræða við Andrés vegna Epstein Í kjölfar þess að beiðnin var opinberuð sendu lögmenn prinsins frá sér yfirlýsingu um vilja hans til að aðstoða. Hann hefði minnst þrisvar sinnum boðist til að ræða við saksóknara á þessu ári. „Því miður brást ráðuneytið við fyrstu tveimur boðunum með því að brjóta gegn eigin trúnaðarreglum og halda því fram að hertoginn hafi neitað að aðstoða,“ stóð í yfirlýsingunni. Þar stóð einnig að mögulega sæktust umræddir saksóknarar eftir umfjöllun frekar en að vilja í raun ræða við Andrés. Geoffrey S. Berman, saksóknari í New York, svaraði um hæl og með eigin yfirlýsingu. „Í dag, reyndi Andrés Bretaprins enn einu sinni að draga upp falska mynd af sér sem viljugum til að aðstoða við yfirstandandi rannsókn á kynferðisbrotum og tengdum glæpum,“ sagði Berman. Hann sagði Andrés hafa ítrekað neitað viðtali og þar að auki hafi sömu lögmenn og séu nú að halda því fram að Andrés hafi ávallt verið samvinnufús, fyrir um fjórum mánuðum lýst því yfir að prinsinn myndi aldrei mæta í viðtal. Berman sagði að ef prinsinum væri í raun alvara væru dyr hans alltaf opnar. Lögmenn Andrésar neituðu að tjá sig frekar við BBC en á vef miðilsins er haft eftir heimildarmanni úr búðum prinsins að þetta sé í þriðja sinn sem Berman brjóti eigin trúnaðarreglur og það geri lögmönnum Andrésar erfitt með að sjá fyrir sér að saksóknarar í Bandaríkjunum muni standa við þeirra eigin orð.
Bretland Bandaríkin Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Prinsinn og Epstein voru vinir. 27. janúar 2020 21:15 Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06
Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Prinsinn og Epstein voru vinir. 27. janúar 2020 21:15
Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent