Við fáum ekki Íslendingaslag í þýsku bikarúrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2020 15:57 Sandra María Jessen stóð sig vel og var nálægt því að jafna metin. Hún spilaði vinstri bakvörð í leiknum. Getty/TF-Images Sandra María Jessen og félögum í Bayer Leverkusen tókst ekki að tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum í dag þegar liðið tapaði undanúrslitaleiknum sínum á móti Essen. Essen vann leikinn 3-1 en spilað var í Köln. Essen er fjórum sætum og fimmtán stigum ofar í töflunni og var því sigurstranglegra fyrir leikinn. SGS Essen tryggði sér þar með sæti í bikarúrslitaleiknum á móti Wolfsburg og við fáum ekki Íslendingaslag að þessu sinni. Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Wolfsburg hafði áður unnið sinn undanúrslitaleik 5-0 en þær geta unnið bikarinn sjötta árið í röð. Sara Björk hefur verið með í síðustu þremur. Sandra María Jessen spilaði í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Bayer Leverkusen liðinu í leiknum í dag og stóð sig vel. Sandra María var nálægt því að skora á 65. mínútu en skaut þá yfir úr teignum eftir hornspyrnu. Staðan var þá 2-1 og hefði hún getað jafnað í 2-2. Fyrri hálfleikurinn var Bayer Leverkusen erfiður því Essen komst í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur og skoraði svo annað mark rétt fyrir hálfleik. Bayer Leverkusen fékk vítaspyrnu á 57. mínútu og Merle Barth minnkaði muninn með að skora af öryggi úr henni. Vítið var dæmt á hendi varnarmanns Essen liðsins. Essen skoraði síðan þriðja markið í uppbótatíma en áður hafði Bayer Leverkusen náð að skapa sér nokkur fín færi til að jafna metin. #BlackLivesMatter. . #B04SGS | #DFBPokalFrauen | #Bayer04 pic.twitter.com/pbyrGQ31wx— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) June 10, 2020 Bæði lið fór á hnén fyrir leikinn til stuðnings réttindabaráttu svartra, „Black Lives Matter“ og hér fyrir ofan má sjá Sandra María Jessen (númer 22) á mynd af Twitter-síðu Bayer Leverkusen. Þýski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Sandra María Jessen og félögum í Bayer Leverkusen tókst ekki að tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum í dag þegar liðið tapaði undanúrslitaleiknum sínum á móti Essen. Essen vann leikinn 3-1 en spilað var í Köln. Essen er fjórum sætum og fimmtán stigum ofar í töflunni og var því sigurstranglegra fyrir leikinn. SGS Essen tryggði sér þar með sæti í bikarúrslitaleiknum á móti Wolfsburg og við fáum ekki Íslendingaslag að þessu sinni. Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Wolfsburg hafði áður unnið sinn undanúrslitaleik 5-0 en þær geta unnið bikarinn sjötta árið í röð. Sara Björk hefur verið með í síðustu þremur. Sandra María Jessen spilaði í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Bayer Leverkusen liðinu í leiknum í dag og stóð sig vel. Sandra María var nálægt því að skora á 65. mínútu en skaut þá yfir úr teignum eftir hornspyrnu. Staðan var þá 2-1 og hefði hún getað jafnað í 2-2. Fyrri hálfleikurinn var Bayer Leverkusen erfiður því Essen komst í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur og skoraði svo annað mark rétt fyrir hálfleik. Bayer Leverkusen fékk vítaspyrnu á 57. mínútu og Merle Barth minnkaði muninn með að skora af öryggi úr henni. Vítið var dæmt á hendi varnarmanns Essen liðsins. Essen skoraði síðan þriðja markið í uppbótatíma en áður hafði Bayer Leverkusen náð að skapa sér nokkur fín færi til að jafna metin. #BlackLivesMatter. . #B04SGS | #DFBPokalFrauen | #Bayer04 pic.twitter.com/pbyrGQ31wx— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) June 10, 2020 Bæði lið fór á hnén fyrir leikinn til stuðnings réttindabaráttu svartra, „Black Lives Matter“ og hér fyrir ofan má sjá Sandra María Jessen (númer 22) á mynd af Twitter-síðu Bayer Leverkusen.
Þýski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn