Deildu um þriðja orkupakkann og valdsvið forseta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2020 21:16 Guðmundur nefndi þriðja orkupakkann þegar hann talaði um beitingu synjunarvalds forseta. Vísir/Sigurjón Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Farið var um víðan völl og kom meðal annars upp sú spurning hvenær forseti skyldi beita synjunarvaldi sínu, eða 26. grein stjórnarskrárinnar. „Þar er forsetinn ekki bundinn af neinu nema eigin sannfæringu og þær stundir geta komið að forseti hreinlega getur ekki hugsað sér að staðfesta lög frá Alþingi, vegna sannfæringar sinnar eða trúar,“ sagði Guðni og gaf dæmi um að þetta hafi gerst víða erlendis. „Sannfæring skiptir máli. Svo hefur sú venja skapast hér á Íslandi að kjósendur geta skorað á sinn forseta að synja lögum staðfestingar og þá er ljóst að viljinn þar á baki þarf að vera ríkur enda höfum við mörg dæmi um að áskoranir hafi verið afhentar forseta en forseti hafi ekki, bæði ég og forveri minn, séð sér fært að verða við þeim óskum vegna þess að krafturinn var ekki nægur.“ Guðmundur sagði hins vegar að forseta bæri skylda til að athuga málið þegar djúp gjá myndaðist milli þings og þjóðar. Þá tók hann dæmi um það að Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hafi gert slíkt í IceSave málinu svokallaða. „Ég kom nú að þeirri undirskriftarsöfnun sem var auðvelt að safna vegna þess að málið var svo gríðarlega stórt. Síðan þá hefur orðið erfiðara og erfiðara að safna undirskriftum.“ „Hann [Guðni] nefnir að ég hafi safnað aðeins sjö þúsund undirskriftum,“ sagði Guðmundur og vísaði þar í undirskriftasöfnun sem hann stóð fyrir í fyrra vegna þriðja orkupakkans. „Það voru þrjátíu þúsund undirskriftir sem skoruðu á Alþingi og á forsætisráðherra, á Guðna forseta. Það er hellingur af fólki, mjög mikið, plús það að það voru allar kannanir sem sögðu að það var 75-80 prósent á móti til dæmis orkupakkanum þannig hann hefði átt að vísa því til þjóðarinnar.“ Hvort fer forseti Íslands eða forsætisráðherra með valdið til að rjúfa þing? „Ég myndi segja að forsætisráðherra fari með það,“ sagði Guðmundur Franklín. Hann sagði þó að forsætisráðherra færi ekki alfarið með valdið: „Hann gerir það með forseta, ég hugsa að þeir verði að leita saman leiða að farsælli niðurstöðu. Ef að forsætisráðherra líður svo að hún eða hann geti ekki haldið áfram með sína stjórn þá verður hann að segja forseta frá sínum hugrenningum og þeir verða að tala saman.“ „Þetta er allt samtal og það skiptir máli að fólk skilji hvort annað. Það ætti aftur á móti ekki að fara fram hjá forseta að það séu erfiðleikar á stjórnarheimilinu eins og akkúrat núna. Við erum að glíma við gríðarlegan halla á fjárlögum, við erum að tala um fjögur-, fimmhundruð milljarða halla eða tekjutap,“ sagði Guðmundur áður en hann var stoppaður af. „Ég myndi ekki endilega samþykkja, ég myndi segja: „er ekki hægt að reyna þetta?“ Valdið er hjá báðum, löggjafarvaldið sem sagt. Þeir fara báðir með valdið.“ Guðni tók undir það og sagði að forseti gæti ekki rofið þing einn síns liðs, tillögu forsætisráðherra þyrfti til. „. Fyrr á tíð var litið svo á að forsætisráðherra hefði þetta vald einn síns liðs. Að forseta bæri skylda til að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof undanbragðalaust. En, nú er staðan sú að við lítum frekar svo á að forseta beri skylda til þess að kanna hug þings til þingrofstillögunnar og sé staðan sú til dæmis að meirihluti þings sé andsnúinn tillögu forsætisráðherra um þingrof þá tel ég að forseti hafi sjálfsvald um það hvort hann synjar tillögu forsætisráðherra um þingrof eður ei og þar að auki er skylda forseta að kanna hug annarra í ríkisstjórn.“ Hægt er að horfa á kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Farið var um víðan völl og kom meðal annars upp sú spurning hvenær forseti skyldi beita synjunarvaldi sínu, eða 26. grein stjórnarskrárinnar. „Þar er forsetinn ekki bundinn af neinu nema eigin sannfæringu og þær stundir geta komið að forseti hreinlega getur ekki hugsað sér að staðfesta lög frá Alþingi, vegna sannfæringar sinnar eða trúar,“ sagði Guðni og gaf dæmi um að þetta hafi gerst víða erlendis. „Sannfæring skiptir máli. Svo hefur sú venja skapast hér á Íslandi að kjósendur geta skorað á sinn forseta að synja lögum staðfestingar og þá er ljóst að viljinn þar á baki þarf að vera ríkur enda höfum við mörg dæmi um að áskoranir hafi verið afhentar forseta en forseti hafi ekki, bæði ég og forveri minn, séð sér fært að verða við þeim óskum vegna þess að krafturinn var ekki nægur.“ Guðmundur sagði hins vegar að forseta bæri skylda til að athuga málið þegar djúp gjá myndaðist milli þings og þjóðar. Þá tók hann dæmi um það að Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hafi gert slíkt í IceSave málinu svokallaða. „Ég kom nú að þeirri undirskriftarsöfnun sem var auðvelt að safna vegna þess að málið var svo gríðarlega stórt. Síðan þá hefur orðið erfiðara og erfiðara að safna undirskriftum.“ „Hann [Guðni] nefnir að ég hafi safnað aðeins sjö þúsund undirskriftum,“ sagði Guðmundur og vísaði þar í undirskriftasöfnun sem hann stóð fyrir í fyrra vegna þriðja orkupakkans. „Það voru þrjátíu þúsund undirskriftir sem skoruðu á Alþingi og á forsætisráðherra, á Guðna forseta. Það er hellingur af fólki, mjög mikið, plús það að það voru allar kannanir sem sögðu að það var 75-80 prósent á móti til dæmis orkupakkanum þannig hann hefði átt að vísa því til þjóðarinnar.“ Hvort fer forseti Íslands eða forsætisráðherra með valdið til að rjúfa þing? „Ég myndi segja að forsætisráðherra fari með það,“ sagði Guðmundur Franklín. Hann sagði þó að forsætisráðherra færi ekki alfarið með valdið: „Hann gerir það með forseta, ég hugsa að þeir verði að leita saman leiða að farsælli niðurstöðu. Ef að forsætisráðherra líður svo að hún eða hann geti ekki haldið áfram með sína stjórn þá verður hann að segja forseta frá sínum hugrenningum og þeir verða að tala saman.“ „Þetta er allt samtal og það skiptir máli að fólk skilji hvort annað. Það ætti aftur á móti ekki að fara fram hjá forseta að það séu erfiðleikar á stjórnarheimilinu eins og akkúrat núna. Við erum að glíma við gríðarlegan halla á fjárlögum, við erum að tala um fjögur-, fimmhundruð milljarða halla eða tekjutap,“ sagði Guðmundur áður en hann var stoppaður af. „Ég myndi ekki endilega samþykkja, ég myndi segja: „er ekki hægt að reyna þetta?“ Valdið er hjá báðum, löggjafarvaldið sem sagt. Þeir fara báðir með valdið.“ Guðni tók undir það og sagði að forseti gæti ekki rofið þing einn síns liðs, tillögu forsætisráðherra þyrfti til. „. Fyrr á tíð var litið svo á að forsætisráðherra hefði þetta vald einn síns liðs. Að forseta bæri skylda til að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof undanbragðalaust. En, nú er staðan sú að við lítum frekar svo á að forseta beri skylda til þess að kanna hug þings til þingrofstillögunnar og sé staðan sú til dæmis að meirihluti þings sé andsnúinn tillögu forsætisráðherra um þingrof þá tel ég að forseti hafi sjálfsvald um það hvort hann synjar tillögu forsætisráðherra um þingrof eður ei og þar að auki er skylda forseta að kanna hug annarra í ríkisstjórn.“ Hægt er að horfa á kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira