Bayern Munchen tók á móti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu naumur 2-1 sigur meistaranna frá Bæjaralandi.
Hinn ungi Joshua Zirkzee kom Bayern yfir á 26. mínútu en Benjamin Pavard varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið nett skömmu fyrir hálfleik.
Staðan var 1-1 þar til á 86. mínútu þegar Leon Goretzka skoraði sigurmarkið. Þetta þýðir að Bayern geti tryggt sér titilinn á þriðjudag, fari svo að þeir sigri Werder Bremen, en þeir eru með 7 stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.