Einbeittu sér að árásum og hunsuðu varnir Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 19:50 Bandarískir embættismenn segja þetta vera stærsta leka leynilegra upplýsinga og gagna frá CIA í sögu leyniþjónustunnar. AP/Alex Wong Sérfræðingar Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, lögðu of mikla áherslu á að þróa tól til tölvuárása og ekki nægilega í að verja eigin kerfi. Hefðu upplýsingar úr einum stærsta leka sögunnar hjá CIA ekki verið birtar af Wikileaks árið 2017 væri mögulegt að starfsmenn stofnunarinnar vissu enn ekki af því að gögnunum hefði verið lekið. Gögnin sem um ræðir sneru að tólum sem starfsmenn CIA notuðu til tölvuárása og mun þeim hafa verið stolið og lekið af verktaka sem starfaði fyrir stofnunina. Ári eftir að þessum tólum var stolið, voru þau birt á vef Wikileaks, í mars 2017, undir nafninu „Vault 7“. Gögnin sýna hvernig CIA notaði forrit og tölvuárásatól til þess að brjótast inn í tölvuhugbúnað á borð við Windows, Android, iOS g Linux. Tól þessi voru þróuð af sérstöku teymi hakkara sem störfuðu fyrir leyniþjónustuna. Þannig gátu starfsmenn CIA fengið aðgang að snjalltækjum fólks, tölvum og jafnvel sjónvörpum. Bandarískir embættismenn segja þetta vera stærsta leka leynilegra upplýsinga og gagna frá CIA í sögu leyniþjónustunnar. Hætta þurfti leynilegum aðgerðum og komust andstæðingar Bandaríkjanna á snoðir um aðferðir þeirra, samkvæmt frétt Washington Post. Skýrslan sem um ræðir var birt innan CIA í október 2017 en öldungadeildarþingmaðurinn Ron Wyden kom henni nýverið í hendur blaðamanna. Wyden hefur lengi krafist þess að Bandaríkin girði sig í brók varðandi varnir gegn tölvuárásum. Lélegt eftirlit með netkerfi hakkara CIA Verktakinn sem sakaður er um að hafa stolið og lekið gögnunum heitir Joshua Schulte. Lögmenn Schulte hafa notað skýrsluna honum til varnar í réttarhöldum gegn honum. Hann segist saklaus og verjendur hans segja skýrsluna sýna fram á að hundruð manna hafi haft aðgang að gögnunum. Réttahöldin gegn Schulte standa í raun enn yfir, eftir að kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu fyrr á árinu og saksóknarar hafa lýst því yfir að þeir muni reyna aftur. Í skýrslunni segir að forsvarsmenn CIA hafi dregið fæturna í nauðsynlegum endurbótum og sérstaklega með tilliti til þess að um þremur árum áður hafi Edward Snowden, sem starfaði sem verktaki hjá leyniþjónustunni NSA, stolið og lekið umfangsmiklu magni af upplýsingum og gögnum frá stofnuninni. Hver sem er hafi getað nálgast hvaða gögn sem er og lítið sem ekkert hafi verið um varnir. Schulte er sagður hafa stolið allt frá 180 gígabætum til 34 terabætum af gögnum. Rannsakendur CIA gátu ekki skilgreint það betur vegna þess hvernig netkerfið sem hakkarar CIA notuðust við. Eftirlitið með tölvukerfi var það slæmt. Í skýrslunni segir til að mynda að ef Wikileaks hefði ekki birt gögnin, hefðu starfsmenn CIA mögulega aldrei komist að því að þeim hafi verið stolið. Bandaríkin WikiLeaks Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Sérfræðingar Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, lögðu of mikla áherslu á að þróa tól til tölvuárása og ekki nægilega í að verja eigin kerfi. Hefðu upplýsingar úr einum stærsta leka sögunnar hjá CIA ekki verið birtar af Wikileaks árið 2017 væri mögulegt að starfsmenn stofnunarinnar vissu enn ekki af því að gögnunum hefði verið lekið. Gögnin sem um ræðir sneru að tólum sem starfsmenn CIA notuðu til tölvuárása og mun þeim hafa verið stolið og lekið af verktaka sem starfaði fyrir stofnunina. Ári eftir að þessum tólum var stolið, voru þau birt á vef Wikileaks, í mars 2017, undir nafninu „Vault 7“. Gögnin sýna hvernig CIA notaði forrit og tölvuárásatól til þess að brjótast inn í tölvuhugbúnað á borð við Windows, Android, iOS g Linux. Tól þessi voru þróuð af sérstöku teymi hakkara sem störfuðu fyrir leyniþjónustuna. Þannig gátu starfsmenn CIA fengið aðgang að snjalltækjum fólks, tölvum og jafnvel sjónvörpum. Bandarískir embættismenn segja þetta vera stærsta leka leynilegra upplýsinga og gagna frá CIA í sögu leyniþjónustunnar. Hætta þurfti leynilegum aðgerðum og komust andstæðingar Bandaríkjanna á snoðir um aðferðir þeirra, samkvæmt frétt Washington Post. Skýrslan sem um ræðir var birt innan CIA í október 2017 en öldungadeildarþingmaðurinn Ron Wyden kom henni nýverið í hendur blaðamanna. Wyden hefur lengi krafist þess að Bandaríkin girði sig í brók varðandi varnir gegn tölvuárásum. Lélegt eftirlit með netkerfi hakkara CIA Verktakinn sem sakaður er um að hafa stolið og lekið gögnunum heitir Joshua Schulte. Lögmenn Schulte hafa notað skýrsluna honum til varnar í réttarhöldum gegn honum. Hann segist saklaus og verjendur hans segja skýrsluna sýna fram á að hundruð manna hafi haft aðgang að gögnunum. Réttahöldin gegn Schulte standa í raun enn yfir, eftir að kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu fyrr á árinu og saksóknarar hafa lýst því yfir að þeir muni reyna aftur. Í skýrslunni segir að forsvarsmenn CIA hafi dregið fæturna í nauðsynlegum endurbótum og sérstaklega með tilliti til þess að um þremur árum áður hafi Edward Snowden, sem starfaði sem verktaki hjá leyniþjónustunni NSA, stolið og lekið umfangsmiklu magni af upplýsingum og gögnum frá stofnuninni. Hver sem er hafi getað nálgast hvaða gögn sem er og lítið sem ekkert hafi verið um varnir. Schulte er sagður hafa stolið allt frá 180 gígabætum til 34 terabætum af gögnum. Rannsakendur CIA gátu ekki skilgreint það betur vegna þess hvernig netkerfið sem hakkarar CIA notuðust við. Eftirlitið með tölvukerfi var það slæmt. Í skýrslunni segir til að mynda að ef Wikileaks hefði ekki birt gögnin, hefðu starfsmenn CIA mögulega aldrei komist að því að þeim hafi verið stolið.
Bandaríkin WikiLeaks Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira