Framkvæmdastjórinn hvetur lið til að ná í leikstjórnandann sem var útskúfaður fyrir þremur árum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 16:30 Colin Kaepernick (fyrir miðju) hefur ekki spilað í NFL-deildinni síðan 2017. Hann gæti átt afturkvæmt í deildina eftir ummæli framkvæmdastjórans. Vísir/EPA Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum, hefur gefið það út að hann muni styðja við bakið á öllum þeim liðum sem vilja fá Colin Kaepernick, fyrrum leikstjórnanda San Francisco 49ers, í sínar raðir. NFL commissioner Roger Goodell said he supports and encourages teams to sign quarterback Colin Kaepernick. https://t.co/eXiEM4UAyv— ESPN (@espn) June 15, 2020 Hinn 32 ára gamli Kaepernick hefur ekki leikið í deildinni síðan 2017 en hann var fyrsti leikmaðurinn til að „taka hné“ eða krjúpa þegar þjóðsöngurinn var sunginn eins og venja er fyrir alla íþróttaviðburði Bandaríkjanna. Kaepernick var með því að mótmæla – mjög friðsamlega – lögregluofbeldi sem svart fólk verður fyrir í Bandaríkjunum. Í kjölfarið ákvað NFL-deildin að banna slík mótmæli og þá kallaði Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, þá sem gerðu slíkt tíkarsyni (e. sons of bitches). Þá hefur Trump sagt að hann muni sniðganga allan fótbolta fari svo að leikmenn fái að krjúpa þegar þjóðsöngurinn fer fram. "I am an ally of peaceful protestors," says President Donald Trump in 2020, three years after calling Colin Kaepernick and other players who knelt peacefully in protest of racial injustice "sons of bitches."— Jonathan Jones (@jjones9) June 1, 2020 Nú er hins vegar komið annað hljóð í Goodell sem segir að ákvörðun deildarinnar hafi verið röng. „Augljóslega þurfa lið að vilja fá hann í sínar raðir og ef lið tekur þá ákvörðun þá mun ég styðja hana og hvet þau til að fá leikmanninn í sínar raðir,“ sagði Goodell um endurkomu Kaepernick í deildina. Þá sagði framkvæmdastjórinn einnig að Kaepernick gæti hjálpað, leiðbeint og gert deildina betri. Kaepernick hefur verið mikið í sviðsljósinu í kjölfar morðsins á George Floyd og virðist sem þau mótmæli og óeirðir sem hafi átt sér stað vegna ofbeldi lögreglu í garð litaðra hafi rennt stoðum undir mótmæli leikstjórnandans á sínum tíma. Stjörnur deildarinnar, þar á meðal Patrick Mahomes og Odell Beckham Jr. hafa þrýst á deildina að fordæma kynþáttaníð og kerfisbundna kúgun svarts fólks í Bandaríkjunum. Það virðist sem Goodell hafi svarað kallinu en deildin mun leggja til 250 milljónir dollara [rúma 34 milljarða króna] yfir tíu ára tímabil til að berjast gegn kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum. Íþróttir NFL Dauði George Floyd Tengdar fréttir Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir ummæli ummæli um óeirðirnar í Bandaríkjunum. LeBron James, Aaron Rodgers, Michael Thomas og fleiri eru þar á meðal. 4. júní 2020 08:30 NFL stjarnan baðst afsökunar í kjölfar ummæla sem gerðu allt brjálað Einn virtasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn. 5. júní 2020 08:00 Sagði Lebron og Durant að „halda kjafti og drippla“ en að Brees „hefði rétt á sinni skoðun“ Mikill munur er á viðbrögðum Laura Ingraham, þáttastjórnanda á Fox News, við ummælum Drew Brees og því þegar LeBron James og Kevin Durant ræddu við hana fyrir tveimur árum síðan. 5. júní 2020 10:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Sjá meira
Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum, hefur gefið það út að hann muni styðja við bakið á öllum þeim liðum sem vilja fá Colin Kaepernick, fyrrum leikstjórnanda San Francisco 49ers, í sínar raðir. NFL commissioner Roger Goodell said he supports and encourages teams to sign quarterback Colin Kaepernick. https://t.co/eXiEM4UAyv— ESPN (@espn) June 15, 2020 Hinn 32 ára gamli Kaepernick hefur ekki leikið í deildinni síðan 2017 en hann var fyrsti leikmaðurinn til að „taka hné“ eða krjúpa þegar þjóðsöngurinn var sunginn eins og venja er fyrir alla íþróttaviðburði Bandaríkjanna. Kaepernick var með því að mótmæla – mjög friðsamlega – lögregluofbeldi sem svart fólk verður fyrir í Bandaríkjunum. Í kjölfarið ákvað NFL-deildin að banna slík mótmæli og þá kallaði Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, þá sem gerðu slíkt tíkarsyni (e. sons of bitches). Þá hefur Trump sagt að hann muni sniðganga allan fótbolta fari svo að leikmenn fái að krjúpa þegar þjóðsöngurinn fer fram. "I am an ally of peaceful protestors," says President Donald Trump in 2020, three years after calling Colin Kaepernick and other players who knelt peacefully in protest of racial injustice "sons of bitches."— Jonathan Jones (@jjones9) June 1, 2020 Nú er hins vegar komið annað hljóð í Goodell sem segir að ákvörðun deildarinnar hafi verið röng. „Augljóslega þurfa lið að vilja fá hann í sínar raðir og ef lið tekur þá ákvörðun þá mun ég styðja hana og hvet þau til að fá leikmanninn í sínar raðir,“ sagði Goodell um endurkomu Kaepernick í deildina. Þá sagði framkvæmdastjórinn einnig að Kaepernick gæti hjálpað, leiðbeint og gert deildina betri. Kaepernick hefur verið mikið í sviðsljósinu í kjölfar morðsins á George Floyd og virðist sem þau mótmæli og óeirðir sem hafi átt sér stað vegna ofbeldi lögreglu í garð litaðra hafi rennt stoðum undir mótmæli leikstjórnandans á sínum tíma. Stjörnur deildarinnar, þar á meðal Patrick Mahomes og Odell Beckham Jr. hafa þrýst á deildina að fordæma kynþáttaníð og kerfisbundna kúgun svarts fólks í Bandaríkjunum. Það virðist sem Goodell hafi svarað kallinu en deildin mun leggja til 250 milljónir dollara [rúma 34 milljarða króna] yfir tíu ára tímabil til að berjast gegn kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum.
Íþróttir NFL Dauði George Floyd Tengdar fréttir Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir ummæli ummæli um óeirðirnar í Bandaríkjunum. LeBron James, Aaron Rodgers, Michael Thomas og fleiri eru þar á meðal. 4. júní 2020 08:30 NFL stjarnan baðst afsökunar í kjölfar ummæla sem gerðu allt brjálað Einn virtasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn. 5. júní 2020 08:00 Sagði Lebron og Durant að „halda kjafti og drippla“ en að Brees „hefði rétt á sinni skoðun“ Mikill munur er á viðbrögðum Laura Ingraham, þáttastjórnanda á Fox News, við ummælum Drew Brees og því þegar LeBron James og Kevin Durant ræddu við hana fyrir tveimur árum síðan. 5. júní 2020 10:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Sjá meira
Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35
Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00
Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir ummæli ummæli um óeirðirnar í Bandaríkjunum. LeBron James, Aaron Rodgers, Michael Thomas og fleiri eru þar á meðal. 4. júní 2020 08:30
NFL stjarnan baðst afsökunar í kjölfar ummæla sem gerðu allt brjálað Einn virtasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn. 5. júní 2020 08:00
Sagði Lebron og Durant að „halda kjafti og drippla“ en að Brees „hefði rétt á sinni skoðun“ Mikill munur er á viðbrögðum Laura Ingraham, þáttastjórnanda á Fox News, við ummælum Drew Brees og því þegar LeBron James og Kevin Durant ræddu við hana fyrir tveimur árum síðan. 5. júní 2020 10:30