Erlent

Líkur á fjórðu þingkosningunum frá því í apríl 2019

Andri Eysteinsson skrifar
Benny Gantz, fékk 28 daga til að mynda stjórn. Það tókst ekki.
Benny Gantz, fékk 28 daga til að mynda stjórn. Það tókst ekki. Getty

Mögulega verður boðið til fjórðu þingkosninganna á skömmum tíma í Ísrael eftir að Benny Gantz tókst ekki að mynda meirihlutastjórn á tilskyldum tíma. Verði engum úthlutað stjórnarmyndunarumboði innan þriggja vikna verður boðað til kosninga sem halda yrði fyrir 4. ágúst. BBC greinir frá.

Ísraelar hafa frá í apríl 2019 kosið þrisvar sinnum til þings. Fyrst í apríl 2019 svo í september 2019 og loks í byrjun mars í ár. Í öll skiptin hefur stjórnarmyndunarviðræðum verið hætt.

Það hafa verið leiðtogarnir Benjamin Netanjahú og Benny Gantz sem hafa verið í eldlínunni og hafa flokkar þeirra ítrekað verið orðaðir við stjórnarsamstarf. Nú síðast hafði Gantz hlotið umboð til stjórnarmyndunar og gekk beint til viðræðna við Líkúd flokk Netanjahú.

Eftir tilraunir til stjórnarmyndunar veitti forseti Ísrael Gantz frest til 13. Apríl til að mynda stjórn. Eftir þann tíma skildi hann missa umboðið en útilokað væri að það færðist til Netanjahú. Viðræður tókust ekki og hafa þingmenn á Knesset nú þrjár vikur til að velja nýjan forsætisráðherra sem fengi umboð til stjórnarmyndunarviðræðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×