Elítuvæðing Reykjavíkurborgar Vigdís Hauksdóttir skrifar 10. júní 2020 11:30 Um síðustu mánaðarmót birtist dæmalaus frétt í Fréttablaðinu þar sem fram kom að embættismenn/starfsmenn á skrifstofu Reykjavíkurborgar hafi ellefu aðgangskort að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll og er kostnaður við kortin um 1,6 milljón króna. Í ljósi þess að Reykjavíkurborg er stór leigutaki á markaði og á þar að auki mikið húsnæði þá kem ég til með að leggja þessar fyrirspurnir fram í borgarráði til skriflegs svars. 1. Er virkilega ekkert húsnæði sem borgin ræður yfir sem getur sinnt þessum þörfum? 2. Er það virkilega svo að vinnuaðstaða starfsfólks í „efsta lagi“ stjórnsýslunnar er svo slæm að grípa þurfti í þetta úrræði? 3. Hvers vegna þarf „efsta lag“ stjórnsýslunnar fundaraðstöðu utan stjórnsýslubygginga borgarinnar? 4. Hvaða embættismenn hafa yfirráð yfir þessum kortum tæmandi talið? 5. Hefur borgarstjóri kort að vinnustofunni? 6. Handhafi korts virðist hafa aðgang að vinnustofunni og veitingaaðstöðu alla daga – er áfengi þar með talið? 7. Í frétt Fréttablaðisins kemur fram að vinnustofan er sérstaklega vel til þess fallin að taka á móti erlendum og innlendum viðskiptamönnum, hitta samstarfsfólk vegna vinnu eða utan hennar, rækta tengsl við aðra og sinna störfum sínum í næði frá dagsins önn. Er það hlutverk útsvarsgreiðenda í Reykjavík að standa undir þessum sérþörfum sem eiga heima á almenna markaðnum en ekki hjá sveitarfélagi? 8. Hvaða erlendu og innlendu viðskiptamenn hafa notið veitinga á kostnað Reykjavíkurborgar og með hvaða embættismönnum/starfsmönnum borgarinnar fengu þeir aðgang, tæmandi talið? 9. Handhafar kortanna eru í forgangi á viðburði í vinnustofunni, hafa handhafar kortanna notfært sér þann forgang, ef svo er hverjir sóttu hvaða viðburð tæmandi talið? Óskað er eftir nafnalista yfir alla gesti sem sótt hafa staðinn tæmandi talið, hvaða erindi viðkomandi aðilar hafi átt á staðinn og með hvaða starfsmanni/embættismanni þeir komust inn í vinnustofuna. Efsta lagið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er farið að líta á sig sem nokkurs konar elítu á kostnað útsvarsgreiðenda í borginni. Þessi staðreynd er svo svakaleg að mér verður orða vant. Hegðunin speglar það sem gerist í einkafyrirtækjum sem ráða sínum málum sjálf. Hér er um að ræða einstaka ófyrirleitni að ræða sem á ekkert skylt við lögbundið hlutverk sveitarfélags að sinna lögbundnum verkefnum og grunnþjónustu. Spillingin og elítuvæðingin er algjör sérstaklega þegar litið er til þess að aðgangurinn nær til viðveru á staðnum utan vinnutíma. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Um síðustu mánaðarmót birtist dæmalaus frétt í Fréttablaðinu þar sem fram kom að embættismenn/starfsmenn á skrifstofu Reykjavíkurborgar hafi ellefu aðgangskort að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll og er kostnaður við kortin um 1,6 milljón króna. Í ljósi þess að Reykjavíkurborg er stór leigutaki á markaði og á þar að auki mikið húsnæði þá kem ég til með að leggja þessar fyrirspurnir fram í borgarráði til skriflegs svars. 1. Er virkilega ekkert húsnæði sem borgin ræður yfir sem getur sinnt þessum þörfum? 2. Er það virkilega svo að vinnuaðstaða starfsfólks í „efsta lagi“ stjórnsýslunnar er svo slæm að grípa þurfti í þetta úrræði? 3. Hvers vegna þarf „efsta lag“ stjórnsýslunnar fundaraðstöðu utan stjórnsýslubygginga borgarinnar? 4. Hvaða embættismenn hafa yfirráð yfir þessum kortum tæmandi talið? 5. Hefur borgarstjóri kort að vinnustofunni? 6. Handhafi korts virðist hafa aðgang að vinnustofunni og veitingaaðstöðu alla daga – er áfengi þar með talið? 7. Í frétt Fréttablaðisins kemur fram að vinnustofan er sérstaklega vel til þess fallin að taka á móti erlendum og innlendum viðskiptamönnum, hitta samstarfsfólk vegna vinnu eða utan hennar, rækta tengsl við aðra og sinna störfum sínum í næði frá dagsins önn. Er það hlutverk útsvarsgreiðenda í Reykjavík að standa undir þessum sérþörfum sem eiga heima á almenna markaðnum en ekki hjá sveitarfélagi? 8. Hvaða erlendu og innlendu viðskiptamenn hafa notið veitinga á kostnað Reykjavíkurborgar og með hvaða embættismönnum/starfsmönnum borgarinnar fengu þeir aðgang, tæmandi talið? 9. Handhafar kortanna eru í forgangi á viðburði í vinnustofunni, hafa handhafar kortanna notfært sér þann forgang, ef svo er hverjir sóttu hvaða viðburð tæmandi talið? Óskað er eftir nafnalista yfir alla gesti sem sótt hafa staðinn tæmandi talið, hvaða erindi viðkomandi aðilar hafi átt á staðinn og með hvaða starfsmanni/embættismanni þeir komust inn í vinnustofuna. Efsta lagið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er farið að líta á sig sem nokkurs konar elítu á kostnað útsvarsgreiðenda í borginni. Þessi staðreynd er svo svakaleg að mér verður orða vant. Hegðunin speglar það sem gerist í einkafyrirtækjum sem ráða sínum málum sjálf. Hér er um að ræða einstaka ófyrirleitni að ræða sem á ekkert skylt við lögbundið hlutverk sveitarfélags að sinna lögbundnum verkefnum og grunnþjónustu. Spillingin og elítuvæðingin er algjör sérstaklega þegar litið er til þess að aðgangurinn nær til viðveru á staðnum utan vinnutíma. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar