Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 19:05 Trump forseti hefur lengi haft horn í síðu CNN-fréttastöðvarinnar sem hann þreytist ekki á að saka um að flytja „falsfréttir“. Nú vill hann að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem var honum ekki í vil, þrátt fyrir að niðurstöður könnunarinnar væru í takti við aðrar sem voru gerðar um svipað leyti. Vísir/Getty Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot á Trump og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. Könnun sem SSRS gerði fyrir CNN benti til þess að Biden, fyrrverandi varaforseti, væri með fjórtán prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda. Vinsældir Trump mældust jafnframt um 38%, þær minnstu frá því að hann leyfði rekstri alríkisstofnana að stöðvast í mánuð til að knýja fram fjárveitingar fyrir landamæramúr í janúar árið 2019. Trump brást argur við könnuninni og tísti um að hann hefði ráðið könnunarfyrirtækið McLaughlin og félaga, sem vinnur kannanir fyrir Repúblikanaflokkinn, til þess að „greina“ könnun CNN og fleiri. Kannanir McLaughlin eru á meðal þeirra ónákvæmustu að mati vefsíðunnar Five Thirty Eight sem metur könnunarfyrirtæki og heldur utan um meðaltal skoðanakannana. „Fölsk könnun“ Bréf framboðsins til CNN er sagt byggjast að miklu leyti á téðri greiningu McLaughlin sem CNN segir að sé fullt af röngum og misvísandi fullyrðingum. Í því er haldið fram að könnunni hafi verið ætlað að „afvegaleiða bandaríska kjósendur með hlutdrægum spurningalista og skökku úrtaki“. „Þetta er bragð og fölsk könnun til þess að bæla kjörsókn, stöðva meðbyr og áhuga fyrir forsetanum og leggja fram falska sýn almennt af núverandi stuðningi við forsetann um öll Bandaríkin,“ segir í bréfinu sem Jenna Ellis, aðallögfræðiráðgjafi framboðsins, og Michael Glassner, rekstrarstjóri þess, skrifa undir. Könnun CNN sem fór svo fyrir brjóstið á Trump og framboði hins skar sig þó ekki úr öðrum skoðanakönnunum sem voru gerðar um svipað leyti. Fjöldi kannanna hefur þannig sýnt Biden með verulegt forskot á Trump undanfarnar vikur, í sumum tilfellum með meira en tíu prósentustigum. Ýmsir þættir skýra hvers vegna hallað hefur undan fæti hjá Trump undanfarið. Honum hefur ekki þótt takast vel til með kórónuveirufaraldurinn og þá hafa viðbrögð hans við mótmælum í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglunnar í Minneapolis sætt harðri gagnrýni. Mótlætið hefur farið illa í forsetann sem hefur brugðist við á óútreiknanlegan hátt. Á öðrum degi hvítasunnu hótaði hann að beita hernum gegn mótmælendum. Í vikunni tísti hann samsæriskenningu um að maður á áttræðisaldri sem slasaðist alvarlega þegar lögreglumenn í Buffalo hrintu honum væri öfgavinstrisinnaður „útsendari“ og að atvikið hefði mögulega verið sett á svið. Vinsældir Trump hafa sveiflast tiltölulega lítið í gegnum forsetatíð hans og hafa að jafnaði um 41-44% sagst ánægð með störf hans. Meðaltal Five Thirty Eight bendir til þess að vinsældir Trump hafi sigið nokkuð frá því um mánaðamótin mars-apríl og þær séu nú rétt um 41%. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 10. júní 2020 09:13 „Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9. júní 2020 14:26 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot á Trump og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. Könnun sem SSRS gerði fyrir CNN benti til þess að Biden, fyrrverandi varaforseti, væri með fjórtán prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda. Vinsældir Trump mældust jafnframt um 38%, þær minnstu frá því að hann leyfði rekstri alríkisstofnana að stöðvast í mánuð til að knýja fram fjárveitingar fyrir landamæramúr í janúar árið 2019. Trump brást argur við könnuninni og tísti um að hann hefði ráðið könnunarfyrirtækið McLaughlin og félaga, sem vinnur kannanir fyrir Repúblikanaflokkinn, til þess að „greina“ könnun CNN og fleiri. Kannanir McLaughlin eru á meðal þeirra ónákvæmustu að mati vefsíðunnar Five Thirty Eight sem metur könnunarfyrirtæki og heldur utan um meðaltal skoðanakannana. „Fölsk könnun“ Bréf framboðsins til CNN er sagt byggjast að miklu leyti á téðri greiningu McLaughlin sem CNN segir að sé fullt af röngum og misvísandi fullyrðingum. Í því er haldið fram að könnunni hafi verið ætlað að „afvegaleiða bandaríska kjósendur með hlutdrægum spurningalista og skökku úrtaki“. „Þetta er bragð og fölsk könnun til þess að bæla kjörsókn, stöðva meðbyr og áhuga fyrir forsetanum og leggja fram falska sýn almennt af núverandi stuðningi við forsetann um öll Bandaríkin,“ segir í bréfinu sem Jenna Ellis, aðallögfræðiráðgjafi framboðsins, og Michael Glassner, rekstrarstjóri þess, skrifa undir. Könnun CNN sem fór svo fyrir brjóstið á Trump og framboði hins skar sig þó ekki úr öðrum skoðanakönnunum sem voru gerðar um svipað leyti. Fjöldi kannanna hefur þannig sýnt Biden með verulegt forskot á Trump undanfarnar vikur, í sumum tilfellum með meira en tíu prósentustigum. Ýmsir þættir skýra hvers vegna hallað hefur undan fæti hjá Trump undanfarið. Honum hefur ekki þótt takast vel til með kórónuveirufaraldurinn og þá hafa viðbrögð hans við mótmælum í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglunnar í Minneapolis sætt harðri gagnrýni. Mótlætið hefur farið illa í forsetann sem hefur brugðist við á óútreiknanlegan hátt. Á öðrum degi hvítasunnu hótaði hann að beita hernum gegn mótmælendum. Í vikunni tísti hann samsæriskenningu um að maður á áttræðisaldri sem slasaðist alvarlega þegar lögreglumenn í Buffalo hrintu honum væri öfgavinstrisinnaður „útsendari“ og að atvikið hefði mögulega verið sett á svið. Vinsældir Trump hafa sveiflast tiltölulega lítið í gegnum forsetatíð hans og hafa að jafnaði um 41-44% sagst ánægð með störf hans. Meðaltal Five Thirty Eight bendir til þess að vinsældir Trump hafi sigið nokkuð frá því um mánaðamótin mars-apríl og þær séu nú rétt um 41%.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 10. júní 2020 09:13 „Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9. júní 2020 14:26 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07
Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 10. júní 2020 09:13
„Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9. júní 2020 14:26