Vilja reisa nýtt húsnæði Menntavísindasviðs innan fjögurra ára Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2020 15:32 Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag. Aðsend Nýju húsnæði Háskóla Íslands sem áætlað er að rísi á svæði Vísindagarða skólans í Vatnsmýri á næstu fjórum árum er ætlað að verða framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu sem undirrituð var á ársfundi HÍ í hátíðarsal skólans í morgun. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands undirritaði yfirlýsinguna ásamt Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur forseta Menntavísindasviðs og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Aðstaða menntavísindasviðs hefur verið til húsa í Stakkahlíð og í Skipholti frá sameiningu HÍ og Kennaraháskóla Íslands árið 2008. Húsnæðið þykir ekki henta og er því áætlað að byggja nýtt húsnæði fyrir deildina. „Ég er þess fullviss að flutningur Menntavísindasviðs muni stuðla að heilsteyptara háskólasamfélagi, samhæfðari stoðþjónustu við bæði kennara og nemendur sviðsins og betra aðgengi að félagslífi fyrir nemendur í menntavísindum,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs. Stefnt er að því að byggingin rísi á lóðinni sem merkt er með tölunni 9.Aðsend Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ sagði að stefnt hafi verið að því frá sameiningu HÍ og KHÍ að starfsemi yrði flutt á meginsvæði Háskólans í Safamýri. Málið hafi hins vegar ekki komist á rekspöl fyrr en nú. „Það er von mín að nýbygging sviðsins verði tilbúin innan fjögurra ára. Hún mun leggja grunn að betri samþættingu fræðigreina innan Háskóla Íslands, efla Háskóla Íslands, kennaramenntun og menntavísindi og verða íslensku skólakerfi og samfélagi til heilla,“ sagði Jón Atli. Menntamálaráðherra sagði að með nýrri og nútímalegri aðstöðu yrði fræðastarf Menntavísindasviðs enn öflugra. Sviðið gegndi lykilhlutverki í menntakerfinu og nú eigi að blása í herlúðra og bæta um betur. „Kerfið okkar er gott í grunninn, en við ætlum að bæta um betur og bjóða fyrsta flokks menntun fyrir alla, sem bæði nýtist einstaklingum og samfélaginu í heild,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Nýju húsnæði Háskóla Íslands sem áætlað er að rísi á svæði Vísindagarða skólans í Vatnsmýri á næstu fjórum árum er ætlað að verða framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu sem undirrituð var á ársfundi HÍ í hátíðarsal skólans í morgun. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands undirritaði yfirlýsinguna ásamt Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur forseta Menntavísindasviðs og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Aðstaða menntavísindasviðs hefur verið til húsa í Stakkahlíð og í Skipholti frá sameiningu HÍ og Kennaraháskóla Íslands árið 2008. Húsnæðið þykir ekki henta og er því áætlað að byggja nýtt húsnæði fyrir deildina. „Ég er þess fullviss að flutningur Menntavísindasviðs muni stuðla að heilsteyptara háskólasamfélagi, samhæfðari stoðþjónustu við bæði kennara og nemendur sviðsins og betra aðgengi að félagslífi fyrir nemendur í menntavísindum,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs. Stefnt er að því að byggingin rísi á lóðinni sem merkt er með tölunni 9.Aðsend Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ sagði að stefnt hafi verið að því frá sameiningu HÍ og KHÍ að starfsemi yrði flutt á meginsvæði Háskólans í Safamýri. Málið hafi hins vegar ekki komist á rekspöl fyrr en nú. „Það er von mín að nýbygging sviðsins verði tilbúin innan fjögurra ára. Hún mun leggja grunn að betri samþættingu fræðigreina innan Háskóla Íslands, efla Háskóla Íslands, kennaramenntun og menntavísindi og verða íslensku skólakerfi og samfélagi til heilla,“ sagði Jón Atli. Menntamálaráðherra sagði að með nýrri og nútímalegri aðstöðu yrði fræðastarf Menntavísindasviðs enn öflugra. Sviðið gegndi lykilhlutverki í menntakerfinu og nú eigi að blása í herlúðra og bæta um betur. „Kerfið okkar er gott í grunninn, en við ætlum að bæta um betur og bjóða fyrsta flokks menntun fyrir alla, sem bæði nýtist einstaklingum og samfélaginu í heild,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira