Ensku úrvalsdeildarliðin þurfa að fara eftir hinum ýmsu reglum stjórnvalda, um kórónuveiruna, en enski boltinn fer aftur af stað á miðvikudaginn 17. júní, sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Félög með eldri leikvanga þurfa að færa gestaliðin til úr búningsklefum þeirra svo líkurnar á smiti verði minnkaðar en búningsklefarnir eru taldir einn af áhættustöðunum.
Liðin ætla greinilega að fara ýmsar leiðir en Liverpool getur með hagstæðum úrslitum orðið enskur meistari þegar þeir mæta Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton á sunnudaginn eftir rúma viku.
Liverpool could celebrate lifting the Premier League title in the Goodison Park car park as Premier League clubs aim to avoid dressing rooms in order to maintain social distancing https://t.co/VN9qTwnIo5
— MailOnline Sport (@MailSport) June 11, 2020
Goodison Park, heimavöllur Everton, er ekki nýr af nálinni og mun Everton væntanlega byggja tímabundinn búningsklefa fyrir útiliðið á bílastæðinu bakvið Park End stúkuna. Því gæti fögnuður Liverpool, eftir fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 30 ár, farið fram á bílastæði.
Á Old Trafford geta bæði liðin væntanlega klætt sig í sínum venjulegu búningsklefum en Crystal Palace mun væntanlega vera með skúr fyrir útiliðið fyrir utan Selhurst Park.
Aston Villa íhugar að nota fjölmiðlaherbergið sem búningsklefa og önnur lið eins og Chelsea íhuga nú hvað þau geta gert.