Fabregas vill að tekið sé hart á kynþáttaníð á vellinum Ísak Hallmundarson skrifar 14. júní 2020 21:00 Fabregas í leik með Monaco. getty/ Jeroen Meuwsen Cesc Fabregas, leikmaður AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, tjáði sig um fordóma innan fótboltaheimsins í nýlegu viðtali við Guardian. Mikið hefur verið rætt um fordóma á íþróttavöllum undanfarin ár og nýlega hafa íþróttamenn úr ólíkum áttum lýst yfir stuðningi sínum við réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum. ,,Það ríkir mikil afneitun á leikvöngunum, fólk er að níðast á þér vegna húðlitar, það er heimskulegt. Þetta er búið að vera í gangi ár eftir ár, það er kominn tíma til að opna muninn og bregðast við. Ef það þarf að loka völlunum og setja fólk í bann ættum við að gera það. Ef þeir þurfa að fara í fangelsi, þá eiga þeir að fara í fangelsi, hvað sem þarf að gera þarf að gera í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Cesc Fabregas um þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað varðandi kynþáttafordóma í íþróttum undanfarið. ,,Það munu alltaf vera einhverjir fávitar sem vilja skemma partýið, en þeir ættu að gjalda fyrir það dýru gjaldi. Þetta á ekki að viðgangast lengur, hvorki í íþróttum né í heiminum öllum.“ Þá kom Fabregas einnig inn á þann möguleika að einhver í fótboltaheiminum myndi koma út úr skápnum í framtíðinni. ,,Í framtíðinni mun einhver í fótboltanum koma út sem samkynhneigður. Líklega mun flestum finnast það skrýtið til að byrja með og ég er viss um að einhverjir fáfróðir aðilar muni vera með skítkast út af því. En síðan munu fleiri og fleiri koma út þar til það þykir orðið eðlilegt og við lítum á það sem eðlilegan hlut. Þetta mun gerast einn daginn og ég vona að við stöndum saman hvað sem gerist,“ sagði hann að lokum. Franski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Cesc Fabregas, leikmaður AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, tjáði sig um fordóma innan fótboltaheimsins í nýlegu viðtali við Guardian. Mikið hefur verið rætt um fordóma á íþróttavöllum undanfarin ár og nýlega hafa íþróttamenn úr ólíkum áttum lýst yfir stuðningi sínum við réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum. ,,Það ríkir mikil afneitun á leikvöngunum, fólk er að níðast á þér vegna húðlitar, það er heimskulegt. Þetta er búið að vera í gangi ár eftir ár, það er kominn tíma til að opna muninn og bregðast við. Ef það þarf að loka völlunum og setja fólk í bann ættum við að gera það. Ef þeir þurfa að fara í fangelsi, þá eiga þeir að fara í fangelsi, hvað sem þarf að gera þarf að gera í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Cesc Fabregas um þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað varðandi kynþáttafordóma í íþróttum undanfarið. ,,Það munu alltaf vera einhverjir fávitar sem vilja skemma partýið, en þeir ættu að gjalda fyrir það dýru gjaldi. Þetta á ekki að viðgangast lengur, hvorki í íþróttum né í heiminum öllum.“ Þá kom Fabregas einnig inn á þann möguleika að einhver í fótboltaheiminum myndi koma út úr skápnum í framtíðinni. ,,Í framtíðinni mun einhver í fótboltanum koma út sem samkynhneigður. Líklega mun flestum finnast það skrýtið til að byrja með og ég er viss um að einhverjir fáfróðir aðilar muni vera með skítkast út af því. En síðan munu fleiri og fleiri koma út þar til það þykir orðið eðlilegt og við lítum á það sem eðlilegan hlut. Þetta mun gerast einn daginn og ég vona að við stöndum saman hvað sem gerist,“ sagði hann að lokum.
Franski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira